Ferða-langurinn: Fátæktin og fólkið

Upp að íbúðinni okkar liggja 111 þrep, þangað gengur einnig lyfta ef áhugi er fyrir hendi en við höfum ekki notað hana síðan fyrsta daginn að við tróðum okkur inn með töskurnar og eiganda íbúðarinnar og ég get svarið að gólfflöturinn er ekki meira en lítill partur úr fermetra. Að auki þarf að loka innri fellidyrum sem taka sitt pláss. Svo sem ekkert að því að nota lyftuna töskulaus en við röltum þetta upp og niður enda veitir ekki af eftir allar kaffihúsaferðirnar sem margar kalla á fíneríis bakkelsi sem biður um að vera borðað. Í dag gengum við langt og mikið, auk fastra liða við að þramma tröppurnar okkar

5450C946-7C04-4F04-8FB4-B0F121B65167

Gönguferð dagsins hófst á ferð austur yfir Bulevardul Nicolae Bălcescu. Þar þræddum við mannmargar götur í hverfi sem mátt hefur muna fífil sinn fegurri. Það er greinilegt að hér er fátæktin meiri en í hverfunum kringum gamla bæinn og mörg húsanna auð og að niðurlotum komin. Mér finnst þetta erfið ganga tilfinningalega og því settum við stefnuna á Piata Universitatii eða háskólatorgið. Torgið liggur um miðja vegu á Bulevardul Unirii, breiðstrætinu sem liggur upp að alþingishúsinu Palatul Parlamentului eða Casa Poporului, höll fólksins eins og hún er kölluð í daglegu tali. Þegar á torgið kom blönduðum við okkur í mannhafið. Rómafólk með allskyns söluvöru í bréfpokum var við hvert fótsporvoru og ófáir voru þeir betlararnir, mis illa til reika, sumir fatlaðir eða með þroskafrávik. Ég á bágt með að lauma ekki aur að ellihrumum konum og fótalausi gamli maðurinn sem ýtti sér um stéttina og bað um ölmusu snerti við mér. Þá hugsa ég heim, i velferðakerfið sem við höfum og þó margt megi þar gera betur og ég er þakklát

031D8FF8-5E45-4999-B723-0276905CC682

Við gengum breiðstrætið til vesturs, í átt að höll fólksins. Hún er minnisvarði um stjórnartíð Ceausescu og eins og ég nefndi í fyrri pistli, ein af stærri byggingum heims. Það þurfti aðkomu 700 arkítekta til að koma 12 hæða bákninu upp úr jörðinni og upplýsingum ber ekki saman um hve margar hæðir eru neðanjarðar, líklega átta. Það er þó á hreinu að kristal ljósakrónan í sal mannréttinda Sala Drepturilor Omului vegur tvö og hálft tonn og í sumum ljósakrónum í höllinni eru 7000 perur. Hann veit hvað hann hefur að gera húsvörðurinn þar. Ég veit þó ekki hvort hann getur nokkuð gert að því að byggingin sekkur í jörð um 6 mm. á ári

Ég geri mér heldur ekki grein fyrir hvort inn í öllum þeim tölum sem nefndar eru er allt svæðið eða bara höllin. Húsin meðfram götunni, svo langt sem augað eygir í austur, sem og boginn sem umfaðmar höllina, eru gífurlega mikil mannvirki þó auðvelt sé að horfa fram hjá þeim þar sem þau kúra undir ferlíkinu. Mér finnst það mikilfenglegt en áferðafagurt er það ekki. Byggingin sú er sem sé önnur, þriðja eða fimmta stærsta bygging í heimi, allt eftir því út frá hverju er reiknað (flatarmáli, grunnfleti eða þyng). Rekstrakostnaður á ári við hita og rafmagn í höll fólksins er á við meðalstóra borg. Talið er að á milli 20.000 og 100.000 manns hafi að jafnaði unnið að byggingunni, stundum á þremur vöktum og hún krafðist margra mannslífa, ég las á einni sögusíðunni að líklega hafi um 3000 manns fórnað lífi sínu við bygginguna. Því má ekki gleyma þegar dáðst er að hugviti mannanna

C3B881DC-B162-4667-8B55-4F273CC63EFC

http://edition.cnn.com/travel/article/ceausescu-trail-bucharest-romania/index.html

https://www.dcnews.ro/mobile/peste-ce-s-a-construit-casa-poporului-vezi-imagini-din-1982_386644.html

http://www.gandul.info/magazin/casa-poporului-se-scufunda-in-sol-in-fiecare-an-ce-spun-specialistii-despre-acest-fenomen-13739642

F5730C52-88F1-4A5B-A584-644D8FA60EF0

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Fátæktin og fólkið

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s