Vettvangsferðir og útikennsla – Innbærinn

Meðfylgjandi er tengill á verkefni nema í námskeiði í kennaradeild Háskólans á Akureyri sem heitir Menning og samfélag. Verkefnið var unnið í lotu þegar allir nemar komu til Akureyrar og viðfangsefnið var vettvangsferðir og útikennsla. Sá hluti sem áhugasamir sjá hér er fyrsta skref, grunnvinna sem nota má til frekari úrvinnslu. Bæði er hægt að fara í einstakar eða endurteknar vettvangsferðir á staðina, nota má verkefnin við þemavinnu eða máta þau við kenningar og aðferðir í kennslufræðum. Nemar unnu inn á rafræn kort (googlemaps) af innbæ Akureyrar. Vinnan sem hér sést er hrá, nokkurskonar hugarflug um mögulega kennslufræðilega notkun svæðisins og hún er einnig tilraunakennd sem útskýrir að sumar myndir eru á hlið. Við lærðum nefnilega að allar myndir þarf að taka lágréttar (landscape) og við lærðum einnig að skynsamlegt er að nota lög (layer) fyrir ólíka hluta verkefnis. Hins vegar var vinnan unnin á staðnum og ekki möguleiki á að endurtaka það sem betur hefði mátt fara en á heildina litið var ferlið lærdómsríkt fyrir mig sem kennara og vonandi nema líka. Eftir örstutta kveikju frá kennara unnu nemar í pörum og áttu að setja niður 4-5 punkta á kortið og gera tillögur að hvernig mætti nýta staðina til kennslu. Þeir tóku ljósmyndir og upptökur á staðnum og könnuðu umhverfið. Þegar í skólann var komið bættu þeir inn hugmyndum og fínpússuðu texta. Nemar eru bæði í leikskóla- og grunnskólafræðum.

Njótið vel Anna Elísa og frábæru, hugmyndaríku þriðja árs nemarnir í kennaranámi haustið 2017.

Til að fá sem besta yfirsýn og aðskilja punktana þarf að þysja sem mest inn (zoom) á myndina. Ef smellt er á punktana má finnna texta, myndir, myndbönd, ítarefni og leiðbeiningar.

Ferða-langurinn: Rúmenía kvödd

Nú fækkar Rúmeníudögunum og ég kveð með söknuði en alsæl með mánaðalanga dvölina. Þessi svanasöngur minn er í formi myndaspjalda en eins og suma eflaust grunar á ég ótal myndir sem erfitt er að velja úr. Myndirnar eru svolítið eins og ég, þær koma í þemum og fyrsta þemað er spegilmyndirnar í húsunum

1E0965A6-8EDB-445D-91EB-23122ABA8CD6Frágangur á rafmagni vakti nokkra forvitni mína og fleira gæti ég nefnt sem er ábótavant í öryggismálum s.s. múrarinn á þriðju hæð (lauma honum hér með til gamans)

08254817-C7A0-44F5-B1DF-E5E4050181CCEn íbúðin okkar er á sjöundu hæð í nokkuð tíbísku rúmönsku fjölbýlishúsi og hér er hvorki gas- né reykskynjari og enginn annar öryggisbúnaður, vona að næstu tvær nætur verði tíðindalitar, en hér er myndasyrpan sem ég lofaði

7F637126-A53B-4538-BDEE-38737CE24E41Undirgöng og önnur göng voru mér einnig hugleikin

1F0CBB87-C31F-4B5B-A5AE-E7DF4A0EB3B4Og ég tek alltaf mikið af myndum af gluggum

FD5B0024-76EF-4CA6-908C-A60A01F3DF7BVegglist og önnur list er á hverju strái

E09F29D2-F934-4149-8E3F-C630030A7452

EE1408DF-0E46-499E-9981-8955F255CC5BMannlausu húsin og hreysin eru einkennandi í sumum bæjarhlutum en inn á milli eru allskyns hús í sátt og samlyndi. Gömul og ný, vel við haldið og að hruni komin, stundum allt í sama húsinu

35E34BEB-6FEB-432A-8018-78CABDCA78BDÁður deildi ég spjaldi af höllum og hefðarhúsum og þarf ekki að endurtaka það, bæti hér við einu nýju til gamans

607CFDB9-7C6F-4873-B3BC-B86AB814D6DBOg náttúran lætur ekki að sér hæða hér fremur en annarsstaðar í manngerðu umhverfi sem stundum er ægifagurt. Nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum, svona bland í poka

97234507-8863-4CBA-981A-751996616612Að lokum eru hér nokkrar sjálfur og nú fer ég að pakka fyrir heimferð. Takk fyrir samfylgdina. Á undirvefnum skapandi leikskólastarf eru tvær færslur tengdar ferðinni ef áhugi er fyrir hendi

 

D531B98C-952E-40E9-9375-92B427CCED40

Ferða-langurinn: Gengið um buskann

 

 

8EE913C5-885B-4913-BB79-646D3028A2D4

Heimili

Hrófatildur húkir undir vegg við breiðstræti
hnípið og veðurbarið
Plast og blautur pappi, teppisbútur
pínulítið þríhjól við húsvegg

Hallir bera við skýjaðan vetrarhiminn
háreistar og tígurlegar
Fólkið löngu horfið á vit feðra sinna
ferðamaður eina lífsmarkið

(AE Bucharestborg nóvember 2017)

16F0BC74-86D1-41BE-B1B3-81CFC4511770

Gengum út í buskann á vit ævinýranna og viti menn, við fundum þau. Gengum um heldri manna hverfi með glæsihúsum og harðlæstum heimreiðum þar sem þögnin ræður ríkjum og hvergi er köttur á kreiki, hvað þá hundar eða fólk. Heimsóttum hverfi þar sem fjölbýlishús halla sér hvert að öðru og skrafa saman, líf og fjör í hverjum kima. Börn að leik, foreldrar með afkvæmi í gönguferð og ungviði að viðra ömmur í góða veðrinu. Aldrei er langt á milli lítilla torga eða almenningsgarða þar sem allsstaðar eru leiktæki fyrir börn og bekkir fyrir hina

CBB639D3-1422-457A-92D1-D526122625BB

Lífið í Bucharestborg virðist afslappað þó innfæddir þræti fyrir það og segi borgarlífið taka á með of miklum hraða, umferð og álagi. Gesturinn upplifir borgina ekki þannig. Hér horfir fólk í augun á þeim sem það mætir á götu, gengur rösklega en aldrei óþolinmótt eða hlaupandi nema rétt þegar græna gönguljósið ákveður að hverfa og hleypa fleiri litum að. Gestir lifa eins og blóm í eggi í borg sem er fjölbreytt, bæði mannlífið og manngerða umhverfið. Hér eru söfn af öllu tagi á hverrju strái þó safnverðir segi ferðamenn helstu viðskiptavinina en sum þeirra eru ekki auglýst mikið og því getur maður rambað á áhugaverðasta safn næstum alveg óvart. Það er einnig betra að hafa augun hjá sér þegar gengið er um því hér er eitthvað nýtt, óvænt, ferskt eða fornt í hverju horni og auðvelt að missa af ef ekki er vel að gáð

C1E3F619-93AC-4499-8840-06D703D72F0F

Aðgát er einnig góð í umferðinni og ef götur eru þveraðar þar sem er gangbrautarljós er happadrýgst að bíða eftir grænakallinum til að setja ekki líf og limi í hættu. Ef hinsvegar ekki er gönguljós við gangbraut, er meira en líklegt að næsti bíll stöðvi til að hleypa gangandi yfir

359D578D-8E0A-4926-9CEA-78477327B590

Ég hef enn ekki náð upp í bílamenninguna utan að hún er mikil, nóg er af bílum og á álagstímum gengur mikið á. Bílflautur tala mál sem ég skil ekki og bílum virðist lagt þar sem er pláss, þó það loki aðra inni eða sé hreint og beint út á götu. Oft hef ég kíkt á bíl sem virðist á ferðinni en er svo mannlaus, jamm, það er margt skrítið í kýrhausnum, líka í útlöndum

8331D6C6-AEC7-45DC-A6ED-5D0D5BAA426C

Hér er allt stórt í sniðum, götur bæði og hús, auk þess sem skreytingar, útflúr, víravirki og steinskúlptúrar skreyta mæni og veggi. Spurning með að fá sér ljón eða tvö við útidyrnar heima, örn yfir dyrnar og smá flúr undir þakskeggið, ekkert endilega mikið, bara smá. Hrædd er ég um að Akureyrin virki framlág, hógvær og íburðalítil eftir dvölina í Bucharest borg

68AAFE55-E7AE-4A69-817C-DF37391EDD3B

Áhugaverð er notkun skapandi tækni á söfnum sem ég hef heimsótt. Á safni
til heiðurs tónlistarmanninum George Enescu (1881-1955) er sýndarveruleiki notaður til að efla upplifunina. Gestir fá þrívíddargleraugu og boðið er í ferð um húsið eins og það var á tíma listamannsins, bæði úti og inni. Einkar gaman en af þessu lærði ég að til að 360 gráðu sýndarveruleiki virki fyrir mig hefði ég þurft að sitja á kolli sem hægt er að snúa, ég hreinlega missti andlegu jarðtenginguna og það var ekki þægileg tilfinning. Einnig sá ég að mikilvægt er að sýnarveruleikinn sé í augnhæð. Í sumum herbergjunum sá áhorfandinn niður á herbergin og þá var tilfinningin svolítið fljótandi og ruglandi en hvað um það. Sýndartúrinn bætti miklu við sýninguna og gaf fyllri mynd af lífinu í húsi skáldsins (safn George Enescu)

974C0192-434D-4347-8B80-CD1692691169

Á öðru safni var mannhæðar hár skjár ekki ósvipaður að stærð og góð dyragætt. Á honum var mynd af svæðinu þar sem hann stóð og virkaði næstum eins og spegill. Af og til labbaði eigandi hússins (leikari) yfir skjáinn rétt eins og hann væri einn af gestunum, stundum stoppaði hann, bauð gesti velkomna og sagðist til í myndatöku með þeim, sem hann og gerði, stillti sér upp og þá var hægt að mynda sig með kauða. Skemmtileg útfærsla. Safn þetta er til heiðurs listamanninum Theodor Aman (1831-1891) á heimili hans sem hann teiknaði en hann bjó einnig til húsgögnin. Aman hafði mikil áhrif á list Rúmena og er talin vera sá sem opnaði veg fyrir nútímalistina inn í rúmanska listmenningu

454E47AA-62B7-4694-939C-99EBECC837BB

Á sumum söfnum voru QR kóðar í boði til að fá ýtarlegri upplýsingar um einstaka safngripi en nettengingarnar mínar dugðu mér ekki til að nota þá nema takmarkað en hugmyndin er góð. Dæmi um þetta er rúmenska þjóðlistasafnið þar sem sumum verkanna fylgdu kóðar

3C27BC90-41F0-467C-A167-8A7A969BBFC3.jpeg

Nýlega kom ég einnig á safn þar sem safngestir fengu í hendur síma sem þeir hengdu um hálsinn og gátu svo í gegnum símann opnað sýndaveruleika þar sem boðið var upp á fróðleiksmola, myndir frá hergbergjum eins og þau voru meðan búið var í húsinu (Gaudi safnið í Barchelona). Síðast liðið sumar heimsótti ég einnig LAVA center á Hvolsvelli en þar er eitt skemmtilegasta samspil tækni og möguleika sem ég hef séð hingað til. Lifandi myndir, hreyfing og dýpt auk stórkostlegrar margmiðlunar. Smávægilegt hliðarspor áður en ég held áfram frásögninni af ævintýragönguferðinni

1D6408CC-1140-46E2-971F-D253451FB788

Við gengum alveg óvart fram á viðburð í dag í eldgömlu og fallegu húsi. Ráfuðum inn og uppgötvuðum að þarna voru ótal rúmanskir hönnuðir að selja allskyns vörur og hönnun. Áhugavert hve margir unnu í leður og tré en auk þess voru fatahönnuðir, leirvörur og málmar af margskonar tagi. Ég fór út þó nokkrum leu-um fátækari en gullfallegri útsaumaðri leðurtösku ríkari, auk þess sem við keyptum okkur bæði sitt hvora hönnunina á leðurpjötlum til að halda utan um snúrur með heyrnatólum, snilldin ein

E2268093-E1A4-4902-90E8-2870FAE47870

Þarna voru einnig í boði vinnusmiðjur fyrir börn og margt hægt að gera; leir, grímur, marmaramálun, málað á sleifar, pressuð laufblöð í kortagerð, málað á glerflísar og glærur, hönnun á eigin grímum eða dýraeyrum fyrir hárspangir svo fátt eitt sé nefnt. Verulega gaman að sjá fjölbreytnina og sköpunargleðina

7E97957E-D241-48B5-B7F1-B56C741A523C

Ferða-langurinn: Hugsað heim

 

Í dag hugsa ég heim, ekkert skrítið svo sem, búin að vera á stanslausu randi í á þriðju viku með markmið upp á hvern einasta dag en ekki í dag, því í dag ákvað ég eiga mér frídag og hvernig haldið þið að ég sé búin að nota hann hingað til? Jamm, ég hugsa heim, fann vefmyndavélar frá gilinu heima, frá Vaðlaheiði með útsýni yfir pollinn minn og að lokum úr fjallinu, er ekki bara kominn nægur snjór til að opna? Ég hugsa heim en um leið nýt ég þess í botn að vera léttklædd á kaffihúsi sem selur morgunverð með öllu og eðalkaffi í þokkabót á spottprís, nýt þess að vita að úti bíða götur sem ég hef ekki séð enn, söfn og gallerí með dásemdir og guð veit hvað. Frábær dagur framundan og samt, þá hugsa ég heim. Þessi pistill er sem sé allt annars eðlis en fyrri pistlar enda er sunnudagur og ég í fríi (næsta ljósmynd Arnar Yngvason)

874FF415-FA9C-40E6-B799-232CB929126D

Heim

Framandi augnaráð
og ókunnug tungumál
stræti stórborgar
og strandir óbyggða
ekkert er alveg eins
og landið mitt hrjóstruga
Sama hve víða fer
landið mitt fylgir mér
Mig langar svo heim

Enn önnur vika, ár
mánuðir liða hjá
Stundum læðist inn
löngun í fjörðinn minn
og þegar enginn sér
hugurinn bjargar mér
Ég er ekki ein
þegar dreymir mig heim
Mig langar svo heim

Þá sakna ég beljandans
kuldans og hraglandans
Sólar um miðnætti
daga í svartnætti
Brimsins og bylgjunnar
bláhvítu bárunnar
Birta svo undur blá
eða hrollköld og grá
þá dreymir mig heim

Norðlensku dalirnir
nikka og faðma mig
fjöllin mín standa keik
stórskorin undirleit
Blómlegu grundirnar
smáfríðar bæði og hógværar
Fallegi bærinn minn
eyrin og pollurinn
Þá er ég komin heim
(AE)

Við minnismerkið um helförina:

92A2A530-4C94-4700-AA21-B5411F2F08D2

Þegar maður er langt að heiman, stormur á skerinu, hriktir í jöklum og hvað eina, þá er skrítið að vera langt í burtu. Síðan er gengið inn í búð og í hillunni stendur íslenskt lýsi, sérmerkt og einkar heimilislegt. Jamm, Arnar fann lýsi í hverfisapótekinu, hann hefði átt að hafa meiri áhyggjur af lýsisleysi í ferðinni

Liðið mitt heima eyðir sunnudegi í jólahúsinu Eyjafirði:

8726BA8B-7C80-4AD0-8E82-9A9B9253A30F

Sunnudagur

Kaffi í krúttlegum bolla
kaka á næst leiti
eitt dásemdar kaffihúsið enn

Götur sem hlykkjast
gáskafullar og grellnar
eða liggja þráðbeinar og stoltar

Hrikalega dimm húsasund
hjákátlegt kvikt ímynduarafl
og ég hlæ að sjálfri mér

Gluggar geyma gersemar
glöggt er gestsaugað
ekkert er fjarri sanni

Held út í daginn himinlifandi
heimóttleg á stundum
meðan sólin brosir í kampinn
(Í Bucharest 5.11. 2017)

52980AB3-9E92-4A59-B5E2-5A5DB1516919

Eitt af því sem ég hef enn ekki nefnt er hvernig borgin tekur stakkaskiptum þegar rökkvar. Umhverfið klæðist í ævintýrabúning og ljósin breyta ásjónum húsanna. Ganga meðfram kanalnum, rölt um þröngar götur eða breið stræti, allt verður þetta annað í myrkrinu

EED433EB-183E-43E6-9CB7-E2EAE70633FB

Hversvegna

Segðu mér
Hefur þú nokkru sinni
staldrað við og spurt
hversvegna?

Hversvegna stoppa ég
ekki oftar við
og bara er?

Hversvegna horfi ég
ekki í augun á fólki
og brosi?

Hversvegna sest ég
ekki niður og fylgist með
dúfunum?

Hversvegna hlusta ég
aldrei á vindinn, laufin
eða regnið?

Hversvegna þýtur lífið
hjá og ég gleymi
að vera með?
-Hversvegna

Bucharest 23.10 2017

B3073528-7107-42F5-B49B-01376685D99D

Borgarbúar spara lýsinguna sína, hreyfiskynjarar á ljósum í stigagöngum rétt hleypa þér framhjá áður en ljósin slökkna og vel má halda að veitingastaðir og búðir séu lokaðar þegar að er komið, allt vegna þess að ekkert er verið að oflýsa rýmin. Sama á við utan dyra á sumum svæðum meðan götur meðfram breiðstrætum eru upplýstar svo sker í augu

7B8A124F-E9AE-4374-BB8C-8B58ECF58364

Afslöppunardagurinn hófst sem sé á morgunverði á kaffihúsi hér rétt út á horni og indæli eigandinn bauð okkur upp á eftirrétt í boði hússins. Síðast þegar við sátum á sama kaffihúsi og töldum okkur hafa fyrir alltof löngu setið of lengi færði daman mér hvítvínsglas, þá einnig í boði hússins. Eftir morgunmatinn var meiningin að rölta heim, vinna og brasa eitt og annað en einhverra hluta vegna röltum við út í buskann, norður á bóginn eftir Calea Victoriei

7798A480-87B8-42F7-87BB-662F2D760BCE

Bar þá fyrir hús eitt mikið og fagurlega skreytt, ekki að það sé óþekkt hér í Bucharestborg, þvert á móti, en meðan við stöldruðum við og smelltum myndum af glæsilegum art nouveau innganginum gekk út á tröppurnar öryggisvörður í reykingapásu og veifaði okkur inn “come in, go in” sagði hann og við bara hlýddum. Í fordyrinu sat annar öryggisvörður og benti okkur inn um dyr til hægri, sá kunni að segja “tickets”. Ég verð að viðurkenna að við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum búin að koma okkur í en borguðum 6 lei og gengum inn um dyr merktar sala 1 eða reyndar I því hér eru rómverskar tölur notaðar töluvert og upprifjun svo sem holl og góð nema ég held ég hafi aldrei lært það kverið almennilega nema upp að 50. Sem dæmi má nefna að 10. X er auðvitað tíundi október, einfalt

EE4483AE-3995-4CF5-9701-FCA142E669F6

Í ljós koma að við vorum stödd á safni George Enescu en sá var einn frægasti tónlistamaður Rúmeníu, fæddur 1881 látinn 1955. Hann samdi tónlist, útsetti og stjórnaði, spilaði á fiðlu og píanó og kenndi https://www.georgeenescu.ro

58E88DB0-EC8E-45DD-BF83-9EB3644B355F

Nokkrum tímum seinna sátum við undir ljúfum jazz á tónleikum hjá Nicolas Simion, saxafónleikara og nutum, og nutum og nutum…

Og áður en ég gleymi að segja frá því þá fór ég auðvitað í leiðangur um daginn og fann fjórðu kirkjuna sem var færð og mér sást yfir á sínum tíma (sjá pistil um kirkjurnar)

BA1235E9-A2FB-44B1-A6D2-B3DD1BFB150E

409467AD-6CE2-4B7E-8B20-DD605660A91A

Ferða-langurinn: Leitin að hinu óvænta

Á ferð okkar komum við inn á fjölmörg kaffihús, hvert öðru smærra í sniðum en allstaðar var þjónustan góð og fólkið vinalegt. Ófáar antíkbúðir urðu einnig á vegi okkar sem og ótal bókabúðir en af þeim er nóg og úrval bóka fjölbreytt. Í einni fornbókabúðinni sem við slæddumst inn í fann ég eintak af Litla prinsinum innan um aðrar skruddur. Hún er nú i minni eigu og fer upp í hillu heima með öðrum slíkum víða að úr heiminum

A3B3A93F-7C1D-4C68-A57F-3203C83BE083

Í Palatul Camerei de Comerț er antikmarkaður og vinnustofur listamanna sem einnig selja handverk sitt og list. Byggingin er einstök og er mikill hluti af upplifuninni. Á ferðum okkar höfum við gengið fram á einsmanns flóamarkaði, setta upp við gangstéttarbrún, undir húsvegg og einn lítinn slíkan útimarkað rákumst við á sem greinilega á sér samastað í húsasundi

Pasajul Macca Villa Crosse. Byggt sem lúxus hótel en þegar á hólminn var komið hýsti gleðihús. Minnti mig á skelina í sögu Jónasar Hallgrímssona sem hafði komist á fleiri en einn postulínsdisk og kaupmaðurinn sjálfur étið úr henni fiskinn. Ævi sína endaði hún í moðinu, kolmórauð og skörðótt. Það er þó engan sveitabrag hér að sjá heldur glæsilegan yfirbyggðan gang utan um hringlaga byggingu sem í eru matsölustaðir og kaffihús. Engin veit sína ævina fyrr en öll er

Carturesti Carusel varð eitt af okkar uppáhalds kaffihúsum. Staðsett í gamla bænum í fyrrum höll sem nú er bókabúð með kaffihúsi á efstu hæðinni. Kaffihús og matsölustaðir eru fjölmargir en mér sýnist að ef ætlunin er að borða í gamla bænum sé best að vanda valið. Arnar hefur lagst í rannsóknir á hvernig ég vel staði og hlær að öllu saman en þumalputtareglur sem hafa gagnast mér vel er forðast staði með of fjölbreyttan matseðil, gylliboð, mann fyrir utan sem reynir að lokka fólk inn eða vonda stóla, jamm þar hafið þið það

24C39AE0-89E1-48FB-AA6F-88488954E5C6

Við heimsóttum einnig Cremeria Emilia eftir ábendingu frá tíu ára barnabarni okkar sem hafði notað googlemaps til að skoða Bucharest og finna þá staði sem hún myndi vilja heimsækja. Cremeria Emilia verslar aðallega með ís en einnig kaffi og bakkelsi, slík samsetning er ekki fátíð hér í borg en heimsóknin var ánægjuleg og kaffið gott

Það borgar sig að hafa athyglina vakandi því annars er líklegt að missa af einhverju. Í götusundum leynast kannski undur, eins og Pasajul Victori, en sundið það er skreytt regnhlífum og undir þeim er veitingastaður. Ég tók þó eftir að ferðamenn veigruðu sér við að fara inn í sundið og það gerði ég sjálf fyrst. Nú er ég miklum öruggari á ferð minni um borgina enda er fólk almennt hæglátt og lætur sér fátt um ferðamenn finnast. Arnar með sitt ljósa hár sker sig einkar vel frá öllu dökkhærða fólkinu og það leynir sér ekki að við erum ferðamenn en við höfum hingað til ekki tekið eftir að það breyti neinu

C7AF79E4-E882-4E2A-87FE-50A7D2D0C2FE

Eitt og annað þessu til viðbótar er framandi og áhugavert. Á einum stað gengum við fram á sölutjöld sem leiddu mann hlykkjótta slóð meðfram meðfram þröngri gangstétt. Í öllum tjöldunum var til sölu kirkjulegur varningur seldur af kirkjunnar fólki af öllu tagi. Einn presturinn bauð mér að taka mynd af sér sem ég og þáði og keypti í staðinn armband til að gefa Snúð og Snældu, barnabörnunum

Ferðamenn verða að gefa sér tíma til að rölta um og horfa í kringum sig því byggingarnar eru af allskonar tagi, hver annari fallegri, hvort heldur er ævafornar eða nýrri og mikið er af yfirgefnum byggingum inn á milli sem vel er vert að horf á

Götulist verður einnig víða á vegi manns til viðbótar við öll önnur listaverk sem eru við hvert fótmál

3A8EE7DF-1E22-4609-9053-D816F9C40C02