Ferða-langurinn: Dýralífið og nostalgían

Fyrsta morgunin vaknaði ég við torkennilegt hljóð og lagði upp í leiðangur til að kanna hverju sæti. Komst þá að því að á syllunni utan við baðherbergisgluggan búa önnur hjón, fiðruð og að mestu grá á fjaðrir. Við nefndum dúfnaparið Jón og Gunnu og við borðum öll morgunmat saman áður en haldið er út í daginn. Á kvöldin þarf ég svo að muna að loka þeim hurðum sem á milli okkar eru til að vakna ekki þegar Jón og Gunna kalla til okkar í morgunsárið. Að öðru leyti eru pöddurnar hérna betur aldar en heima, a.m.k. eru þær sjónarmun stærri blessaðar og ég er bara fegin að það er komið haust i Bucharestborg

Þar sem ég í sakleysi mínu sit og sötra annan eða þriðja kaffibolla dagsins og narta í dýsætt og torkennilegt bakkelsi sem örugglega var ætlað fleiri en einum, hljómar í hátalaranum innslag og í huganum syng ég með “ljósin á ströndu skína skær, skipið það færist nær og nær og þessi sjóferð endi fær, ég fer í fríið …” Textinn er reyndar allt annar en kunnugleikinn er notalegur og ég get ekki annað en brosað út í annað meðan ég horfi út um gluggan á fólkið ganga hjá. Ykkur leikur kannski forvitni á að vita að múffan og kleinuhringurinn á diskinum mínum er selt sem “MINI” og þau koma í pörum, tveir kleinuhringir og tvær múffur, ég afþakkaði helmingin og velti fyrir mér hvernig ekki “mini” er

C3E74E3F-7302-4C89-BCFF-B67476921895

Á öðru kaffihúsi, á öðrum degi hefur rúmanskur Bjöggi upp rödd sina og syngur ástarlög, ég get svarið að ég skil textann og ég raula með og dilla mér ögn í stólnum, ekki mikið og ekki áberandi en það er bara ekki hægt annað en vera léttur i lundu og heimilisleg stemmingin yljar inn að hjartarótum. Textinn er örugglega eitthvað á þessa leið:

Með þér

Í klisjum ég syng
og allt um kring
er ást
með þér

með þér er allt bjart
og aldrei neitt svart
bara ást
með þér

Ég elska eina þig
og þú ein átt mig
eilif ást
með þér

Glimmer og glans
ég býð þér upp i dans
og ást
með þér

Já, svona var nú textinn sá, ég lýg engu um það, álíka djúpt kveðið og margt sem heyrist í útvarpinu heim

38FA3A73-2C4E-4570-861B-0409625542E9

Nú hef ég þvælst um gamla borgarhlutann (old town) suður og vestur. Helst vekur athygli mína að á neðstu hæð húss getur verið fínasti veitingastaður þó aðrar hæðir séu illa til reika. Velviðhaldið hús milli tveggja sem verulega þyrftu aðhlynningar við er algeng sjón og mér finnst við heima gætum lært margt af nýtni og nægjusemi rúmena. Allsstaðar eru litlar einingar í alskyns rekstri og Arnar bíður spenntur eftir að hárið á honum vaxi ögn svo hann geti farið á rakarastofu, ég lofa að elta og mynda herlegheitin.

Var ekki annars komin tími á aðra svona

8A1463A7-A329-4DDF-86A3-7AC342FD4A37

 

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Dýralífið og nostalgían

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s