Ferða-langurinn: Sagan og fólkið

1F74DCFB-6B40-4383-AE6A-220BDEB706E0Það er skrítið fyrir aðkomumann að heyra fólk skilgreina sögu sína í fyrir eða eftir byltinguna. Fyrir byltingu réð forseti ríkjum … Nicolae Ceaușescu og valdatíð hans hófst svo sem vel en fljótt sýndi ríkisstjórn hans vald sitt og stalínskum tilburðum hennar slógu fáir við. Leynilögregla njósnaði leynt og ljóst um almenning, og mannréttindi og málfrelsi var fótum troðið, heljartök þeirra á fjölmiðlum áttu sér vart hliðstæðu. Efnahagsleg stjórn var völt og erlendar skuldir landsins margfölduðust. Til að standa straum af greiðslum skulda var lagst í stórfelldann útflutning á auðlindum landsins, þ.m.t. nauðsynjum sem kom afar hart niður á almenningi. Í desember 1989 tók steininn úr þegar herinn réðist gegn fólkinu með þeim afleiðingum að margir lágu í valnum. Almenningur fékk nóg og afleiðingin var Rúmenska byltingin. Ceaușescu og frú Elena flýðu höfuðborgina en voru handtekin, yfir þeim réttað og þau dæmd til dauða fyrir efnahagsleg skemmdarverk. Byltingin kostaði hundruð mannslífa en þessi tvö eru þau sem sagan heldur helst til haga

Á vegi mínum varð skrafhreyfinn og fróður leigubílstjóri. Hann fræddi okkur um borgina og benti á merkisstaði á för okkar og vissi bara þó nokkuð mikið um söfn og minnismerki. Það sem mér þótti þó merkilegast var þegar hann ræddi um valdatíð Ceaușescu. Hann var þeirrar skoðunar að það væri tímabil sem ætti sér góðar hliðar. Bílstjórinn var örugglega fæddur i kringum þann tíma er valdatíð Ceaușescu lauk og alin upp í Rúmeníu nútímans en hann var stoltur af borginni sinni og ánægjulegur ferðafélagi. Í Gardian var nýlega grein um Rúmeniu þar sem fram kom (https://www.theguardian.com/world/2014/dec/07/romanians-seek-a-reborn-revolution-25-years-after-ceausescu) að þriðjungur fólks fædd eftir 1989 telur að lífið hafi verið betra í valdatíð forsetans en núna og ástæðan talin sú að unga kynslóðin hafi ekki skýra sýn á ástandið í landinu í valdatíð forsetans enda er lítið sem ekkert um hana fjallað í skólum og því telja margir að þurfi að breyta

91D5922B-D6C4-4AD8-9FDB-0B0C292C5E90

Ceaușescu kom miklu í verk á valdatíð sinni og eitt af verkefnum hans var Centrul Civic eða The Civik center sem er átta ferkílómetra stórt svæði í miðborg Bucarest og var endurbyggt í kringum 1980. Þar stendur nú kumbaldurinn the Palatul Parlamentului önnur stærsta byging í heiminum, sem Breska Top Gear gerði svo eftirminnilega fræga þegar þeir keyrðu bíl um neðanjarðarganga tengda höllinni, gamla Top Gear gengið allt svo, þetta nýja nær ekki með tærnar sem þeir höfðu hælana en ef einhvern langar að kikja á valið atriði úr Rúmeníuferð þáttarins og hávaðann sem þeir framleiddu í höll fólksins þá má sjá brot hér: https://m.youtube.com/watch?v=3-tgeaOpIWQ

Hluti af sósíalískri áætlun forsetans, ég er aftur komin í upprifjun á sögu Rúmeníu, fólst í að fjölga þjóðinni um helming, saga sem vert er að mæna í út frá jafnréttissjónarmiðum og kannski geri ég það síðar en aftur að uppbyggingunni sem varla stóð þó undir því nafni vegna þess að framkvæmdirnar fólu m.a. í sér að leggja niður óhagkvæmar, lesist fámennar byggðir, iðnvæða .. eða eins og hugmyndin var … nútímavæða lífvænlegri svæði og þetta þýddi að stór svæði voru jöfnuð við jörðu og byggð upp í anda kerfisvæðingar forsetans. Þess má í framhjáhlaupi geta að á bernskuslóðum forseta var æskuheimil hans eina bygginginn sem fékk að standa. Hvert allt fólkið fór er svo enn önnur sorgarsaga en áætlað er að um 40.000 manns hafi verið fluttir hreppaflutningum í aðgerðunum oft með litlum sem engum fyrirvara

2C66DBEA-E714-48F9-82EF-E01F57075090

Í Bucharest voru sögufrægar byggingar jafnaðar við jörðu, 20 kirkjur, 3 sýnagógur og 3 spítalar ásamt art deco íþróttamannvirki sem ekki átti samleið með hugmyndafræðinni eða voru hið minnsta fyrir. Stærsti minnisvarðinn um uppbygginguna þar er bókstaflega Palatul Parlamentului, eða höll fólksins, byggð með blóði, svita og tárum alþýðunnar. Hús sem án efa er ýktasta dæmið um sjálfsminnisvarða sem ég hef augum litið. Upp að herlegheitunum liggur Stræti hins sósíalska sigurs sem eftir byltingu heitir Bulevardul Unirii (Union) og hefur verið fært í það horf að líkjast Champs-Ėlysées í París

Og áður en ég segi skilið við leigubílstjórann minn þá vildi hann að þið vissuð hve mikið gagn þjóðin hefði í raun haft af því sem eftir stendur frá valdatíð forsetans og nefndi 73 km langan kanalinn sem nær frá Bucharest til Danube og opnar leið út í Svarta hafið, sem dæmi og ekki mætti heldur gleyma lestarkerfinu sem væri forsetanum fyrverandi að þakka. Margar túristagildrurnar, bæði hús og söfn, væru tengdar einræðistímanum og þættu sögulega merkilegar, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Mér finnst hins vegar mikilvægt að muna að uppbyggingin kostaði mikla eyðileggingu söguminja í ofanálag við það sem fólkið varð að þola

AB348681-C57C-4110-BF7B-A18895F32F11

3 hugrenningar um “Ferða-langurinn: Sagan og fólkið

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s