Ferða-langurinn: Meira um söguna og fólkið

Á einni göngu minni hitt ég eldri mann, Aurelius. Hann gekk að mér og sagði frá minnismerkinu sem við stóðum hjá, sá vissi eitt og annað og kunni sögur úr byltingunni. Á svölunum þarna, sagði hann og benti, hélt Ceaușescu siðustu ræðu sína og við fánann þarna uppi lenti þyrlan sem flutti hann á brott er byltingin náði hámarki. Hann starði dapur upp á bygginguna, fastur i minningu um erfiða tíma

Aurelius er prófessor í tungumálum og eftir að hafa spurt að ætterni dró hann upp spjald með norskri áritun, út reiknuðu og kortlögðu eins og aðeins málvísindafólk getur farið með fallegan texta. Hann spurði hvort við íslendingar skildum almennt norskan texta og var hissa þegar það vafðist ekki fyrir mér að lesa nokkuð viðstöðulaust það sem á blaðinu stóð. Hann var forvitin um íslenskan framburð og við áttum ágætis spjall þó þekking mín á málvísindum sé ósköp grunn. Sumir hætta aldrei að rannsaka og uppáhalds- útlendi starfurinn hans, þá stundina kannski, var æ og hann var forvitin um hvort við þekktum til kauða, jú, jú það viðurkenndi ég. En allt svo, þá fékk ég líka að heyra hvað það er þýðir að hafa ekki félagslegt kerfi í landi þar sem tengsl og peningar skipta meira máli en fólk og margt hafði Aurelius að segja. Hann var óvænt ánægja á fyrsta heila deginum í Bucharest og sögunum hans um byltinguna, byltingahetjurnar og lífið í Rúmeníu lifa með mér áfram ekkert síður en samúð hans með afdrifum forsetahjónanna hötuðu

Þið tókuð kannski eftir að ég kynnti Aurelius sem eldri mann, fyrir því er ástæða. Við fyrstu sýn virtist hann áratugum eldri en við og hann vísaði til okkar sem mikið yngri, það kom svo í ljós að hann var ekki svo mikið eldri en ég. Lífið fer svo sannarlega misvel með fólk þó Arnar minn segi ástæðuna þá að við Íslendingar séum geymd á ís megnið úr árinu og geymumst því einkar vel. Ég óska Aureliusi alls hins besta en samtal okkar minnti mig á hve merkilegt mér þótti að lesa um forsetafrúna Elena, sem var lítið menntuð en skapaði sér nafn sem vísindamaður. Rannsóknirnar gerðu aðrir, greinarnar skrifuðu þeir líka. Þegar frúin kynnti niðurstöður sínar gerði hún það með aðstoð túlks sem í raun var sá sem þekkti efnið og svaraði spurningum. Þetta var löngu fyrir tíma google transelate ef sagan vakti hjá ykkur einhverjar vafasamar hugmyndir. Karl Elenu aftur á móti fór á plat veiðar, skaut birni sem höfðu verið svæfðir áður og þannig gat hann veitt að vild, það var auðvitað regla að enginn mætti veiða fleiri dýr en forsetinn. Óneitanlega minnir þetta á veiðisögu af öðrum forseta, sá var bandarískur og gekk heldur illa í veiðiverð eitt sinnið. Fylgdarmönnum hans þótti það smánarlegt, veiddu björn og bundu hann við tré til að auðvelda drápi og létta af skömm forsetans. Hann hinsvegar neitaði að skjótta varnarlaust dýrið og í kjölfarið varð fyrsti bangsinn til og hét i höfuð forsetans, Teddý bear. Forsetinn var Theodor Roosvelt og árið 1902. Teddy fékk fljótlega andlitslyftingu, bangsinn sko, enda þótti hann full raunverulegur í framan og mýkri ásjóna talin ólíklegri til að hræða lítil börn

Svo öllu sé haldið til haga var á sama tíma framleiddur bangsi í Evrópu, sá var þýskur og hét því óvirðulega nafni Bear 55 PB, síðar framleiddir undir merkinu Steiff. Steiff bangsarnir skera sig úr því þeir eru eyrnamerktir en nóg um það og yfir um hafið því Bretar sigldu síðan í kjölfarið með sinn kuddlemee bangsa en nú er ég komin langt frá efninu, svo segjum þetta gott í bili en smá myndasería i lokin til að setja punktinn yfir i-ið

960320AE-C3D9-4C4B-AFED-F465247DE21C.jpeg

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Meira um söguna og fólkið

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s