Ferða-langurinn: Hverfið mitt

Fallegur dagur í Bucharestborg, sólin skín og ég alltof dúðuð eftir napran belginginn í gær. Í dag stefnum við á verslunarmiðstöðina sem ég framan af hélt að væri tónlistarhús, myndin skýrir þann miskilning kannski

BC2D3015-7DEF-4782-99A1-3E20B910AC43

Ferðalagið að heiman hófst með biluðum rennilás á bakpoka sem ég náði að hella öllu úr og troða í annan á einni mínútu sléttri áður en brennt var út á flugvöll. Fljótt kom í ljós að saumur hafði gefið sig á bakpoka númer tvö og fyrirliggjandi að ég þyrfti að kaupa nýja vesku. Á hverjum degi raknaði ögn meira upp af saumnum og að lokum var mér ekki til setunnar boðið, ferð í mall-ið varð ill nauðsyn. Á gönguferðum mínum um borgina hef ég kíkt í margar veskjabúðir en ég komst að því að kvenveski eru töskur sem bornar eru í olnbogabót, líkt og flugfreyjurnar gerðu í auglýsingum Loftleiða hérna um árið. Þau fáu bakpokalíki sem ég sá dugðu rétt fyrir varalit en í bărbați (karla) hippsterbúð fann ég almennilegan bakpoka og er himinsæl með rúmgóða leðurtuðru sem kostaði 140 lei eða rúmar fjögur þúsund krónur. Þegar frá kaupunum hafði verið gengið með formlegum hætti litum við hvort á annað, ég og minn eigin bărbați og sögðum í kór – eigum við ekki að koma okkur út héðan? Jebb, það gerðum við. Merkilegt hvað verslunarmiðstöðvar eru allsstaðar sömu sálarlausu báknin, þar sem fólk streymir áfram á ofurhraða og hávaði glymur á göngunum. Haldið þið að það væri ekki nær að spila Mosart eða einhverja innlenda klassík á rólegu nótunum?

Nú sitjum við og jöfnum okkur … já, á kaffihúsi kenndu við New York og borðum samlokur sem bera nöfnin Philadelphia og Manhattan. Kaffið er fínt og músíkin góð svo hér ætlum við að vera um stund, skrifa og skissa

003D306D-A5EC-4942-B7F1-8A81319DCC23

Byltingartorgið Piata Revolutiei er í bakgarðinum okkar, fyrrum Piața Palatului eða hallartorgið. Það var þar sem forsetinn flutti ræðurnar sem mörkuðu upphaf og endi á ferli hans. Sú fyrri í ágúst 1968 þegar vinsældir hans voru í hámarki og hann fordæmdi innrás rússa í Tékkoslóvakíu og hóf að vinna að pólitískum aðskilnaði frá Kreml. Sú síðari þann 21. desember 1989 þegar reiður almúginn safnaðist saman til að mótmæla yfirgangi forsetans

En það er margt fleira á byltingartorginu. Þar stendur höll sem nú hýsir þjóðlistasafnið. Þar er einnig Rúmanska bókhlaðan, háskólabókasafn og söguleg bygging Arhenee Palace hotel. Við suðurendan kúrir hógvær en gullfalleg lítil kirkja sem ber nafnið Kretzulescu og hýsir trúarhóp kenndan við austur orthodox, rétttrúnaðarkirkja ættuð að austan en ég verð að játa mig sigraða í trúarbragða – tungumálaflækjunni en hitt er víst að bygging kirkjunnar hófst árið 1720 og hún var gerð upp árið 1935. Síðan varð að endurbyggja hana í kjölfar jarðskjálfta 1944 og aftur 1974 sem og eftir byltinguna 1989

Á torginu eru líka fjölmörg listaverk, minnismerki og táknmyndir tengdar stríði, byltingu, hetjum og píslarvottum, Memorialul Renaşterii eða minning um endurfæðingu, sem heiðrar þjáningu og fórnarlömb byltingarinnar (höfundur: Alaxandru Ghilduş)

Byggingarnar hérna eru fjölbreyttar og fallegar, sumsstaðar spila þær einkar vel saman og nýbyggingar endurspegla gömlu húsin. Við mænum töluvert upp húsveggi og tökum myndir af því sem á vegi okkar verður, margt ótrúlega fallegt

Mig langar að segja ykkur frá húsi sem vakti sérstaka athygli mína og hýsir nú verkalýðsfélag arkítekta, já rúmenar hafa verkalýðsfélag fyrir arkitektana sína. Húsið, Casa Paicescu, eyðilagðist í byltingunni og var byggingin sem nú stendur hönnuð af Dan Martin og Zeno Bogdănescu 2002 með það að markmiði að heiðra byltinguna. Fallega er það gert, húsið sem sé


http://rezistenta.net/2007/12/crima-de-la-casa-paucescu.html

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Hverfið mitt

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s