Forrit (öpp) – Sögugerð og fl.

Ég er oft spurð um tiltekin forrit eða öpp fyrir börn. Í dag fékk ég eina slíka fyrirspurn og ákvað að taka saman nokkur sem ég hef kíkt á eða notað. Sum eru „æðisleg“ afsakið hugaræsinginn, önnur svona lala og sum myndi ég aldrei nota. Það þýðir þó ekki að einhver annar gæti ekki nýtt sér þau. Svo hér er list yfir nokkur dæmi. Ég tek enga ábyrgð á gæðum og svara ekki fyrir kosti. Kannski gæti listinn gagnast þér samt en hafðu í huga að mín skoðun flæðir yfir og allt um kring, lituð af því að ég legg sköpun, opin efnivið og frelsi til að gera það sem manni dettur í hug, ofar öðru. Gerið þið svo vel.

book creatorBook creator. Fyrir 8 ára og eldri, sem sýnir hve aldursviðmið eru villandi. Dugar vel í leikskóla. Til fyrir bæði Ipad og Android. Fær góða dóma sem vandað bóka- og sögugerðaforrit. Fjölbreytt útlit á bókina þína, upptökur og innflutningur á myndböndum, hægt að teikna, vinna saman og forritið vinnur með Google drive ofl.

my storyMy Story. Sögugerði – teiknimöguleikar. Ætlað 5-12 ára börnum í skólaumhverfi, hægt að vista í möppur, flytja út ofl. Á ensku auðvitað sem takmarkar möguleikana en kennarinn er hvort eð er með börnunum svo það ætti að ganga fyrir yngstu börnin. Athugið að þetta á við um öll forritin að meira eða minna leiti. Þarf iOS 7.1 eða nýrra, er fyrir iPhone/iPad/iPod touch.

ruby cubesRory´s Story Cubes. Fyrir 7 ára og eldri. Þessa nota ég í raunheimi og með leikskólabörnum. Hér er forrit, einfalt og skapandi. Fyrir bæði Android og iphone/ipod touch/ipad.

Kids story buildingKids Story Builder Frá Microsoft. Sögugerð með myndum og hljóði. Fyrir Windows 10 og 8.1/Windows 10 Mobile/Windows Phone.

ToonasticToontastic 3D (fyrir 6 ára og eldri) Skapandi hreyfimynda-sögugerð. Fyrir Android og iphone/ipod touch/ipad og Chromebook. 8.1 og 8)

My story editorMy story editor Forrit fyrir fullorðna (Sjá í Crome web store).

comics and...Comic and meme creator. Deilimöguleikar. Einfalt en tilbúið, lítil sköpun að mínu viti en fær ágæta dóma. Fyrir Android og á Google play.

The completaThe complete Fairytale play theater. Fyrir 5 ára og eldri. Nafnið segir það sem segja þarf. Opin endi á sögum ofl. (Enska). Fyrir iphone/ipod touch/ipad.

Strip designerStrip designer. Fyrir 8 ára og eldri. Einfald að skapa teiknimyndalínur með eigin myndum. Fyrir iphone/ipod touch/ipad.

audio booAudioBoo. Hljóðbók.

we videoWeVideo. Heldur utan um myndir, atvik og minningar og breytir þeim í myndbönd. Deilimöguleikar.

animotoAnimoto. Heldur utan um persónulegu myndböndin í fallegri framsetningu (pro-quality segja auglýsingar) veldu tónlist til að spila undir.

piccollagePic collage. Hægt að setja saman myndir, myndbönd, límmiða ofl.

friendsLego Friends story maker. Fyrir 6. ára og eldri … uhh NEI, þarf að segja meira? Lítil sköpun, afmarkaður stelpnaheimur en þar fyrir utan má skrifa, birta og er einfalt í notkun. Límmiðar, upptökumöguleiki ofl. Ekki dæma, ég reyni af alefli að vera sanngjörn hérna.