Vettvangsferðir og útikennsla – Innbærinn

Meðfylgjandi er tengill á verkefni nema í námskeiði í kennaradeild Háskólans á Akureyri sem heitir Menning og samfélag. Verkefnið var unnið í lotu þegar allir nemar komu til Akureyrar og viðfangsefnið var vettvangsferðir og útikennsla. Sá hluti sem áhugasamir sjá hér er fyrsta skref, grunnvinna sem nota má til frekari úrvinnslu. Bæði er hægt að fara í einstakar eða endurteknar vettvangsferðir á staðina, nota má verkefnin við þemavinnu eða máta þau við kenningar og aðferðir í kennslufræðum. Nemar unnu inn á rafræn kort (googlemaps) af innbæ Akureyrar. Vinnan sem hér sést er hrá, nokkurskonar hugarflug um mögulega kennslufræðilega notkun svæðisins og hún er einnig tilraunakennd sem útskýrir að sumar myndir eru á hlið. Við lærðum nefnilega að allar myndir þarf að taka lágréttar (landscape) og við lærðum einnig að skynsamlegt er að nota lög (layer) fyrir ólíka hluta verkefnis. Hins vegar var vinnan unnin á staðnum og ekki möguleiki á að endurtaka það sem betur hefði mátt fara en á heildina litið var ferlið lærdómsríkt fyrir mig sem kennara og vonandi nema líka. Eftir örstutta kveikju frá kennara unnu nemar í pörum og áttu að setja niður 4-5 punkta á kortið og gera tillögur að hvernig mætti nýta staðina til kennslu. Þeir tóku ljósmyndir og upptökur á staðnum og könnuðu umhverfið. Þegar í skólann var komið bættu þeir inn hugmyndum og fínpússuðu texta. Nemar eru bæði í leikskóla- og grunnskólafræðum.

Njótið vel Anna Elísa og frábæru, hugmyndaríku þriðja árs nemarnir í kennaranámi haustið 2017.

Til að fá sem besta yfirsýn og aðskilja punktana þarf að þysja sem mest inn (zoom) á myndina. Ef smellt er á punktana má finnna texta, myndir, myndbönd, ítarefni og leiðbeiningar.

Ein hugrenning um “Vettvangsferðir og útikennsla – Innbærinn

  1. Bakvísun: Vettvangsferðir um innbæinn – Vettvangsferðir og kennsla úti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s