Föstudagur til frægðar

Fyrir ekkert svo rosaleg löngu síðan hefði mig aldrei grunað margt af því sem ég hef í dag upplifað, áorkað, lagt að baki eða yfirstigið, bæði gott og annað síðra. Hingað er ég komin þrátt fyrir allt. Lífið er stundum eins og stormur, nálgast með kólgubakka úr norðri, skellur á og setur allt á annan endann en gengur svo yfir. Stundum er lífið eins og sumarið 2021 hér fyrir norðan, næstum of gott til að geta verið satt, og stundum er lífið eins og jarðskjálfti, höggið kemur og svo er allt hljótt, grafarþögn. Oftast er lífið bara eins og látlaus vordagur, hversdagslegt bras og svo er komið kvöld. Hvernig sem svo lífið er þá er eitt sem alltaf getur komið aftan að manni, bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu, og það er hegðun fólks. Undanfarin ár hef ég upplifað óendanlega mikla gæsku, góðvild, hugulsemi, vinsemd og virðingu stundum frá ókunnugum en líka fólkinu í kringum mig. Minn innsti hringur hefur bæði stækkað og minnkað og það er sérstaklega skrítið en kannski bara lifsins gangur. Fólk stígur nær eða lætur sig hverfa og það er merkilegt að upplifa þessar tvær gagnstæðu hliðar þegar önnur er dýrmæt og hjartakær en hin þannig að það er engin leið að taka á henni. Ég hefði aldrei trúað að ég næði þeim árangri sem ég hef náð, gæti það sem ég get og ráði við það sem ég ræð við. Þegar upp er staðið er það eina sem ég hef stjórn á mín eigin viðbrögð þó það væri gott á stundum að geta haft vit fyrir fólki eða sagt því til syndanna. En án gríns hefur lif mitt aldrei áður verið svona ríkt, ljúft og notalegt og ég nýt þess af heilum hug. Það er ekki allt auðvelt, langt í frá en þetta hefst allt á endanum, líka að sætta sig við það sem man ræður ekki við að laga. Takk til ykkar allra sem eruð jákvætt afl í lífi mínu, fjölskylda, vinir, kunningjar, vinnufélagar og ókunnugir… það er dýrmæt gjöf.

Sex ára gömul dreymdi mig um að vinna með börnum, mér tókst það. Unga konan ég átti þann draum heitastan að ala börnin sín upp í friði og spekkt til að verða góðar manneskjur, það tókst með góðra manna hjálp. Mig langaði að textarnir mínir kæmu út á plötu(m) það gerðist og mig langar að vinna meira með þá. Mig dreymdi um frekara nám og eitt skref í einu bætti ég við mig gráðum. Ég ákvað snemma að forgangsraða fjölskyldunni og að mestu náði ég að gera það, a.m.k. stundum. Mig langaði að vera góð amma og sinna barnabörnunum vel, ég vinn enn að því. Lengi hefur mig dreymt um að gefa út bók og nú er hún langt komin. Ekkert af þessu var auðvelt og margt hefur mér mistekist, jafnvel stórfenglega en það er partur af prógramminu ef einhver árangur á að nást og eitt af móttóunum mínum er að einu mistökin eru að hætta að reyna. Það er eitt og annað sem ég hætti að reyna og sumt af því var skynsamleg ákvörðun eins og þegar ég gafst upp á að læra á gítar. Sú ákvörðunum kom mörgum til góða. Ég á enn eftir að láta suma drauma mína rætast, til dæmis ætla ég að læra færeysku, ferðast um færeyjar og eyða góðum tíma þar. Ég ætla líka að læra að hekla einn daginn og gefa út barnabók, kannski get ég það, kannski. Ég á líka þýðingu á texta með innihaldsrík skilaboð við gullfallegt lag og mig langar að komi fyrir almennings sjónir, kannski gerist það, hver veit. Það var líka margt sem ég setti mér að gera aldrei og auðvitað gengur það upp og ofan en tilgangurinn með þessu rausi er að minna á að markmið er fyrsta skrefið til að eitthvað gerist og mér hefur reynst vel að segja hlutina upphátt, henda þeim út í kosmóið, það ýtir við mér að halda áfram og nú þarf ég að finna leið til að gefa bókina út, fyrst þið nú vitið af henni, og það mun halda mér að verki…

Nú hafa einhverjir sett upp snúð og finnst ég montin í meira lagi en ég er stolt af því sem ég er, því sem ég hef gert, og mínu fólki. Það gerir ekki lítið úr öðrum, afrekum þeirra eða getu, hreint ekki. Ef þú ert einn af þeim sem fussar yfir pislinum mínum ráðlegg ég þér að líta í spegil, muna allt það góða sem þú átt, hefur áorkað og ert. Til hamingju, þú ert frábær… og þið hin líka… yfir og út

Makerspaces and Icelandic pre-schools

Posted by DIGILITEY on  in the MakEY blog https://makeyproject.wordpress.com/2018/01/20/makerspaces-and-icelandic-pre-schools/

Anna Elísa Hreiðarsdóttir is a Lecturer/Assistant Professor at the School of Education, University of Akureyri.

Anna is a participant in the MakEY project, and last October/November spent a month in Bucharest Romania, where she visited schools and makerspaces and participated as a guest in a workshop with the Romanian team.  Her research interests include early childhood education, play as a teaching method, creative learning, and technology.

In my secondments in Romania, I thought about makerspaces and if they could come in many forms. I wondered if the definition of what makerspace means is limited. I am a preschool teacher and have worked in preschools for decades, and now I teach students in teacher education. Therefore I wonder how makerspace and preschools fit together.

Short introduction: In Iceland, preschool constitutes the first level of the education system and is attended by children below the compulsory school age at parents’ request (links to law and curriculum below). To be a preschool teacher one needs an M.Ed. In education.

The influence of Friedrich Fröbel (1782 –1852), the founder of the kindergarten is still recognizable in Icelandic preschools although many other influences could be named such as Maria Montessori  (1870 – 1952), Rachel and Margaret McMillan (1859/1860 – 1917/1931) and Susan Issac (1885  – 1948). Fröbel founded kindergarten to educate children through care and sensory-based play and the goal to develop an all-around maturity. Sensory-based play and art or creativity are related topics and are all part of the preschool curriculum. Montessori taught teachers to use science and developmental activities with young children and to let children choose projects to work on. Her child-centered education was built on scientific observations. Issac said that play is important because play is the work of children and they learn through play and benefit, especially in social and emotional development. She also thought children should learn critical thinking and that independence was important. The McMillians emphasized the meaning of well-being, health, and outdoor education. All this has been part of preschool teachers’ education (since 1946). Creativity has always been a big part of the curriculum in Icelandic preschools.

Fröbel and Montessori both designed teaching materials and they can be found in Icelandic preschools. From now on I will focus on Froebel because his method is based on open materials and projects and therefore stands near the makerspace ideology. Fröbel believed that people are creative by nature, and to be happy they need the opportunity to be a part of projects and participate in reconciling and understanding. This explains his interest in play because it is creative. In Fröbel’s kindergarten, music and art are used to build cognitive development. Research has since then shown this to be correct, regarding language, problem-solving, math, and science. The same can be said about play as a way to learn.

Frank Lloyd Wright once said that his work benefitted from playing with Fröbel blocks, and in his book, Invent kindergarten, Norman Brosterman (1997) named many famous people who played with his blocks such as Georges Braque, Piet Mondrian, Paul Klee, and Wassily Kandinsky. More could be named (Josef Albers, Charles Eames, Buckminster Fuller, and Johannes Itten) as the Fröbel influence on contemporary art and architecture is significant, and the preschool was founded on revolutionary ideas aimed at visual projects, systematic teachings in art, design, math and natural science. The reason I say this is to show that this has been a part of the Icelandic preschool: creative learning through project-based tasks that put emphasis on STEM.

_DB_8440

Many years ago I read Seymor Papert’s books, The Children’s Machine, and Mindstorm, and when a web design I made (with Arnar Yngvason) won 3rd place in the European competition eLearning award 2003, we used the price money to buy LEGO Mindstorm for our school. The coding was difficult for the 4 and 5-year-olds, but they still loved the results. One can choose from various toys and apps specifically designed for coding with young children such as OSMO, Cubetto, and MakeyMakey.

Creativity, the newest technology, collaboration, and integrated projects are what preschool teachers work at every day. Therefore it was very enjoyable to read Mitchel Resnick’s book, Lifelong Kindergarten. Resnick writes that it is important for all school levels to teach like kindergarten teachers because the students benefit and it helps them in their future. The foundation of a creative society may be described in four words, the four Ps, project, passion, peers, and play. He discussed that the common belief of what creativity means is too narrow and that can be a problem because the world needs a generation that thinks creatively, can express themselves, explore, experiment, and push the boundaries, and therefore education should focus on making children think for themselves.

Creativity has been a part of my teaching and, thinking back, I can give an example. The school had a workshop on carpentry with all the necessary tools. The children were taught to a) imagine and think about what they would like to make, b) draw their thoughts, c) check for materials necessary for their task, and then d) start working on their idea. This preparation process helped them to define their project and set a goal to work on. Of course, their projects changed and that was alright, but the design process was critical to making their work unique and individual.

I used the same method when working with arts and crafts in organized teaching, but the children often used it in their own play and creations as they found it useful. Resnick said children learning in a creative environment is like a spiral; they imagine, create, play, share and reflect. It is important that teachers work systematically at creative teaching and teach children methods and ways to do so. Teachers have to foster this ability in children because it is important that they grow up to be creative, with the ability to imagine, practice critical thinking and use their brain on their own and because they want to.

A teacher once said to me “it is my responsibility to ignition their brain” and as Fröbel said, “Protect the new generation: Do not let them grow up into emptiness and nothingness.” Work with creativity has a long history in Icelandic preschools and the newest technology has widely been part of the process, therefore I think the ideology of makerspaces fits well with the work in Icelandic preschools.

References

Bertha von Marenholtz-Bülow. (2007). How kindergarten came to America: Friedrich Froebel’s radical vision of early childhood education. Virginia: New Press

Friedrich Froebel (þýð.) Emilie Michaelis. (2005). Autobiography of Friedrich Froebel. [EBook #16434]

Friedrich Froebel. (1909). Mother Play [Mutter und Koseliede]] (English translation, 1895) New York: D. Appleton and Company

Kilpatrick, W. H. (1916). Froebel’s kindergarten principles critically examined, New York: Macmillan

Mitchel Resnick. (2017). Life long Kindergarten. Cultivating creativity through projects, passion, peers, and play. Massachusetts: MIT press

Norman Brosterman. (2002). Inventing kindergarten. New York: Abrams Inc.

Seymor Papert. (1993). The children´s machine. Rethinking school in the age of the computer. New York: BasicBooks

Seymor Papert. (1980). Mindstorms: Children, computers, and Powerful Ideas. New York: BasicBooks

Uppeldisskóli Sumargjafar http://sumargjof.is/uppeldisskolinn/

Froebel gifts http://www.nytimes.com/1985/10/13/style/the-froebel-gift-takes-form-again.html

The National Curriculum Guide for Icelandic preschools

http://brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/.ibmmodres/domino/OpenAttachment/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/CA2C880C51C8CE0D00257A230058FCA5/Attachment/adskr_leiksk_ens_2012.pdf

Preschool Act 2008 No 90 12 June https://eng.menntamalaraduneyti.is/media/frettatengt2016/Preschool-Act-No-90-2008.pdf

Er ekki kominn tími til að tala um leikskólann með aðkomu leikskólakennara?

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að gagnrýna sjónvarpsþáttinn Börnin okkar en ég bara get ekki þagað. Svo ótal margt stakk í eyru og hjarta, leikskólahjartað. Fyrst má nefna gamaldags og löngu úreldar hugmyndir um að leikskólinn henti yngstu börnunum ekki, þegar hið rétta er að góður leikskóli, skóli með gott rými og vel mannaður af leikskólakennurum hefur ótal kosti fyrir yngstu börnin. Til að allt sé með sem bestum hætti þá þarf samfélagið að hlú betur að leikskólanum, gæta þess að börnin hafi nægt rými í húsnæðinu, nægan mannafla til að sinna þeim og sveitarfélög/rekstraraðilar verða að borga mannsæmandi laun.

Saga starfsmannaveltu í leikskólum er nátengd launum og möguleikum á að fá betur launað starf utan leikskólans. Þá er ég komin að því sem kom einkar illa við mig í þættinum og það er hvernig var rætt um ófaglærða starfsfólk leikskólans, fólkið sem er á allra lægstu laununum í leikskólanum. Ákjósanlegasta staðan er auðvitað sú að leikskólar séu fullmannaðir af leikskólakennurum og fólki með menntun sem þar kemur sér vel. Raunveruleikinn er hins vegar sá, og hefur alltaf verið, að það er tilfinninglegur skortur á leikskólakennurum. Þess vegna hefur ófaglært starfsfólk lagt sitt af mörkum til að halda leikskólastarfi í landinu gangandi frá upphafi leikskólasögunnar. Ófaglært stafsfólk hefur þannig sinnt íslenskum leikskólabörnum af alúð, stutt við foreldra, hjálpað nýjum starfsmönnum, m.a. leikskólakennurum að ganga inn í starf og staðblæ, það hefur sinnt verkefnum sem eru oft langt fyrir utan þægindaramma og þekkingu þeirra, sett sig inn í ótrúlegustu viðfangsefni og lyft grettistaki, oft í þungum mótbyr. Það hefur mætt virðingaleysi og hunsun og, eins og þarna er gert, ósanngjarni óvirðingu.

Ófaglært starfsfólk leikskóla er ekki einsleitur hópur og ekki sanngjarnt að meðhöndla sem slíkann. Margt af þessu fólki hefur síðan menntað sig sem leikskólakennara og haldið áfram sínu góða starfi, aðrir unnið alla sína starfsævi í þessu hlutverki. Þetta er erkitípan ófaglært starfsfólk, konur sem gera sitt besta. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og engin þekkja það betur en leikskólastjórar að sumir í þessum hópi eru ungir að árum, stoppa stutt við eða reynast ekki nægilega vel. Gleymum þá ekki að þessum hóp er ætlað að sinna starfi fagmanneskju, ganga í starf leikskólakennara án menntunar og reynslu á skammarlega lágum launum. Það er því ekki furða að fólk gefist upp eða leiti á mið sem gefa betur. Ábyrgðin á aðstæðum liggur á herðum samfélagsins sem samþykkir það með orðum sínum og gerðum að viðhalda láglaunastefnu í leikskólum, óvirða starf sem þar fer fram og hunsa leikskólakennara sem fagfólk á sínu sviði.

Starf í leikskóla er krefjandi starf bæði líkamlega og andlega, það kallar á fjölbreytta þekkingu og færni, mikla samskiptahæfni, úthald og almennt töluverða mannkosti. Hver sem skoðun fólks er á hlutverki ófaglærðs starfsfólks í leikskólum er staðreyndin sú að leikskólar standa og falla með því að þessi hópur sé við vinnu. Það er kómískt í ljósi sögunnar, í ljósi aðstæðna og þegar foreldrar kalla hátt á fleiri leikskóla, að gera lítið úr starfi þessa hóps.

Það er vel þess virði að endurtaka að ófaglært starfsfólk leikskóla hefur í gegnum tíðina verið, og er enn, mest megnis konur, láglaunaðar og falla vel við höggi en þær eiga bara svo miklu betra skilið en umræðu af þessu tagi.

Ég þakka öllu því frábæra ófaglærða fólki sem ég hef verið svo heppin að vinna með, kærlega fyrir mig, af öllu hjarta um leið og ég lýsi mig reiðubúna til að ræða málin þegar tala á um leikskólann, víð erum ótal mörg hérna úti, allt sem þarf er að spyrja.

Dagur einhverfu 2021 – Er þinn apríl blár?

Vitundarvakning í formi sérstakra daga eða mánuða er ágæt leið til að vekja athygli, upplýsa og gefa hópum rödd ef, og ég segi EF, fólk nýtir áminninguna þannig. Fyrir tveimur árum gerði ég einmitt þetta að umræðuefni í sambærilegum pistli (sjá tengil neðar) því það er svo auðvelt að týna málefninu í yfirborðsmennsku og/eða tala fyrir munn annarra alveg óháð því hvert þeirra eigin sjónarhorn er. Í ár ætlaði ég því að taka viðtal við einstakling sem hefur sitt að segja og reynslu að deila. Lífið þvældist fyrir því að af viðtalinu yrði og mögulega bíður það til næsta árs þegar aftur verður apríl og mánuður einhverfu með tilheyrandi bláum skreytingum á facebook síðum.

Ef við gefum okkur það að fólk með einhverfu vilji það sama og flestir aðrir þá er vitundarvakning ekki markmið í sjálfu sér heldur viðurkenning en hvaðan kemur hann, þessi blái litur? og er hann í raun tákn einhverfu eða “einhverfra”?

Samtökin sem markaðsettu bláa litinn (bláa púsl kubbinn) í tengslum við einhverfu heita Autism Speaks og urðu til við samruna þriggja félagasamtaka með sambærilega áherslu. Autism Speaks (AS) veltir ótrúlegum fjárhæðum, hefur án efa afrekað og hjálpað á ýmsum sviðum eins og heimasíða þeirra gefur til kynna en samtökin eru langt í frá að vera óumdeild. Það er einna helst fólk með einhverfu sem gagnrýnt hefur samtökin og vilja þeir hinir sömu alls ekki tengja bláa litinn við einhverfu, allt vegna uppruna hans og tengsla við AS. Í staðinn hafa sumir tekið upp á að nota aðra liti, sumir eilífðartákn og stundum gyllt þó ekki sé það alltaf liturinn sem verður fyrir valinu. Tákn og litir eru þó ekki aðalatriðið heldur gagnrýnin sem ég hef lesið í greinum, fréttapistlum, bloggi eða athugasemdum um AS. Gagnrýnin er þeirra sem málið varðar, fólks á rófinu (ps. ég veit sumir vilja ekki tala um rófið en mér þykir vænt um orðið og finnst það gefa skýrari sýn en að setja alla í einn pott). Atriðin hér neðar eru því samantekt byggð á vinnu og skoðunum annarra sem betra vit hafa á málinu en ég þó ég hafi sannarlega kynnt mér einstök atriði og flett ýmsu upp.

Það kemur ekki á óvart að flestir gagnrýna að samtökin eru rekin á forsendum fólks sem ekki er með einhverfu. Eins og aðrir minnihlutahópar er fyrsta krafan að ekki sé fjallað um málefnið án þátttöku þeirra sem um ræðir en fólk með einhverfu kemur ekki að stjórn AS eða ákvarðanatöku nema í mýflugumynd og fyrst nýlega eftir mikla gagnrýni.

Annað sem fólki finnst ámælisvert er að stór hluti ágóða af söfnunum þeirra fer í að reka batteríið og lítið til þeirra er málið varðar. Tölurnar eru sláandi.

Það er einnig stórt álitamál að rannsóknirnar sem þau styrkja eru sagðar stefna á að finna lækningu við einhverfu. M.a. að útrýma einhverfu með því t.d. að finna próf sem getur greint einhverju á fósturskiði svo hægt sé að koma í veg fyrir að börn með einhverfu fæðist.

Auglýsingaherferðir þeirra hafa þótt vinna gegn viðurkenningu á fólki með einhverfu og jafnvel ýtt undir ótta. Má nefna auglýsinguna I Am Autism sem er hreint hræðileg, bæði ógnandi og óttaleg og ég gat ekki horft til enda í fyrstu atrennu (sjá tengil neðar).

Kvikmyndin Autism Every Day er annað dæmi um efni frá AS sem einblínir á neikvæða þætti. Umfjöllun á Wikipediu gefur innsýn í efnistök en ekki síður gagnrýni á myndina (sjá slóð neðar). Myndin var tekin af youtube 2019 og til að taka af allan vafa þá er hún ekki “síðan í gamla daga” heldur framleidd árið 2006.

Eitt af markmiðum samtakanna er að safna erfaðefni í gagnagrunn og slíkar ákvarðanir eru alltaf umdeildar og eiga að vera það enda eldfimt og viðkvæmt mál sem auðvelt er að misnota ef ekki er vel að gáð.

Vegna þessa sem ég hef talið upp hér framar eru margir með einhverfu ósáttir við bláa litinn sem táknmynd einhverfu og nú ertu kannski örlítið nær því að skilja afhverju. Þetta er innlegg mitt í að efla vitund í apríl því þegar upp er staðið er það þess sem málið varðar að segja til um undir hvað merki hann er settur og þá um leið hafna merkimiðunum ef þannig stendur á.

https://youtu.be/9UgLnWJFGHQ

https://en.wikipedia.org/wiki/Autism_Every_Day?wprov=sfti1

Apríl 2020 https://annaelisaisl.wordpress.com/2020/04/02/dagur-einhverfu-2020/

Apríl 2019 https://annaelisaisl.wordpress.com/2019/04/02/dagur-einhverfu-2019/

Apríl 2018 https://annaelisaisl.wordpress.com/2018/04/02/dagur-einhverfu-2018-stubburinn-minn/

Myndin ofar er verk eftir Mörtu Anítu sjá á facebook Ember Skart

Yngstu börnin á netinu

Á alþjólega netöryggisdeginum þann 9. febrúar 2021 hélt ég erindi um netöryggi yngstu barnanna, eða barna á leikskólaaldri. Erindið er hér sett fram með ítarlegri hætti og skýrari tengingum við heimildir en hægt var þá. Að mestu eru þetta þó mínar vangaveltur um mikilvægt málefni sem gefa þarf miklu meiri athygli, á mörgum sviðum samfélagsins. Áhersla mín hér er á netnotkun utan skóla og þar með tala ég til foreldra enda er reginn munur á tölvu- og netnotkun heima eða í skólanum.

Börn og netið. EU kids online er fjölþjóðlegt rannsóknarsamstarf 33 evrópu þjóða með aðkomu UNICEF og með áherslu á að afla upplýsinga um tækifæri, áhættu og öryggi 9-16 ára barna á netinu. Rannsóknir hafa staðið yfir frá árinu 2006 og eru reglulega gefnar út skýrslur um niðurstöðurnar. Skýrslurnar eru aðgengilegar á síðu verkefnisins www.eukidsonline.net  Hér er vitnað til skýrslu frá árinu 2010 en þar kom fram að börn fara yngri og yngri á netið, með fjölbreyttari hætti og víðar í daglegu lífi en áður án þess að það skili endilega þeim árangri að efla sköpunarhæfni eða færni til samvinnu svo dæmi séu tekin (2010). Í skýrslu tíu árum síðar (2020) kemur fram að síminn (snjallsímar) er aðal tækið sem börn nota til að nálgast netið og á þeim tíma sem leið milli skýrsla varð töluverð aukning á fjölda barna sem eiga snjallsíma, og þar með þeim tíma sem börn eru á neti. En það kemur líka fram að allt að 18% barna fer á netið í gegnum gagnvirk leikföng (2020). Chen og Adler (2019) tóku saman tölur yfir skjánotkun barna í USA á árunum 1997-2014 og niðurstaðan er sú að skjátími allra yngstu barnanna hafði aukist umtalsvert á þessum árum, sérstaklega allra yngstu barnanna en 2014 var skjátími þessa aldursthóps ríflega þrír tímar á dag að meðaltali eða sama tímalengd og 3-5 ára börn eyða við skjá. Í Kanada er þessi tími álitin klukkutíma styttri (Canadian Paediatric Society, Digital Health Task Force) og ef litið er til Bretlands þá sýna rannsóknir að 51% barna yngri en eins árs eru við skjá daglega (Cheung og Vota, 2017).

Ættu börnin kannski að vera að gera eitthvað annað? Leikskólakennarinn í mér segir að þessar tölur ættu að hringja viðvörunarbjöllum sem hugsa þarf um. Ekki vegna þess að skjár eða snjalltæki sé hættulegt viðfangsefni heldur vegna þess að á fyrstu fimm árunum er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Þetta er dýrmætur tími sem þarf að nota til að efla alhliða þroska barnanna, málþroska, félagsþroska, hreyfiþroska, vitrænan þroska og alla hina þroskaþættina. Tími sem heilinn er að mynda allar þær brautir og tengingar sem koma barninu vel til framtíðar. Á þessum árum er lagður grunnur að námi, tengslum, getu og færni sem ung börn þurfa að læra í gegnum samskipti og með því að vera með raunverulega hluti í höndunum. Þannig sér leikskólakennarinn glötuð tækifæri í of mikilli skjánotkun ungra barna og tekur undir það sem sumir fræðimenn vilja meina … að skjánotkun barna yngri en 2 ára ætti að vera afar takmörkuð og skjánotkun 3-5 ára innan skynsamlegra marka og með öryggið í hávegum. Ekki bara netöryggið heldur ekki síður innan þeirra marka að það komi ekki niður á heilsu og þroska barnanna. Hér treysti ég foreldrum til að beita skynseminni. Til að setja malið í samhengi bendi ég á heilsuvera.is en þar eru gefnar ráðleggingar um skjánotkun barna og foreldrum ráðlaht að forðast ætti skjátíma með börnum yngri en 18 mánaða og takmarka skuli tímann sem 18 mánaða til 5 ára börn eru við skjá (https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/skjarinn-og-bornin/).

Netöryggi 0-6 ára barna. En hvers ber þá að gæta með yngstu börnunum? Foreldrar geta unnið fyrirbyggjandi starf, meðal annars með þeim leiðum sem gefnar eru hér á eftir:
Vertu með börnunum þegar þau eru á netinu:. Leiktu þér með barninu í snjalltækinu og sýndu gott fordæmi. Ekki skamma ef barn ef það brýtur reglurnar, það er þitt en ekki þeirra að passa upp á öryggið og það er ekki hægt að ætlast til að ung börn beri ábyrgð á því sem þau geta lent í með einum röngum smelli, sem búið er að útbúa sérstaklega til að lokka þau að. Segðu barninu að koma til þín alltaf ef eitthvað fer úrskeiðis.
Taktu þátt í því sem börnin eru að gera og vertu alltaf nærri, með annað augað á því sem fram fer.
Taktu stjórnina meðal annars með því að setja reglur og gefa leiðbeiningar. Sem byggir á þátttöku.
Notaðu öryggisstyllingar (og barnapíur). Stilltu tæki, forrit og leiki þannig að fyllsta öryggis sé gætt en vertu samt vakandi og mundu að virkja öryggisstillingar á leitarvélum.
Notaðu lykilorð og gættu þess að barnið viti lykilorðið ekki, þau geta verið ótrúlega nösk á að uppgötva slíkt.
Veldu aldurs og þroskasvarandi viðfangsefni. Gættu þess að efnið henti aldri og þroska barnsins, sé ekki of eða van en kannski mest að það sé vandað, það er mikið rusl í umferð.. Veldu eins viðeigandi efni og hægt er, efni sem er öruggt, skemmtilegt, örvandi með menntunargildi og hér er líka mikið af lélegu efni í boði sem er markaðsett vel. Og gættu þess að ofmeta ekki gagnsemi menntunar- forrita, þau virka stundum minna eða ekki ef þau eru ekki notuð með öðrum (Jindal og Kanozia, 2019).
Settu mörk Sumt má, annað ekki.
Og notaðu þau hjálpartæki sem í boði eru svo sem barnvænar leitarvélar:
Kiddle (kiddle.co) sjónræn leitarvél
Swiggle (swiggle.org.uk)
KidRex (alarms.org/kidrex)
Wacky Safe (wackysafe.com)
Safe Search Kids (safesearchkids.com)

Augljósa áhættan fyrir yngstu börnin á netinu er hin sama og fyrir eldri börn.
Ókunnugir s.s. perrar (predators) eða aðrir sem markvisst herja á börn í skilaboðum og á spjallsvæðum. Neteinelti, sem getur færst í raunheima og þá þeir sem fiska (phishing) eftir viðkvæmum upplýsingum.
Óviðeigandi efni s.s. klám eða kynferðislegar tilvísanir, ofbeldi eða óhugnaður, óviðeigandi orðbragð eða hegðun og að síðustu aðgangur að stolnu efni (sjóræningaefni).
Tölvan sjálf getur svo auðvitað verið í ákveðinni áhættu fyrir vírusum, að börnin hendi eða eyði gögnum sem verra er að missa. Það getur hent að þau rusli til þar eins og á kannski til að henda utan tölvu nú eða börnin hreinlega eyði peningum. Börn vita oft meira og kunna meira en við höldum en að sama skapi eru þau líklegri til að falla í gildrurnar sem eru lagðar fyrir þau af mikilli list í gegnum leiki og öpp. Sem dæmi má nefna að lítil börn skilja ekki endilega að robux, sem er gjaldmiðill roblox sem er vinsæll fjölspilaleikur, kostar alvöru peninga, íslenskar krónur í raunheimi. Því þarf að gæta að tengingum við debit eða kredit kort, huga að buy with one click og nú nýverið þarf að passa sérstaklega upp á auto fill, sem fyllir inn allar upplýsingar sjálfkrafa fyrir heimsendingu ofl.

Önnur möguleg áhætta. Sitthvað hefur verið skrifað og rannsakað um áhrif skjánotkunar á þroska og heilsu ungra barna. Meðal annars áhættu á sjón, athyglisgáfu, skammtímaminni, vitrænan þroska, hreyfiþroska, fín- og grófhreyfingar, félagsþroska og samskipti, tilfinningaþroska og tengsl (Barr ofl. 2010; Zimmerman og Christakis, 2007; Zimmerman og Christakis, 2005; Lin ofl. 2015; Tomopoulos ofl. 2010; Duch ofl 2013; Lillard og Peterson, 2011; Lerner og Barr, 2014; Li ofl. 2015). Meðal annara orða þá snýst umræða á þessum nótum um að ung börn ættu kannski að vera gera annað megnið af tíma sínum en vera í snjalltæki og því minna því yngra sem barnið er. Þegar upp er staðið skiptir samt miklu hvað er gert með barninu í annan tíma, fær það næga örvun, næg jákvæð félagsleg samskipti, er talað nægilega mikið við það, útskýrt og leikið við það, hefur það næga möguleika á hreyfingu … osfrv. Eftir því sem grunnurinn er betri ætti því hófleg skjánotkun að skipta minna máli en við getum öll verið sammála um að viðmið um sjátíma eru skynsamleg mörk sem á að hafa í huga.

Ung börn og youtube. Allra yngstu börnin, m.a. þau sem eru yngri en tveggja ára, eru gjarnan að horfa á youtube, bæði sem afþreyingu en líka á efni sem markaðsett er sem þroskavænlegt eða með menntunarmöguleika. Þar liggja þó nokkrir þröskuldar, svo sem að efni á opnum aðgangi er í eðli sínu allskonar, mis vandað, mögulega virkilega óviðeigandi og jafnvel þó það hafi afþreyingargildi er ekki víst að gagnsemi sé mikil fyrir menntun eða þroska barna. Það er vert að minna á tvennt, annars vegar að iðnaðurinn veltir milljörðum, m.a. sá hluti sem snýr að ungabörnum (Burroughs, 2017) og hins vegar að bara á youtube er hlaðið upp um 300 klst. af nýju efni á hverri mínútu sem gerir eftirlit nær ómögulegt. Þá hafa fræðimenn kallað flettingar barna óvart „accidental media usage“ (YouTube Official Blog; 2015, Nansen, 2015) og bent hefur verið á að mikið er um faldar auglýsingar um óhollan mat og drykki (Coates ofl. 2019). Að sama skapi er líklegt að börn sem eru á youtube opni óvart óviðeigandi myndbönd bara með því að vera á youtube (Papadamou ofl. 2019)

Og hvað geta foreldrar þá gert? Tilkynntu óviðeigandi efni, hladdu niður „ad blocker“ tiltölulega auðvelt og ókeypis, stilltu á „restricted mode“, útbúðu áhorfslista fyrir barnið þitt (playlist), horfðu með barninu og sjáðu hvað það horfir á og hvernig það horfir.

Hagnýt hjálpartæki
App blocker fyrir Android: XNSPY https://xnspy.com/features/app-blocking.html
App blocker fyrir iOS (ipad/iphone): https://support.apple.com/en-us/HT201304
Öryggisleiðir google: https://www.internetmatters.org/google-safety-tools-for-families/

Að lokum. Miðlanotkun/netnotkun yngstu barnanna er gefinn lítill gaumur á Íslandi utan við að sett hafa verið viðmið um skjátíma. Hér þarf að gera miklu betur. M.a. þess vegna eru foreldrar í lausu lofti og sumir kannski í fríu falli. Ræða þarf ítarlega og rannsaka hvað netnotkun þýðir fyrir börnin, þroska þeirra, líðan og gengi í námi og lífinu til framtíðar. Rannsaka þarf umfang og áhrif netnotkunnar allra yngstu barnanna (yngri en 3 ára) en einnig hinna (3-6 ára). Það er víst bara ein tilraun sem við fáum með hverju barni. Gerum hana gilda sem samfélag, með skynsemina að vopni

Heimildir

Burroughs, B. (2017). YouTube kids: The app Economy and mobile parenting. Social Media + Society. https://doi.org/10.1177/2056305117707189

Chen W, og Adler J.L. Assessment of Screen Exposure in Young Children, 1997 to 2014. JAMA Pediatr. 2019;173(4):391–393. doi:10.1001/jamapediatrics.2018.5546

Coates, A. E. ofl. (2019). Food and Beverage Cues Featured in YouTube Videos of Social Media Influencers Popular With Children: An Exploratory Study. Front. Psychol.  https://doi.org/10.3389/fpsyg.2019.02142

Duch, H., Fisher, E. M., Ensari, I. og Harrington, A. (2013). Screen time use in children under 3 years old: A systematic review of correlates. Int J Behav Nutr Phys Act 10(102).

heilsuvera.is (án árs). Skjánotkun barna eftir aldri. https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/skjarinn-og-bornin/

Jindal, R., og Kanozia, R. (2019). Do YouTube based children channels impact parenting? An exploratory study. Journal for All Subjects, 8.

Lerner C , Barr, R.(2014). Screen Sense: Setting the Record Straight; Research-Based Guidelines for Screen Use for Children Under 3 Years Old. Zero to Three 2014. <www.zerotothree.org/resources/series/screen-sense-setting-the-record-straight>

Lillard, A.S. og Peterson, J. (2011). The immediate impact of different types of television on young children’s executive function. Pediatrics 128(4):644–9.

Li, H., Boguszewski, K. og Lillard, A.S. (2015). Can that really happen? Children’s knowledge about the reality status of fantastical events in television. J Exp Child Psychol, 139, 99–114.

Lin LY, Cherng RJ, Chen YJ, Chen YJ, Yang HM. (2015). Effects of television exposure on developmental skills among young children.. Infant Behav Dev; 38:20–6

Nansen, B. (2015). Accidental, assisted, automated: An emerging repertoire of infant mobile media techniques. M/C Journal, 18(5). http://journal.media-culture.org.au/index.php/mcjournal/article/view/1026

Papadamou ofl. (2019). Disturbed YouTube for Kids: Characterizing and Detecting Disturbing Content on YouTube. https://encase.socialcomputing.eu/wp-content/uploads/2019/01/DisturbedYouTubeforKids.pdf

Orlando. J. (2017). The way your children watch YouTube is not that surprising – but it is consern. Western Sydney University. https://theconversation.com/the-way-your-children-watch-youtube-is-not-that-surprising-but-it-is-a-concern-here-are-some-tips-87597

YouTube Official Blog . (2015, February 23). Introducing the newest member of our family, the YouTube Kids app https://youtube.googleblog.com/2015/02/youtube-kids.html

Bæklingur um netöryggi

Á jarðarfarardegi

Í dag var Guðni Pétur Guðnason (Heiðarsson) borin til grafar. Elsku vinir, elsku bræður, elsku þið öll, samúð mín er ykkar og það hryggir mig að komast ekki suður í jarðarförina, að geta ekki knúsað ykkur smá eða bara séð ykkur í augliti til auglitis. Við erum með ykkur í anda og fyldumst með streyminu en fannst við bara vera svo óralangt í burtu.

Hugur minn er hjá elsku indælu Sigrúnu, mömmunni sem missti drenginn sinn svona kornungann, alveg fyrirvaralaust. Það er auðvelt að finna til með annarri móður sem missir og ég hugsa um börnin mín, þakklát en um leið svo meðvituðum um hve lítið þarf til og hve óvænt sorgin getur barið að dyrum. Ég hugsa um elsku skemmtilega Heiðar okkar sem þarf að fylgja syni sínum til grafar, spor sem ekkert okkar vill nokkru sinni þurfa að vera í. Og ég hugsa um bræðurna sem misstu svo mikið og horfast í augu við fátækari tilveru en hægt er að hugsa sér. Og ég hugsa til allra hinna sem syrgja, fjölskyldu og vina. Þegar ég heyrði fréttina fyrst raðaði ég nokkrum fátæklegum orðum saman og þau eru þessi:

Drottinn gaf og drottinn tók

Drottinn gaf
og drottinn gaf
svo undurfallega
er piltinn hann gaf
Húsið og hjartað var fullt
hamingjan mætti
Grallarinn, gleðin og kætin
dálítið ærslafullt stundum
og heilmikil læti
Drottinn gaf

Drottinn tók
og drottinn tók
gleðina alla
er piltinn hann tók
Húsið og hjartað er tómt
hamingjan horfin
Grallarinn, gleðin og kætin
eftir ljúf minning
um lífið og lætin
Drottinn tók

Drottinn gaf
og drottinn tók
Drottinn minn gaf
huggun í harmi og von
eilífa elsku og líkn
Er heimurinn hrynur
bjargið sem heldur
náð sem að nægir
Drottinn gaf (25.1. 2021 AE)

En í dag, á jarðarfarardaginn hugsa ég fimm ár aftur í tímann þegar annar drengur kvaddi þennan heim, annað elskað barn, því þau eru jú alltaf börnin okkar þó þau vaxi úr grasi. Á leið suður í jarðarförina páraði ég nokkur orð á blað og þau fylgja hér á eftir. Þá var hugur minn hjá móðurinni og mig langar að færa Sigrúnu þessi orð núna en auðvitað áttu þau líka elsku Heiðar minn:

Börnin okkar

Þau fæðast bæði varnarlaus og fjarskalega smá
falast eftir umhyggju og treysta okkur á
Hreiðra um sig í hjarta og sál og búa sér þar ból
Hvert og eitt í hendur okkar Drottinn sjálfur fól

Við fáum þau að láni elsku vina mín
verndum þau og elskum meðan hjarta okkar slær
Það elskar engin meir en móðir börnin sín
og engin ást nær dýpra né er eins tær

Við gleðjumst þegar gæfan reynist þeim í vil
grátum þó í einrúmi ef finna þau til
berjumst þegar boðaföllin brjóta þeim á
biðjum þegar enga aðra færa leið má sjá

Það nístir inn að beini að missa barnið sitt
hjartað grætur blóði og sálin missir máttinn
en mundu að þú sérð hann aftur yndið mitt
þú kysstir bara góða nótt fyrir háttinn (7.7. 2015 AE)

Engin orð sefa sorgina en í trúnni er von og í guði er hjálp og efst í huga mínum núna eru orðin Náð mín nægir þér…

Knúúúus, Lísa

Hangið á fési á föstudagskvöldi

Þessu annars ágæta föstudagskvöldi var eytt (orð að sönnu) í hálfgerða vitleysu. Kona skrollað yfir facebook veggi og síður og sóaði í það mun meiri tíma en heilbrigt getur talist. Pára á meðan hjá mér upplifun mína og skapa mínar eigin sögur

Einhver er glaður, annar nýbúin að afreka eitthvað merkilegt, sigra sjálfan sig eða þröskuldana í lífinu, annar átti afmæli, sumir deila fegurðinni í kringum sig, sólinni, náttúrunni eða náttúruöflunum. Framkvæmdir í garðinum, ferðalög eða timamót af einhverju tagi. Vinir, gleði, gaman. Svo eru aðrir sem eiga erfitt, einhver er veikur, gæludýrið kvaddi, annar þarf faðmlag eða hrós, smá huggun eða klapp á bakið og allt er þetta hið notalegasta bara. Smelli like-um, hjörtum og brosköllum hér og þar og hugsa hlýlega til stafrænna vina og annara

Þetta er góða hliðin á facebook, hin er svo verri, sú sem gerir besta fólk að afskiptasömum besservissurum með ekkert svigrúm fyrir annara manna skoðanir, upplifanir eða reynslu. Við erum öll þetta fólk á stundum og það er allt í lagi líka, svona í hófi alla vega. Gefum okkur öllum svigrúm til að vera breisk, misstíga okkur eða vera misupplögð. Svo lengi sem ekki er farið langt yfir strikið og vaðið of stórstígt í gegnum blómabeðin, við erum nefnilega öll í þessu saman. Öðrum er svo bara ekki viðbjargandi og best að sætta sig bara við það og skrolla áfram

Svo eru innlegg sem vekja bros, sögur af lífinu og tilveruni, hlátur, glens og fjör. Það getur líka verið pínu fyndið að sjá rólyndis fólk tapa glórunni í umræðu um garðaeitur, ketti á varptímanum eða hvenær smábarn á að hætta á brjósti. Jamm við erum skrítnar skrúfur þetta mannkyn

En svo er það annað sem mér finnst skrítið og það er að sjá fólk fegra sjálfa sig á kostnað annara, Það er mikill misskilningur að fólk verði stærra ef það stendur ofan á einhverjum öðrum, merkilegt nokk, það gerir fólk bara lítið og ræfislegt. Ég skil satt að segja ekki í fólki að haga sér þannig. Sterklega grunar mig þó að flestir sjái í gegnum þannig tilburði og láti ekki blekkjast svo áfram skrolla ég

Öll viljum við sýna okkar bestu hliðar á facebook og öðrum samfélagsmiðlum og það er fullkomlega eðlilegt líka. Að vilja gefa stafrænum vinum okkar örlítinn þátt í gleðinni, geyma bestu augnablikin og geta flett til baka og munað, brot af því besta. Það er hins vegar augljóst að sumir eru af alefli að mála glansmyndir ofan á grámóskulegan striga sem stundum heldur ekki vatni, sumir til að klóra í bakkann, aðrir til að fela hið ljóta sem undir liggur

Ég veit ekki hvaða íslenska orð ég ætti að nota í stað passive agressive enda held ég það skiljist bara bærilega þó á ensku sé en ég rakst á nokkra slíka statusa í kvöld. Hálf sagðar sögur, hálfar ásakannir, hálfur sannleikur. Sett fram undir rós og ætlað að fegra höfundinn, varpa ljósi á hve góður hann er eða hve mikið aðrir eru vondir við hann. Hann á sér margar hliðar yfirgangurinn og ofbeldið og satt að segja verður það ekki betra vafið í bómull eða drussað með flórsykri. Ætli þetta fólk viti hve illa það kemur sjálft fram? Ja, kona spyr sig

Þegar hér er komið i sögunni er ég búin að fá nóg og held ég opni bara bók. Þar mun ekki eitt orð sem ég les vera satt, enginn sem ég kynnist er til í alvörunnni og ekkert sem ég les um hefur nokkru sinni raunverulega gerst. Kannski eins og sumt annað sem ég las í kvöld eða þú last hérna, hver veit

Dagur einhverfu 2020 – í miðju kófinu

84E85B85-0D6D-47DC-BDC3-F36A8F2CF9A9Ég hef gert það að vana að skrifa nokkur orð á blað á þessum degi. Sem betur ferð undirbjó ég mig ögn í kjölfar síðustu skrifa því það verður að segjast að undanfarnar vikur hafa ekki verið normal í neinum skilningi. Að vissu leiti eru þær það sem einu sinni var normal hjá okkur öllum en það er með eindæmum hvílíkt bakslag kófið hefur haft í för með sér. En víkjum að því sem ég var búin að skrifa áður en það brast á

Asperger/einhverfa er ein af fjölmörgum hliðum mannlífs sem er skilgreind út frá körlum og er mikilvægt fyrir kennara og foreldra að þekkja aðra þætti sem geta fylgt asperger. Fólk hefur gjarnan fordómafullar hugmyndir um einhverfu, sér fyrir sér persónu eins og Rainman (kvikmynd frá 1988), Forest Gump (önnur kvikmynd, þessi frá 1994) eða The beautiful mind (2001) og margir þekkja þættina Big bang theory. Allt eru þetta myndir um karla og nokkuð litaðar af staðalmyndum um einhverfu. Temple Gradin (2010) er þó um konu, vísindakonu og skrifuð í sama formið og karlamyndirnar, hins vegar er hún, líkt og Beautiful mind, einhvers konar ævisaga og persónurnar báðar byggðar á raunverulegu fólki. En aftur að konum á rófinu, konur eiga það til að sýna önnur einkenni en þessi típísku sem við heyrum mest um. Þær hafa hugsanlega áhuga á fleiru en raunvísindum, kannski dýrum, bókmenntum, hannyrðum ofl. sem þykir ekki svo merkilegt að rétt sé að gefa því gaum, enda sótt í kvennamenninguna. Já, ég veit, þetta er kaldhæðni en hún á rétt á sér núna.

Konur, eða stelpurnar eiga til að leika hlutverk, setja upp grímu og vera einhver annar eða eitthvað annað og búa sér þannig til heim þar sem þær geta fúnkerað betur og verið innan um fólk og leikið “eðlileg” samskipti. Þetta getur dugað þeim til að komast í gegnum daginn, svona stundum alla vega. Örverpið var tveggja ára þegar hún masteraði það að setja upp grímu og leika hlutverk þegar hún fór út úr húsi eða þegar komu gestir og gat haldið út þar til hún kom heim eða fólkið fór og þá sprakk blaðran… hún var gjarnan í búningi, ljón, tígur eða kisa.. og strákar gera þetta líka, svo verum vakandi… þess vegna segir fólk enn í dag: Hún? Með asperger? Nei! Hvaða vitleysa… en sama fólk var ekki viðstatt þegar kvíðaköstin komu, næturnar sem gengið er um gólf, nei, ætt er um gólf stefnulaust í panikki. Þegar skynsemin reynir að eiga við óreiðuna og ekkert gengur, þegar heimurinn hrinur, aftur og aftur engin leið að ná jarðsambandi og ekkert meikar sens. Fyrir nokkrum mánuðum kom örverpið mitt í heimsókn og ég heyrði hana þramma þungstíga upp stigann. Hún hlammaði sér á stól í eldhusinu, féll fram á borðið og stundi: þetta var hræðilegur dagur, ég þurfti að tala við þrjá. Það tekur á að setja upp grímuna og halda henni til streitu á meðan leikritið er leikið. Ég spurði hana hverju sæti að henni gangi betur núorðið að fara út, skreppa á pósthúsið eða í Eymundsson þegar hún má til og svarið var mér mikill lærdómur. Mamma, sagði hún, ég nota Pocemon go. Ég er í leiknum þegar ég geng á milli og þá get ég útilokað áreitið, fólkið, kvíðann. Um daginn þá gleymdi ég að hlaða símann og hann dó í miðri gönguferð. Ég fékk panikk kast og hélt ég kæmist ekki heim… Hún er alltaf með hleðslubanka í töskunni en þarna brást hann líka. Þær eru ýmsar leiðirnar sem fólk notar til að komast í gegnum daginn og við þurfum að gæta þess að leyfa því að halda þeim. Gefa litlu börnunum færi á að hafa öryggishlutinn sinn, leyfa þeim að vera í búningi ef þarf og ég er afar feginn hvað það var lítið mál í leikskóla örverpisins á sínum tíma að halda í það sem þurfti til að hlutirnir gengu upp

Aspargusinn minn nyverið fékk bréf frá einyrkja í útlöndum sem hún hefur átt viðskipti við. Hún kom í heimsókn til mömmu, settist við eldhúsborðið, beygði sig i keng og sagði: Hvernig bregst maður við svona mikilli jákvæðni í minn garð? Mig langar að skríða ofan í holu… Stuttu áður gerðist það við sama borð að aspagusinn hóf upp raust sína og spurði: Er til bók, svona Communication for dummies? Af hverju spyrðu að því, spurði mamman. Aspagusinn svaraði um hæl og horfði á mig með vandræðalegum svip -ég eignaðist óvart vini. Ég hló mig máttlausa og já hún á traustan vinahóp nokkurra einstaklinga af báðum kynjum sem hún er í samskiptum við þó aldrei hafi þau hist nema í netheimum

Aspargusinn minn á sér ýmsar kenningar, eina slíka fékk ég upplýsingar um upp úr þurru einn daginn: Ég held að hringlóttir hlutir borðist betur í oddatölu, sagði örverpið og var full alvara. Þessi kenning fékk byr undir báða vængi nokkrum mánuðum síðar. Örverpið átti erfitt kvöld því frúin á efri hæðinni (ég) blastaði popptónlist frá sjöunda- og áttunda áratugnum allt kvöldið og söng með af innlifun. Það getur tekið á að lifa í návígi við miðaldra fólki en stelpunni voru færðar nýbakaðar bollur í sárabót i lok kvölds. Hún tók við diskinum glöð, sá að bollirnar voru fjórar, krumpaðist öll saman og sagði afsakandi, neeei, nei og ýtti disknum snögglega aftur í hendur frúarinnar sem agndofa vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Uppeldið kikkaði inn og örverpið reyndi að útskýra; þær eru fjórar. Frúin engu nær, eitt spurningamerki í framan mundi allt í einu að bollur duga bara þrjár saman, hvorki meira né minna. Snaggaralega var einni bollu komið undan svo var drukkinn kvöldsopi á báðum hæðum. M.a.o. hringlótta hluti má borða þrjá í einu… (af gefnu tilefni: Ef þú vilt skrifa kringlótt er það frjálst líka). Mömmubollur tekur hún þrjár og þrjár, ekkert þar á milli og þörf ábending, ekki, alls ekki biðja aspargus að mylja kex fyrir þig. Hversvegna ekki? nú það er engin leið að bitarnir verða jafnstórir, við, þ.e.a.s. hún, er búin að prófa það og gerði mig fullkomlega gráhærða á meðan

Það eru ýmsar getgátur um orsakir einhverfu og í raun gæti ég trúað að með tímanum uppgötvum við að hér sé fleira en eitt og fleira en tvennt að gerast. Við vitum bara ekki betur núna og setjum margt undir einn hatt. Orsakirnar eru einnig óljósar, eða hið minnsta eru sérfærðingar ekki á einu máli. Hitt er ljóst að karlar eru fjórum sinnum líklegri til að greinast en konur, kannski af því að það, eins og annað í læknavísindum, er gjarnan skoðað frá karllægu sjónarhorni. Undanfarin ár hafa konur á rófinu stigið fram og vakið athygli á að hallinn er ekki vegna þess að fleiri karlar eru með einhverfu heldur vegna þess að konur sýna ólík einkenni, finna leiðir til að fúnkera betur og eru því ekki eins áberandi fyrir hinum í tilverunni

En aftur til dagsins í dag. Covid 19 setti heimsbyggðina á hliðina og sneri tilveru aspargussins míns alveg á hvolf. Skyndilega var ég minnt á unglingsárin hennar og reyndar bara ótrúlega mörg önnur ár þegar kvíðaköst, skelfing, panikk, svefnleysi og almenn örvænting var daglegt brauð og gat verið viðvarandi none stop daginn út og inn. Hún hefur óvirkt ónæmiskerfi … og ég nenni ekki að útskýa það frekar enda hef ég lagt áherslu á að tala um örverpið sem persónu en ekki það sem fylgdi henni út í lífið, sífelld og erfið veikindi alltaf og ítrekað og sannarlega hjálpaði ekki til helftarlömun í hægri hluta líkamans og allt sem því fylgir enda er það engin skemmtilesning, hitt vil ég gjarnan tala um hve hæfileikarík hún er og minn á dýrgripina sem hún býr til og selur á Ember Skart (facebook), hve vel hún hugsar um okkur hin sex í innsta hringnum, hve hún tækklar allt sem hún þarf að takast á við af miklu jafnaðargeði og stígur alltaf upp aftur, hvað sem á dynur. Og ekki kvartaði hún í janúar þegar hún átti afmæli og enginn hringdi í hana, hvað þá kom, enginn, en mamman er æfareið og verð sennilega enn í janúar 2021 þegar sagan er líkleg til að endurtaka sig

En til að ljúka þessu á jákvæðum nótum þá gengur allt bærilega núna, örverpið mitt er í einangrun og hefur verið frá því í febrúar enda má hún alls ekki smitast af neinu, hvað þá þessum óskapnaði. Lífið snýst ekki um þröskuldana heldur hvernig hún tæklar þá einn af öðrum án þess að blikka auga, enda er hún badass dauðans og lætur ekkert stoppa sig …. Sjáumst að sama tíma að ári…

Dagur einhveru 2019 – Foreldrarnir https://annaelisaisl.wordpress.com/2019/04/02/dagur-einhverfu-2019/

Dagur einhverfu 2018 – Stubburinn minn https://annaelisaisl.wordpress.com/2018/04/02/dagur-einhverfu-2018-stubburinn-minn/

Föst heima með börnin 2. hluti

Það er auðvitað fjölmargt sem hægt er að gera heima með börnunum til tilbreytingar og listinn gæti því verið endalaus en hvernig væri að skapa listaverk, læra að sauma, prjóna eða hekla, nú eða vefa. Það er kannski örlítið meira mál að smíða en alls ekki óyfirstíganlegt. Við hjónin höfum reyndar orð á okkur fyrir að vera léttgeggjuð og hér er eitt og annað brasað sem sumir jesúsa sig yfir. Sálarróin ætti ekki að hanga á óaðfinnanlegu hreinlæti og snyrtimennsku rétt meðan börnin leika.

Listaverk: Skoðið listaverk tiltekins listamanns og vinnið verk í sama anda. Ef þig vantar tillögu má benda á Gustaf Klimt, Picasso, Piet Mondriaan, Keith Haring, Andy Warhol, Miro, Jackson Pollock, Henri Matisse ofl. ofl. Listinn byggir á því sem ég hef sjálf unnið með og þvi eru nöfnin valin út frá mínu áhugasviði og því verulega takmarkandi. Auðvitað mætti eins velja handversmann, tónlistamann, skáld eða hvern annan þann sem gaman væri að vinna með.

Vefnaður: Það eru ýmsar einfaldar leiðir til að vefa, s.s. að nota pappaspjald og klippa/skera 1/2 cm. inn í efri og neðri brún með 1/2 -1 cm. bili (samstætt) og vefja garni hring eftir hring þar til vefstólinn er tilbúin. Þá má hefja vefnaðinn með garni eða efnislengjum. Þegar stykkið er til er klippt á spottana á miðri bakhlið og bundið fyrir.

Munið þið eftir að hafa skrifað leynibréf með hreinum sítrónusafa? Hreint undur þegar skriftin birtist ef bréfið hitnar (hárblásari eða straujárn dugar vel til þess að afhjúpa leyndardóminn).

Þá var ekki síður gaman að leika leikinn: Ekki koma við gólfið eins og Lína Langsokkur kenndi vinum sinum Önnu og Tomma þarna um árið. Húsgögn, teppi og púðar mynda þrautabraut, helst í hring en ef það er ekki hægt þá má fara fram og til baka… og æfðu þig í að segja alls ekki “passaðu þig” “farðu varlega” eða “ekki detta” … tilgangslaus óhljóð af þinni hálfu sem bara trufla. Börn fara varlega, flest passa sig og gera það sem þau ráða við og … og haltu þér nú fast …það er eðlilegt að börn skrapi hné eða lófa, reki sig á og merji tá. Þannig læra þau á veröldina, lífið og sig sjálf og þau þurfa nauðsynlega á því að halda að fá að reyna á sig, gera tilraunir og þá jafnvel detta eða meiða sig smá.

Tik-tack-toe er leikur sem ég veit ekki hvað heitir á ástkæra ylhýra en snýst um keppni tveggja við að ná þremur eins í röð, þvert, lágrétt eða milli horna. Annar merkir með krossi en hinn með hring á níu reita borð. Auðvelt að teikna og má vera margnota ef notaðir eru legokúbbar í sitt hvorum litnum, tölur, tappar eða annað sem til er. Leikinn má flækja með því að nota borðtenniskúlu og kassa/glös og boppa boltanum á rétta staðinn, segir sig sjálft að það fer ekki alltaf eins og áætlað er.

Kenndu barninu að baka eða elda. Gerið það saman. Brauðbollur, kjötbollur, pastaréttir og hakkréttir eru margir afar einfaldir og hakk og spagettí fellur oft vel í kramið hjá börnum. Brytjaðir ávextir með grískri jógúrt er í uppáhaldi hjá okkur öllum sem eftirréttur og er einfalt í undibuningi. Egg, steikt, soðin eða hrærð eru barnameðfæri. Vöfflur, íslenskar skonsur og lummur eru einnig einfaldar og ég er löngu hætt að nota sykur í þær uppskriftir. Svo má lifa hættulega og skera nokkrar paprikur í tvennt eftir endilöngu og hreinsa þær, helltu vel af olíu yfir og saltað og piprað, smyrðu vel með pítsasósu, og þá osti, pepperoní- eða skinkubitum. Bakaðu við 180 í 10-15 min. Önnur einföld aðferð er að smyrja brauðsneið með pítsasósu, bæta við pepperóni eða skinku og osti áður en brauðið er bakað í ofni. Brauð með tómatsósu, brytjuðum pilsum og osti er líka ágætis snakk og brauðsneið með bökuðum baunum og osti hitað í ofni er ágætt líka. Allt uppskriftir sem börn geta gert að mestu sjálf. Ef þér ofbauð þetta má alltaf bara poppa.

Einfaldar uppskriftir það sem hollustan flaug út um gluggann: Hálfur banani á pinna, dýft í bráðið súkkulaði með rjóma glubbi á toppinn …nammi namm.

Ískrap á fimm mínútum sléttum: 1 stór siplock poki og annar minni (u.þ.b. 1 l og 4 l). 2,4 ml mjólk, 1 tsk sykur (sumir vilja ögn meira), 1/2 tsk vanilludropar, 0.8+ml salt (tæplega 1 dl.). Ísmolar, iskurl. Helltu mjólk, sykri og vanilludropum í minni pokann. Fylltu þann stærri mep ísmolunum og saltinu. Settu minni pokann inn í þann stærri og lokaðu báðum vel. Hristu hraustlega í fimm mínútur. Fiskaðu litla pokann út og þerraðu … njótið. Ps. Trikkið með saltið og ísinn dugar líka ef þig vantar skyndikælingu á drykkinn… djúsinn vildi ég sagt hafa :).

Svo hefur auðvitað einhver snillingurinn gefið út þessar fínu leiðbeiningar um það hvernig best er að snúa sér við eldhúsverkin með leikskólabörnum:

https://kidshealth.org/en/parents/cooking-preschool.html

Hér eru fjölmargar hugmyndir að barnvænum uppskriftum:

https://www.sitters.co.uk/blog/15-fun-cooking-activities-for-kids.aspx

https://www.bbcgoodfood.com/recipes/collection/kids-cooking

https://tasty.co/article/melissaharrison/cooking-with-kids

https://www.tasteofhome.com/collection/easy-recipes-for-kids-to-make-by-themselves/

Þessar eru nú ekki ætar en kannski langar þig frekar að finna þinn innri föndrara og láta gamminn geysa með skæri og blað … og börnin, ekki gleyma börnunum:

https://www.happinessishomemade.net/quick-easy-kids-crafts-anyone-can-make/

https://www.goodhousekeeping.com/home/craft-ideas/how-to/g1389/diy-kids-activities/?slide=1

https://www.easypeasyandfun.com/crafts-for-kids/

Ef þér detta engir leikir í hug þá eru hér fyrirtakst hugmyndir að leikjum:

https://parenting.firstcry.com/articles/top-40-fun-indoor-games-for-kids/

https://www.familyfuntwincities.com/indoor-games-for-kids/

https://www.todaysparent.com/toddler/20-fun-indoor-games/

… og ef þið eigið lego eru hér nokkrar námstengdar hugmyndir, ekki að lego sé ekki yfirleitt fyrirtaks námsleið eitt og sér en maður getur alltaf á sig blómum bætt… https://childhood101.com/lego-learning-activities/

Blundar í þér þrá til að læra að teikna? Hér má finna leiðsögn og þú getur lært um leið og börnin: https://www.kennedy-center.org/education/mo-willems

Svo má komast í safaríferð með leiðsögn heima í stofu: https://m.facebook.com/cincinnatizoo/

Eða taka kúrs og láta reyna á listrænu hliðina: https://www.kitchentableclassroom.com/online-art-classes-for-kids/

… og ef fullorðna fólkinu leiðist þá er alltaf gott að glugga í bók, kannski rijfa upp svo sem eins og einn gamlan standard… Eða bara eitthvað nýrra:

http://www.openculture.com/free_ebooks

https://mashable.com/article/free-ebooks/

https://www.free-ebooks.net

En þegar upp er staðið má það helst af ástandinu læra hve starf leikskóla- og grunnskólakennara er mikilvægt og hve skiljanlegt er að börnin ykkar þurfa hvíld og ró þegar skóladeginum lýkur…Verum heiðarleg hérna … hve mörg ykkar myndu í raun kjósa að vera ábyrg fyrir námi, þroska og líðan 24-30 barna í litlu rými allan liðlangan daginn… (og á skítalaunum í þokkabót)? Um leið og ég sendi heilbrigðiststarfsfólkinu okkar baráttukveðjur og þakka fyrir mig og mína segi ég skál fyrir kennurum, þið eigið það skilið.

Hvað er hægt að gera heima með börnunum á tímum Covid 19

Nú er fyrirsjáanlegt að fjölskyldur dvelja meira heima en venja ber til og því datt mér í hug að taka saman nokkur hagnýt ráð úr fjölskyldubókinni minni og deila með þeim sem áhuga hafa. Auðvitað er margt sem hér fer á eftir tengt árstíð, staðsetningu, samsetningu fjölskyldu eða aldri barna en flestar hugmyndirnar má aðlaga að aðstæðum hverju sinni. Fæst kostar nokkuð nema fyrirhöfn og tíma en samvera og samskipti eru lykil þættir einmitt núna og ekki síst þegar dunda á heima í ró og næði.

Ég þigg gjarnan ábendingar og tillögur að fleiri hugmyndum í athugasemdum og verið ófeimin við að bæta við efni og dæmum, það er ekki eins og ég hafi fundið upp hjólið í þessum málum en mér þykir mikilvægt að við stöndum saman á þeim óvenjulegu tímum sem við lifum núna. Margt af því sem hér á eftir kemur er hugsað sem dægradvöl en af því að ég er ég þá er kennslu og námsvinkill í býsna mörgu eða það er auðvelt að bæta honum við með lítilli fyrirhöfn. Vertu ófeimin(n) að spyrja ef þú vilt þannig útfærslur.

Fyrsta spurningin er kannski sú hvað það er sem er gott að eiga heima ef börn eru á heimilinu og ég mæli með því sem hér kemur á eftir og stendur utan sviga en set innan sviga lúxus útgáfuna. Þannig er gott að eiga nóg af pappír og blöðum (rúllu af pappír ef vel er í lagt og maskínupappír), litir eru á listanum s.s. trélitir, vaxlitir fyrir yngri börn (og jafnvel tússlitir), vatnslitir og pensill (þekju, eða akríllitir og þykkari pappír) en endilega notið það sem til fellur heima til að mála á, teikna á eða föndra með, s.s. kassa undan matvöru, morgunkorni, pokana utan af hveitinu, milli blöð sem koma með kexi ofl. Konfektkassar og fleiri slíkir eru fyrirtaks rammar til að festa verk barnanna í og gera ögn meira úr þeim og endurvinnanlegu pappaformin sem sumt hakkið kemur í eru fyrirtaks málningablöð. Allt þetta má einnig nota með málningarlímbandi til að búa til skúlptúra eða leikföng, já, ég mæli með að eiga lím, límband, og málningarlímband, skæri, blýant, strokleður, yddara, (heftara, gatara, reglustiku, málband eða tommustokk, stækkunargler). Margt af þessu er sjálfsagt þegar til víða. Efni í leikdeig (sjá neðar) er ekki vitlaus hugmynd til viðbótar. Vasaljós eru til margra hluta nytsamleg, sérstaklega þegar enn er myrkur og hægt að búa til skugga í gegnum allskonar hluti eða fara í leikinn hver er hluturinn og sýna útlínur á vegg. Slæður af öllum gerðum fyrir ímyndunarleiki geta gert gæfu muninn (glerlaus gleraugu/sólgleraugu, hattar og húfur, fullorðins föt að klæða sig upp á ofl.). Venjuleg spil og önnur spil (sum bókasöfn lána spil) og auðvitað bækur. Kubbar (lego eða einhver útgáfa af öllum hinum kubbagerðunum) eru víða til og um að gera að nota. En snúum okkur að fáeinum hugmyndum.

Orðaleikir og bílaleikir heima: Frúin í Hamborg er orða- og athyglisleikur sem gaman er að leika með börnum á ákveðnum aldri og hengingaleik má leika með fimm ára börnum og eldri, orðin bara valin vel. Einnig eru til fjölmargar vísnagátur sem má leika sér með, googlið orðið vísnagátur bara og sjáið hvað kemur upp. Margir foreldrar þekkja það að leika allskonar leiki í bílferðum til að stytta ferðirnar og slíka leiki má eins leika við gluggana heima ef einhver umferð er um götuna. Þannig má safna bílum af einhverjum lit eða sort fyrir lengra komna, hver finnur fyrsta dýrið, telja þá fugla sem viðkomandi sér eða fólk í tilteknum fötum (með húfu, í úlpu, með bakpoka …), litinn á fötum þess sem ganga hjá eða persónueinkenni. Með eldri börnum má safna stigum, skrá niðurstöður og krossa við einskonar stöpplarit eða línurtit um hve marga af þessu eða hinu má finna (strætó, bíll, hjól, gangandi/ börn, fullorðnir/… osfrv.) Smá rannsóknarvinna getur verið holl og góð í hófi 🙂 og ef sömu gagna er aflað dag eftir dag má kannski finna mynstur og velta fyrir sér ástæðum. Svo má velta fyrir sér hvert er fólkið að fara, hvað er það að gera?

Húsverkin: Jamm, lifið heldur áfram og húsverkin þarf að vinna. Barnabörnin mín vita að það er staðreynd að við dönsum í eldhúsinu, stundum í stofunni líka en lykilatriðið er að gera það saman og hafa gaman á meðan. Stundum er skylda að dansa í eldhúsinu og við gerum það oft. Hressileg danstónlist, smá keppni fyrir þá sem hafa keppnisskap t.d. um fáránlegustu hreyfingarnar, bestu frammistöðuna eða uppstillinguna osfrv. eða skiptast á og sýna bestu taktana eða múvin, afsakið ég bara varð að sletta smá, keppa um bestu frammistöðuna ofl. Sum börn þola keppni illa og yngri börn ráða alls ekki við slíkt, því er keppni alltaf í gamni og hóflega ábyrgðalaus. Svo má auðvitað bara dansa allskonar samvinnudansa fyrir hina en hvernig sem framkvæmdin er þá gerir dans verkin miklu skemmtilegri

Útivera: Farið endilega út með börnin 1-2 á dag. Kannski bara út í garð að leika en gerið það saman. Svo má fara í gönguferðir um nágrennið og gera úr því rannsóknarleiðangra, finna skrítnasta, flottasta, dularfyllsta, besta (osfrv.) tréið, húsið, gluggann, hurðina, bílinn…. (osfrv.) og þá koma snjalltækin sér vel til að mynda það sem fyrir augu ber og vinna úr þegar heim kemur. Endilega leyfið börnunum að taka sínar eigin myndir og þannig má fara í ferð sem snýst bara um að mynda það sem barninu finnst merkilegt af einhverri ástæðu.

Ferð á næstu skólalóð getur verið góð hugmynd og allt eftir árstíma og veðri má heimsækja skrúðgarða (sambærilega við listigarðinn á Akureyri, Mynjasafnsgarðinn…) farið út með sleða, gefið öndunum, klífið snjófjöllin sem moksturstækin skilja eftir eða leitið að brekkum. Börn þurfa að hreyfa sig og það er engin tilviljun að leikskólakennarar skipuleggja útveru gjarnan tvisvar á dag. Ef það er snjólaust má fara út að hjóla, bara farið út um stund.

Farið út að ganga, gjarnan með markmið. Sjálf á ég barn sem á sínum tíma þurfti að hreyfa og fundum við allskonar trykk til að gera gönguferðir spennandi. Brjóta pappírsbát og senda í ævintýraför á næstu á eða læk, Ef þið búið svo vel má smíða bát úr nátturulegum efnivið s.s. spýtubút og nota hugmyndaflugið þegar kemur að því að gera mastur og segl. Notið umhvefisvænt efni eftir því sem kostur er og alls ekki plast. Skapa má ævintýri í kringum bátinn og fyrirhugaða ferð hans og jafnvel tengja bókum eða sögum sem til eru heima. Bátur getur flutt skilaboð til ættingja og vina eða ókunnugra sem á vegi hans verða og svo má fara heim og semja sögu um ferðir bátsins, hvert hann fór, hverja hann hitti og þau ævintýri og hættur sem hann lenti í. Hér getur tæknin komið sterk inn. Það má skrá ferlið, taka ljósmyndir eða vídeó af vinnunni við bátinn, ferðinni að sjó, á eða læk og sjósetningunni. Síðan sögugerðinni og eftirvinnunni sem getur verið margskonar, teikna má ævintýrin sem báturinn lendir í, síðan má leira bátinn eða annað úr ævintýrinu i kringum bátinn, ykkur sjálf eða söguna (uppskrift að trölladegi eða leikleir fylgir neðar), finna og hlusta á sjóarasöngva eða ferðalagalög og hvað eina sem ykkur dettur í hug eða hentar því sem til er heima.

Nestisferðir eru ekki háðar árstíma og smurt brauð eða ávextir og vatn með er alveg nóg í dásamlega nestisferð. Hér skiptir veður og færð minna máli en að klæða sig vel.

Notið tæknina til að skypa/facetima/myndsíma á ættingja og vini og það er fullt af fólki þarna úti sem nennir alveg að lesa fyrir börnin ykkar eða hafa ofan af fyrir þeim með ykkur eða fyrir ykkur um tíma í fjarfundi og það getur verið mikil tilbreyting. Sem dæmi man ég að eitt sinn gerðu afinn og barnabarnið allskonar tilraunir saman í gegnum skype þar sem afinn var með sýnikennslu og þau ræddu málin og áttu góða stund.

Bakstur með börnum eða eldamennska er eitthvað sem flestum finnst gaman að gera og það er ekki bannað að baka smákökur þó jólin séu búin, fara svo í nestisferð (sjá ofar) eða halda partý (sjá neðar). Þetta þarf ekki alltaf að vera svo flókið.

Sull í vaskinum með nokkrar dósir og sleifar getur haldið börnum uppteknum lengi, og fyrir eldri leikskólabörnin má skapa smávægilega umgjörð s.s. þvottastöð fyrir bílana/dúkkurnar eða sundlaugagarð fyrir legokarlana/playmóið… notið hugarflugið.

Útilega inni. Það má gera sér dagamun með því að fara í útilegu heima. Búa saman til virki eða hús undir eldhúsborðinu, stofuborðinu eða borðstofuborðinu með teppum og jafnvel sofa þar. Virkið getur eins verið yfir rúmi barnanna og þá má nota lak og málningarlímband til að breyta rúminu í tjald. Ef ætlunin er að sofa þar saman er auðvitað best að umbreyta stærsta rúmi hússins.

Fjársjóðsleit má síðan undirbúa og framkvæma úti eða inni og örugglega hægt að finna fjölmörg dæmi á vefnum ef að er gáð, allt eftir aldri og áhuga barnsins/barnanna. Einfaldasta útgáfan er líklega sú að gefa börnunum lista yfir hluti (myndrænan fyrir þau yngri) og svo felst leikurinn í að safna saman öllu sem á listanum er, tímarammi getur þvælst fyrir sérstaklega ef börnin eru fleiri en eitt eða á misjöfnum aldri en ef börnin eru eldri á vel við að setja tímamörk. Svo má auðvitað fara í ratleik eða skipulagðari útgáfur að vild og endilega deilið slíkum hugmyndum ef þið eigið tilbúnar svo fleiri geti notið. Googlið bara scavenger hunt for young children og skoðið bæði texta og myndir (images). Þarna eru fullt af hugmyndum sem má aðlaga eða þýða.

Púsluspil og önnur spil: Gefið ykkur tíma til að púsla og púsl þarf ekki að klára í einni atrennu. Spilið á spil og þá er veiðimaður er það spil sem mér finnst börn læra einna fyrst (4 ára) þó Olsen olsen komi fast á hælana, Yatsy má spila með einföldum reglum og þá hentar best að spila röðina (fyrst 1 svo 2 þá 3 osfrv.) og spila bara fyrsta hlutann. Allt eru þetta viðfangsefni sem byggja undir þekkingu á tölum, talningu og magni (stærðfræði). 

Það er lika einkar auðvelt að útbúa einföld sudoku fyrir börn, fyrst bara með myndum (t.d. dýr, hlutir…) og síðar formum (ferningur, þríhyrningur, hringur) áður en þau læra á tölurnar með auknum aldri og þroska (auðveldustu útgáfurnar henta 2-3 ára). Ég mæli með að byrja með fjóra reiti og tvær myndir en þyngja svo smám saman. Það má alveg nota legokubba í tveimur litum í stað mynda/talna eða eitthvað annað smálegt sem börnin eiga og þá er líka handhægt að endurnýja rammana. Ég ykkur til að endurnýta það sem til fellur s.s. pappakassa undan matvöru, pappaspjöld eða pappír.

Partý kvöld: Haldið einkapartý til dæmis búningakvöld jafnvel með þema og undirbúið veislu (t.d. popp og vatn eða með mat eða snakk sem þið undirbúið saman). Skreytið og undirbúið af fullri alvöru og það getur verið gaman að hafa jólaþema (og ef keypt voru jólanáttföt er hér tilvalið tækifæri til að draga þau fram). Partý má gera með allskonar þema, jól, sumar, afmæli þó engin eigi afmæli, framandi menningarþema osfrv. Málið er að gera sér dagamun og hafa gaman af og vinnan við að undirbúa matseðil, skreytingar, mat eða drykk (þarf ekki að vera dýrt eða flókið) osfrv. getur tekið allan daginn ég tala nú ekki um ef undirbúin eru skemmtiatriði og athugið að ekki þarf nema tvo svo hægt sé að halda partý.

Spilakvöld, kvikmyndakvöld og allskonar annarskonar þemakvöld eða dagpartar eru líka góð hugmynd og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða. Karókí eða söngvakeppniskvöld gætu verið afar skemmtileg og þá þarf að æfa vel og undirbúa og með eldri börnum má auðvitað tengja þetta við tæknina hér ofar og útbúa stuttmyndir eða skemmtiefni. Jafnvel grafa í fjölskyldualbúmin (stafrænu) og skrá fjölskyldusögu. Það er verkefni sem gæti tekið marga daga, sérstaklega ef efnið er klippt og tónlist bætt við.

Tæknin sem flestir hafa aðgang að getur gefið magnaða möguleika og þannig getur fjölskyldan notað snjallsímann (eða snjalltækin sem til eru) og búið til kvikmynd, stuttmynd, tónlistarmynd, auglýsingar, fræðsluþætti osfrv. Hvernig væri að kvikmynda þátt um bakstur eða eldamennsku, tísku (klæða sig upp á í allskonar skemmtilegt og fáránlegt), föndurþætti eða hvað annað sem við á. Sjá dæmi um forrit: https://tolvuleikir698342289.wordpress.com/2018/11/05/hvada-tolvuleiki-eru-born-ad-spila/

4-5 ára börn geta brotið pappírsskutlur, gogga eða önnur oregami mynstur ef þið veljið allra auðveldustu gerðirnar, hér kemur youtube sterkt inn sem leið til að finna kennslumyndbönd. Svo má fara í keppni um langdrægustu skutluna og nota málband/tommustokk til að mæla vegalengdina.

Náttúruskoðun er viðeigandi á öllum árstímum. Það má skoða (og rannsaka skýin) finna ævintýrin og mynstrin eða réttu heitin á skýjagerðirnar, jafnvel nota Skyview eða annað forrit sem sýnir stjörnunar þarna úti í geimnum sem ekki sjást á daginn. Vindar og veður gefa fjölmörg tækifæri til að skoða og rannsaka (útbúa úrkomumæli, skoða hitastig og jafnvel skrá …) dýr, gróður og já á veturna má vel skoða tré og runna, fugla ofl. Það er hollt að venjast snemma á að taka eftir náttúrunni, liggja í snjónum (grasinu) og hlusta á vindinn eða náttúruna og horfa á skýin, Þó óneitanlega sé kannski fleira að gera á sumrin megum við ekki gleyma að það þarf ekki mikið til að búa til ævintýri fyrir börn. Smá útúrdúr ef þið eigið eða finnið á vef ljóð Þórarins Eldjárns þá passar hér að rifja upp ljóðið: Það er svo gott að liggja á mjúkum mosa. Svo má klæða sig upp um miðja nótt sem fyrir leikskólabarn getur verið rétt fyrir svefninn, fara út og horfa á næturhimininn og slaka á. Sem sé að skapa tilbreytingu og ævintýri úr því sem í kringum okkur er.

Ég hef markvisst sneitt hjá ýmsu sem tengist snjalltækni nema tækin séu í aukahlutverki enda mikilvægt að leggja áherslu á samskipti og samveru. Hins vegar er fjölmargt sem tæknin getur gert fyrir okkur í aðstæðum sem þessum. Á spotify eru sögur og ævintýri sem hægt er að hlusta á. Leitið að sögur og þá kemur ýmislegt upp. Sama á við um youtube en þá þarf að gæta betur að því að börnin séu ekki ein því það er ekki allt fyrir börn sem auðvelt er að nálgast á þeim miðli.

Hugmyndirnar mínar eru allskonar og kannski getur þú nýtt þér einhverja þeirra eða hið minnsta haft gaman af lestrinum. Ég set örugglega inn framhald síðar en þangað til þá er hér slóð á uppskrift að leikdeigi: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10872/Trolladeig.pdf

Með bestu kveðju frá leikskólakennaranum og lektornum … Lísa

Uppfært: Þegar annað þrýtur þá geta þau ykkar sem hafa Netflix útbúið séraðgang með fræðsluefni (leitið að: educational) og þó enska sé rikjandi mál duga margir fræðsluþættir t.d. náttúrúlífsþættir alveg