Ferða-langurinn: Gengið um buskann

 

 

8EE913C5-885B-4913-BB79-646D3028A2D4

Heimili

Hrófatildur húkir undir vegg við breiðstræti
hnípið og veðurbarið
Plast og blautur pappi, teppisbútur
pínulítið þríhjól við húsvegg

Hallir bera við skýjaðan vetrarhiminn
háreistar og tígurlegar
Fólkið löngu horfið á vit feðra sinna
ferðamaður eina lífsmarkið

(AE Bucharestborg nóvember 2017)

16F0BC74-86D1-41BE-B1B3-81CFC4511770

Gengum út í buskann á vit ævinýranna og viti menn, við fundum þau. Gengum um heldri manna hverfi með glæsihúsum og harðlæstum heimreiðum þar sem þögnin ræður ríkjum og hvergi er köttur á kreiki, hvað þá hundar eða fólk. Heimsóttum hverfi þar sem fjölbýlishús halla sér hvert að öðru og skrafa saman, líf og fjör í hverjum kima. Börn að leik, foreldrar með afkvæmi í gönguferð og ungviði að viðra ömmur í góða veðrinu. Aldrei er langt á milli lítilla torga eða almenningsgarða þar sem allsstaðar eru leiktæki fyrir börn og bekkir fyrir hina

CBB639D3-1422-457A-92D1-D526122625BB

Lífið í Bucharestborg virðist afslappað þó innfæddir þræti fyrir það og segi borgarlífið taka á með of miklum hraða, umferð og álagi. Gesturinn upplifir borgina ekki þannig. Hér horfir fólk í augun á þeim sem það mætir á götu, gengur rösklega en aldrei óþolinmótt eða hlaupandi nema rétt þegar græna gönguljósið ákveður að hverfa og hleypa fleiri litum að. Gestir lifa eins og blóm í eggi í borg sem er fjölbreytt, bæði mannlífið og manngerða umhverfið. Hér eru söfn af öllu tagi á hverrju strái þó safnverðir segi ferðamenn helstu viðskiptavinina en sum þeirra eru ekki auglýst mikið og því getur maður rambað á áhugaverðasta safn næstum alveg óvart. Það er einnig betra að hafa augun hjá sér þegar gengið er um því hér er eitthvað nýtt, óvænt, ferskt eða fornt í hverju horni og auðvelt að missa af ef ekki er vel að gáð

C1E3F619-93AC-4499-8840-06D703D72F0F

Aðgát er einnig góð í umferðinni og ef götur eru þveraðar þar sem er gangbrautarljós er happadrýgst að bíða eftir grænakallinum til að setja ekki líf og limi í hættu. Ef hinsvegar ekki er gönguljós við gangbraut, er meira en líklegt að næsti bíll stöðvi til að hleypa gangandi yfir

359D578D-8E0A-4926-9CEA-78477327B590

Ég hef enn ekki náð upp í bílamenninguna utan að hún er mikil, nóg er af bílum og á álagstímum gengur mikið á. Bílflautur tala mál sem ég skil ekki og bílum virðist lagt þar sem er pláss, þó það loki aðra inni eða sé hreint og beint út á götu. Oft hef ég kíkt á bíl sem virðist á ferðinni en er svo mannlaus, jamm, það er margt skrítið í kýrhausnum, líka í útlöndum

8331D6C6-AEC7-45DC-A6ED-5D0D5BAA426C

Hér er allt stórt í sniðum, götur bæði og hús, auk þess sem skreytingar, útflúr, víravirki og steinskúlptúrar skreyta mæni og veggi. Spurning með að fá sér ljón eða tvö við útidyrnar heima, örn yfir dyrnar og smá flúr undir þakskeggið, ekkert endilega mikið, bara smá. Hrædd er ég um að Akureyrin virki framlág, hógvær og íburðalítil eftir dvölina í Bucharest borg

68AAFE55-E7AE-4A69-817C-DF37391EDD3B

Áhugaverð er notkun skapandi tækni á söfnum sem ég hef heimsótt. Á safni
til heiðurs tónlistarmanninum George Enescu (1881-1955) er sýndarveruleiki notaður til að efla upplifunina. Gestir fá þrívíddargleraugu og boðið er í ferð um húsið eins og það var á tíma listamannsins, bæði úti og inni. Einkar gaman en af þessu lærði ég að til að 360 gráðu sýndarveruleiki virki fyrir mig hefði ég þurft að sitja á kolli sem hægt er að snúa, ég hreinlega missti andlegu jarðtenginguna og það var ekki þægileg tilfinning. Einnig sá ég að mikilvægt er að sýnarveruleikinn sé í augnhæð. Í sumum herbergjunum sá áhorfandinn niður á herbergin og þá var tilfinningin svolítið fljótandi og ruglandi en hvað um það. Sýndartúrinn bætti miklu við sýninguna og gaf fyllri mynd af lífinu í húsi skáldsins (safn George Enescu)

974C0192-434D-4347-8B80-CD1692691169

Á öðru safni var mannhæðar hár skjár ekki ósvipaður að stærð og góð dyragætt. Á honum var mynd af svæðinu þar sem hann stóð og virkaði næstum eins og spegill. Af og til labbaði eigandi hússins (leikari) yfir skjáinn rétt eins og hann væri einn af gestunum, stundum stoppaði hann, bauð gesti velkomna og sagðist til í myndatöku með þeim, sem hann og gerði, stillti sér upp og þá var hægt að mynda sig með kauða. Skemmtileg útfærsla. Safn þetta er til heiðurs listamanninum Theodor Aman (1831-1891) á heimili hans sem hann teiknaði en hann bjó einnig til húsgögnin. Aman hafði mikil áhrif á list Rúmena og er talin vera sá sem opnaði veg fyrir nútímalistina inn í rúmanska listmenningu

454E47AA-62B7-4694-939C-99EBECC837BB

Á sumum söfnum voru QR kóðar í boði til að fá ýtarlegri upplýsingar um einstaka safngripi en nettengingarnar mínar dugðu mér ekki til að nota þá nema takmarkað en hugmyndin er góð. Dæmi um þetta er rúmenska þjóðlistasafnið þar sem sumum verkanna fylgdu kóðar

3C27BC90-41F0-467C-A167-8A7A969BBFC3.jpeg

Nýlega kom ég einnig á safn þar sem safngestir fengu í hendur síma sem þeir hengdu um hálsinn og gátu svo í gegnum símann opnað sýndaveruleika þar sem boðið var upp á fróðleiksmola, myndir frá hergbergjum eins og þau voru meðan búið var í húsinu (Gaudi safnið í Barchelona). Síðast liðið sumar heimsótti ég einnig LAVA center á Hvolsvelli en þar er eitt skemmtilegasta samspil tækni og möguleika sem ég hef séð hingað til. Lifandi myndir, hreyfing og dýpt auk stórkostlegrar margmiðlunar. Smávægilegt hliðarspor áður en ég held áfram frásögninni af ævintýragönguferðinni

1D6408CC-1140-46E2-971F-D253451FB788

Við gengum alveg óvart fram á viðburð í dag í eldgömlu og fallegu húsi. Ráfuðum inn og uppgötvuðum að þarna voru ótal rúmanskir hönnuðir að selja allskyns vörur og hönnun. Áhugavert hve margir unnu í leður og tré en auk þess voru fatahönnuðir, leirvörur og málmar af margskonar tagi. Ég fór út þó nokkrum leu-um fátækari en gullfallegri útsaumaðri leðurtösku ríkari, auk þess sem við keyptum okkur bæði sitt hvora hönnunina á leðurpjötlum til að halda utan um snúrur með heyrnatólum, snilldin ein

E2268093-E1A4-4902-90E8-2870FAE47870

Þarna voru einnig í boði vinnusmiðjur fyrir börn og margt hægt að gera; leir, grímur, marmaramálun, málað á sleifar, pressuð laufblöð í kortagerð, málað á glerflísar og glærur, hönnun á eigin grímum eða dýraeyrum fyrir hárspangir svo fátt eitt sé nefnt. Verulega gaman að sjá fjölbreytnina og sköpunargleðina

7E97957E-D241-48B5-B7F1-B56C741A523C

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Gengið um buskann

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s