Ferða-langurinn: Leitin að hinu óvænta

Á ferð okkar komum við inn á fjölmörg kaffihús, hvert öðru smærra í sniðum en allstaðar var þjónustan góð og fólkið vinalegt. Ófáar antíkbúðir urðu einnig á vegi okkar sem og ótal bókabúðir en af þeim er nóg og úrval bóka fjölbreytt. Í einni fornbókabúðinni sem við slæddumst inn í fann ég eintak af Litla prinsinum innan um aðrar skruddur. Hún er nú i minni eigu og fer upp í hillu heima með öðrum slíkum víða að úr heiminum

A3B3A93F-7C1D-4C68-A57F-3203C83BE083

Í Palatul Camerei de Comerț er antikmarkaður og vinnustofur listamanna sem einnig selja handverk sitt og list. Byggingin er einstök og er mikill hluti af upplifuninni. Á ferðum okkar höfum við gengið fram á einsmanns flóamarkaði, setta upp við gangstéttarbrún, undir húsvegg og einn lítinn slíkan útimarkað rákumst við á sem greinilega á sér samastað í húsasundi

Pasajul Macca Villa Crosse. Byggt sem lúxus hótel en þegar á hólminn var komið hýsti gleðihús. Minnti mig á skelina í sögu Jónasar Hallgrímssona sem hafði komist á fleiri en einn postulínsdisk og kaupmaðurinn sjálfur étið úr henni fiskinn. Ævi sína endaði hún í moðinu, kolmórauð og skörðótt. Það er þó engan sveitabrag hér að sjá heldur glæsilegan yfirbyggðan gang utan um hringlaga byggingu sem í eru matsölustaðir og kaffihús. Engin veit sína ævina fyrr en öll er

Carturesti Carusel varð eitt af okkar uppáhalds kaffihúsum. Staðsett í gamla bænum í fyrrum höll sem nú er bókabúð með kaffihúsi á efstu hæðinni. Kaffihús og matsölustaðir eru fjölmargir en mér sýnist að ef ætlunin er að borða í gamla bænum sé best að vanda valið. Arnar hefur lagst í rannsóknir á hvernig ég vel staði og hlær að öllu saman en þumalputtareglur sem hafa gagnast mér vel er forðast staði með of fjölbreyttan matseðil, gylliboð, mann fyrir utan sem reynir að lokka fólk inn eða vonda stóla, jamm þar hafið þið það

24C39AE0-89E1-48FB-AA6F-88488954E5C6

Við heimsóttum einnig Cremeria Emilia eftir ábendingu frá tíu ára barnabarni okkar sem hafði notað googlemaps til að skoða Bucharest og finna þá staði sem hún myndi vilja heimsækja. Cremeria Emilia verslar aðallega með ís en einnig kaffi og bakkelsi, slík samsetning er ekki fátíð hér í borg en heimsóknin var ánægjuleg og kaffið gott

Það borgar sig að hafa athyglina vakandi því annars er líklegt að missa af einhverju. Í götusundum leynast kannski undur, eins og Pasajul Victori, en sundið það er skreytt regnhlífum og undir þeim er veitingastaður. Ég tók þó eftir að ferðamenn veigruðu sér við að fara inn í sundið og það gerði ég sjálf fyrst. Nú er ég miklum öruggari á ferð minni um borgina enda er fólk almennt hæglátt og lætur sér fátt um ferðamenn finnast. Arnar með sitt ljósa hár sker sig einkar vel frá öllu dökkhærða fólkinu og það leynir sér ekki að við erum ferðamenn en við höfum hingað til ekki tekið eftir að það breyti neinu

C7AF79E4-E882-4E2A-87FE-50A7D2D0C2FE

Eitt og annað þessu til viðbótar er framandi og áhugavert. Á einum stað gengum við fram á sölutjöld sem leiddu mann hlykkjótta slóð meðfram meðfram þröngri gangstétt. Í öllum tjöldunum var til sölu kirkjulegur varningur seldur af kirkjunnar fólki af öllu tagi. Einn presturinn bauð mér að taka mynd af sér sem ég og þáði og keypti í staðinn armband til að gefa Snúð og Snældu, barnabörnunum

Ferðamenn verða að gefa sér tíma til að rölta um og horfa í kringum sig því byggingarnar eru af allskonar tagi, hver annari fallegri, hvort heldur er ævafornar eða nýrri og mikið er af yfirgefnum byggingum inn á milli sem vel er vert að horf á

Götulist verður einnig víða á vegi manns til viðbótar við öll önnur listaverk sem eru við hvert fótmál

3A8EE7DF-1E22-4609-9053-D816F9C40C02

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Leitin að hinu óvænta

  1. Þessi skrif eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég þekki suma staðina aftur og finnst ég vera að heyra af „heimaslóðum“ og það spillir ekki hvað frásögnin þín er lifandi og skemmtileg. Ég sé líka að maður á ekki að fara einn á svona spennandi staði – hluti ánægjunnar er að deila henni með öðrum! Og það gerir þú líka hér – takk fyrir það!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s