Ferða-langurinn

Nú legg ég upp í leiðangur í góðum félagskap. Stefnan sett á stað sem ég aldrei komið á áður og það er alltaf spennandi. Það sem er þó meira gaman er að ég ætla að vera þar í mánuð. Þeir sem nenna mega gjarnan fylgjast með ferðalaginu hér (og svo deili ég stundum á fésið ef mér sýnist svo…) en ég gleymdi að segja ykkur að kallinn er með mér… ekki amarlegt það….

Fyrsti áfangi ferðarinn hófst á að betla í besta mínum (smá smjaður því ég þarf að eiga inn annað betl þegar ég kem heim) jamm, besta tengdasyni mínum. Hann skutlaði okkur á Akureyrarflugvöll og þaðan vorum við enga stund til Reykjavíkur, hvílíkur lúxus. Af velli gengum við á BSÍ og þar erum við núna … og áðan … og verðum á eftir…  en allt svo ferðin er hafin. beðið eftir rútu til Keflavíkur þar sem við leggjumst á okkar græna eyra áður en við mætum á flugvöll til að fljúga út í buskann.

 

Það er sérstök upplifun að fara um flugvelli, sérstaklega þá stærri. Ráðvilt fólk reynir af alefli að koma fyrir eins og það viti hvað það er að gera og fetar óvissustigu flugstöðvanna og flækjustigið er töluvert. Að auki er líklegt að búið sé að breyta flugstöðinni frá síðast og óskrifuðu reglunum líka. Þegar vígi innritunar og öryggisleitar eru loks sigruð léttist brúnin og við tekur áskorunin um að forðast að líta í augun á nokkrum manni. Hafsjór af fólki á hraðferð, þar til allt í einu það uppgötvar að ekkert liggur á. Vélin fer ekki nærri strax og ekki einu sinni komnar upplýsingar um hvaða hlið á að stefna á.

Flugstöðvar eiga sitt eigið tungumál og af og til senda kallkerfin frá sér muldur sem engin heyrir og sjá má stressið bylgjast í gegnum mannhafið, fólk lítur ráðvillt upp, horfir í kringum sig og að lokum til himins þegar engin svör finnast annars staðar: Hvað sagði konan? Kom þetta mér við? … og ég velti fyrir mér afhverju svona tilkynningar birtast ekki á skjá til að létta lífið eina agnar ögn. Fæ mér kaffi á meðan ég raða sama slitrum úr síðustu tilkynningu, finnst eins og ég sé að missa af einhverju…

8F7DD989-C414-4D1E-A218-02320DABF4B9.jpeg

en Heathrow, þar er ekkert óljóst og þjónustan framúrskarandi

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s