Ferða-langurinn: Konurnar og stríðið

Í dag er fæðingardagur merkilegrar konu, hún var fædd 1915, lifði tvennar styrjaldir og lét ekki mikið yfir sér í daglegu amstri, sem nóg var af. Hana dreymdi um að mennta sig en lífið skammtaði henni erfið verkamannastörf, fyrst sem vinnukona á sveitabæ þar sem streðið átti engan endi og síðar við heimilstörf í annara manna húsum auk þess að reka sitt eigið barnmarga heimili. Eftir börnin ellefu enduðum ég og systir mín hjá henni og afa og þannig var nú það

7B714FE8-979A-4498-AB33-49ADB8DE2F39

Deginum hennar eyði ég þetta árið í Rúmeníu. Hér þeysa lögregluþjónar á túrbo-segway um götur gamla bæjarins og lögreglubílar með blikkandi ljós og þær háværustu sírenur sem ég hef heyrt sikksakka á ofsahraða um göturnar. Hávaðinn líklega nauðsynlegur því flautan er sannarlega mikilvægur hluti ökuferða í Rúmeníunni og ég er viss um að flautan og steyttur hnefi er hluti af kurteisis ritúali ökumanna í Bucharestborg. Nú sit ég á kaffihúsi kenndu við Van Gogh og það er klukkutíma bið eftir matnum. Ég þurfti að hugsa mig um þegar þjónninn nefndi biðina. Hér er ég í útlöndum, hef ekkert að gera og taldi það eftir mér að bíða eftir matnum. Hvílík vitleysa og ég sit sem fastast en horfi á vestur evrópubúa koma og fara án þess að borða vegna þess að þeim liggur á. Lífið á ekki að vera það sem gerist meðan þú hleypur um og eltir vindinn, svo hér sit ég og nýt lífsins í Bucharestborg, glorsvöng og hlakka til að fá matinn minn, einhverntímann á eftir

8C2E7DF2-8F44-4630-AC81-D07791BC3383

Þetta er líka dagurinn þegar karlarnir tóku kosningarnar heima svo þessi pistill er eiginlega bara um konur

6E09A0AC-ED21-4CB1-B2C3-6C36F89C4048

Á þjóðminjasafninu um daginn sá ég mynd af konu sem mig langaði að fræðast um og af því ég satt að segja skil afskaplega lítið í rúmönsku, þarf ég að kynna mér sögu hennar betur síðar. Mér hefur hins vegar farið mikið fram í handapati til tjáningar síðan ég kom hingað og TMT (tákn með tali) sem ég lærði þarna um árið hefur nýst mér afar vel í að koma mínu til skila. Fólkið hérna er þolinmótt og gefst ekki upp þó þeir skilji mig ekki strax, ég kann að meta það

Svo þegar heim var komið googlaði ég konuna og komst að því að hún hét Ecaterina Teodoroiu, áður Cătălina Vasile Toderoiu, fædd árið 1894, lést árið 1917. Hún var rúmönsk stríðshetja, barðist í fyrri heimstyrjöldinni sem second Lieutenant, afsakið en ég er ekki innvikluð í herbrölts lyngóið. Hún sem sé var í kennaranámi þegar fyrra stríð hófst en barðist ein örfárra kvenna í heiminum í því stríði og er hyllt í heimalandinu sem hetja, m.a. sæmd heiðursmerkjum fyrir frammistöðu sína. Hún særðist oftar en einu sinni, var tekin til fanga en lét aldrei deigan síga og vakti virðingu samferðamanna sinna. Þegar hún leiddi menn sína í bardaganum sem leiddi hana til dauða á hún, helsærð að hafa sagt eitthvað á þessa leið; áfram menn, ekki gefast upp, ég er enn með ykkur

F919D16E-EDE3-433F-88C7-F992408D0252

Fleiri konur börðust í fyrri heimstyrjöldinni, þ.m.t. Flora Sandes liðsmaður í konunglega serbneska hernum, sennilega eina breska konan sem barðist í fyrra stríði. Sandes var fædd 1876 en lést 1956. Hún var marg heiðruð og þjónaði sem sergent major og síðar sem captein (hef enn ekki lært neitt meira um hernaðar lyngóið og held ég sleppi því bara). Haft er eftir Sandes að hún hafi notið útreiða og veiðiferða í uppvexti sínum og óskað þess heitast að hafa fæðst sem drengur en hvað um það, hún ók gömlum frönskum kappakstursbíl, lærði fyrstu hjálp og fleira gagnlegt áður en hún hélt til Serbíu þar sem hún vann á sjúkrabíl á vegum rauða krossins sem þjónustaði herinn. Sandes varð viðskila við hópinn sinn og til að hafa möguleika á matarskammti, gekk í herinn. Hún kleif metorðastigann, einkum eftir að hún særðist alvarlega í bardaga. Ófær um að berjast meira rak Sandes spílala þar til stríðinu lauk og var fyrst kvenna skipuð officer. Æviminningar sínar skrifaði hún í bókinni:

9ED1AA87-D5B1-41A7-9F24-CAB88162B46B

Eftir stríð gifti hún sig, bjó í Serbíu og ók einum fyrsta leigubílnum í Belgrad. Hún var kölluð til starfa þegar seinna stríð brast á og Þýskaland réðst inn í Júgóslavía en innrásinni var lokið áður en af því yrði að Sandes tæki við skyldum sínum. Hún flutti síðar til Englands og lést þar

Milunka Savić (Милунка Савић) er einnig merkilskona sem kom að stríðsbrölti en hún var fædd 1892 og lést 1973, serbi sem barðist í Balkan stríðinu, líklega mest heiðraða konan sem barist hefur í allri hernaðarsögunni. Þegar bróðir hennar var kvaddur í herinn fór hún í hans stað, klippti af sér hárið og klæddist karlmannsfötum. Fljótt fékk hún heiðursmerki og nafnbótina corporal og ekki uppgötvaðist hvers kyns hún var fyrr en hún særðist í bardaga og þurfti lækninga við. Ég hef áður rekist á tilvitnun í þessa merku konu en gerði mér ekki grein fyrir samhenginu fyrr en núna. Sagan segir að þegar það kom í ljós að hún var kona þótti ótækt að hún tæki þátt í bardaga, jafnvel þó að Savić hefði þegar barist í tíu slíkum. Henni bauðst flutningur í hjúkrunardeild hersins en Savić hafnaði flutningum og sagðist vilja berjast. Officerinn lofaði að hugsa málið og svara næsta dag. Þá rétti Savić úr sér og svaraði- Ég mun bíða. Sagan segir að hún hafi ekki þurft að víða mjög lengi eftir svari. Savić var hermaður og afrekaði m.a. að hertaka 23 búlgara árið 1916 ein síns liðs. Saga hennar eftir stríð er lika merkileg en ég læt þetta gott heita

15EDD850-7F3E-4F6B-A3B5-0890C9B7377C

Síðasta konan sem ég nefni er Sofija Jovanović (Софија Јовановић). Fædd 1895 og látin 1979, önnur serbnesk stríðshetja úr Balkanstríðunum og fyrri heimstyrjöldinni. Jovanović gekk í herinn undir karlmannsnafninu Sofronij og barðist við varnir Belgrad árið 1915 með meiru. Hún hefur verið kölluð hin serbneska Jóhanna af örk en tungumálaörðugleikar valda því að ég get ekki kynnt mér hana betur, hið minnsta að sinni

FE99D16B-FFF5-4853-BAC3-90E7F7B9815A

Um margar kvennanna hafa verið gerðar kvikmyndir. Valið dæmi fyrir ykkur:

https://www.historia.ro/sectiune/portret/articol/legenda-ecaterinei-teodoroiu-ce-spun-arhivele-militare

Lee, J. (2006). „A Nurse and a Soldier: Gender, Class and National Identity in the First World War Adventures of Grace McDougall and Flora Sandes“.

Women’s History Review. 15 (1): 83–103. doi:10.1080/09612020500440903.

Wheelwright, Julie (1989). Amazons and Military Maids: women who dressed as men in the pursuit of life, liberty and happiness. Pandora. ISBN 0-04-440356-9

https://en.m.wikipedia.org/wiki/Women_in_the_military

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Konurnar og stríðið

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s