Ferðalangurinn – Manchester, merkissaga við hvert fótmál

Í dag gerðum við heilmargt en fyrst fundum við kaffihús, fengum okkur morgunsopann og eldsneyti fyrir daginn en héldum svo af stað. Röltum vestur á bógin í átt að Vísinda- og iðnaðarsafninu en stöldruðum fyrst við menjar frá tímum rómverja á þessum slóðum, þær má víst rekja aftur til ársins 200

 

Sagan er hér við hvert fót mál og það mega þeir eiga manchesterbúar að þeir henda henni ekki fyrir róða heldur draga hana fram og sníða nútímann í kringum hið gamla

 

Mér fannst þetta líka í gær þegar ég skrifaði: The Godlee Observatory var gefinn Manchester háskóla við upphaf síðustu aldar og hefur staðist tímans tönn, veður, stríð og vanrækslu jafnvel þó hann sé varla meira en viður og pappamassi. Ágætis áminning um að styrkleiki og ending kemur í allskonar myndum. Stjörnuskoðunarstöðin trjónir á toppi Gotneskubygginga háskólans sem minnismerki fyrstu daga stjörunfræðinnar. Það er eiginlega ótúlegt að vera hér þar sem sagan er við hvert fótmál endalaust langt aftur á bak og varðveitt, lyft upp og haldið til haga hvert sem litið er

D6EC0FB0-88F8-432D-9821-5652483BFBA3

Stöðin var gjöf frá bómullarbarón með sama nafn og hún, í sinni smæð státar af sjónauka sambærilegum þeim sem Newton notaði á sínum tíma. Þrátt fyrir smæð sína átti stöðin sinn þátt í tungllendingu ameríkana með því að vara geimfarana við varasömum gíg. Stöðin stóð af sér það sem hér er kallað German Blitz sem lagði byggingar í kring í rúst. Það er möguleiki, ekki veit ég þó hvernig, að skoða stöðina enda er hún sögufrægt minnismerki og ég ákvað að taka næturmynd fremur en þessa venjulegu í dagbirtu. Stjörnuskoðunarstöðina má greina ef þú er stendur í garðinum hjá Alan Turing (sjá síðasta pistil) en aftur að safninu, ég veit ekki hve lengi við eiginlega vorum þar en gaman var það og hvílíkur metnaður… fótbolti hvað?

 

Safnið teygir sig yfir heilmikið svæði, elstu lestarstöð í hinum enskumælandi heimi, vöruhús og verksmiðjur. Fyrirlestrar og lifandi sýningar út um allt safn og ókeypis inn. Geri aðrir betur, enda var safnið fullt af barnafjölskyldum og nóg við að vera, m.a. salur með allskonar tilraunum tengdum rafmagni, eðlis- og efnafræði, náttúruöflunum, veðri, jarðhræringum ofl.

 

En þarna var líka nóg fyrir nördinn, bæði mig og karlinn. Við skoðuðum Mark 1, já og BABY sem virkar enn að hluta til, hver hefði trúað því?

 

Og við sáum líka Rocket og þá varð karlinn glaður og lét eins og hann hefði hitt fornan vin. Það vill henda þegar tækin sem lesið er um í æsku birtast ljóslifandi og óvænt … og óvænt var það því vélin var tímabundið í sýningu. Rocket er sem sé ein fyrsta gufueimreiðin og var smíðuð fyrir keppni um besta farartækið til að nota á teinana milli Manchester og Liverpool árið 1829, hún á sér lengri sögu enn fótboltinn keppnin milli borganna tveggja. Teinarnir voru sem sé komnir og hugmyndin að nota gufuvélar við hliðina á teinunum til að toga vagnana á vírum. Stephenson réði þeim frá þessu og haldin var keppni um hentuga eimreið, eða Rainhill trials. Fimm vélar tóku þátt og Stephensons Rocket var eina vélin sem lauk keppni og var því sigurvegarinn. Galdurinn kannski sá að hann notaði mörg rör í vélina sína eða 25 í stað eins til tveggja áður og þannig náðist mun meira afl. Svona er nú heimurinn skrítinn

 

Í vöggu suffragettanna má vel halda þessu til haga:

C6992C8D-E42F-45F6-B9C3-1E5216EBFA0F

Safnið er fullt af fræðslu um uppfinningar, nýungar og þróun í tækni, bæði í tengslum við iðnaðinn en einnig svo ótal margt annað, samskiptatækni, afþreyingu, véla- og verkfræði, hönnun, rafmagn ofl. ofl. Í Manchester á Pósturinn Páll heima en persónur og leikendur voru í frí þegar okkur bar að garði en framleiðandinn, Cosgrow Hall Films framleiddi einnig brúðumyndirnar um Dodda (Noody) og fleiri sem við eflaust þekkjum s.s. The wind in the willows og fyrstu seríu Bubba byggis

 

Við röltum meðfram kanalnum á leiðinni heim á hótel, notalegt rölt rétt eins og við værum langt úti í sveit þarna í miðri stórborginni

 

Fyrir hundrað árum síðan stofnaði Emmeline Pankhurst (1858-1928) bresku suffragette hreyfinguna sem svo staðfastlega barðist fyrir réttindum kvenna, m.a. kosningarétti. Emmeline þessi var frá Manchester. Barátta þeirra varð til þess að fyrstu konurnar kusu árið 1918 i kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu sumum konum að kjósa og það var svo tíu árum síðar að fólk eldri en 21. árs, af báðum kynjum, gat kosið. Seint á síðasta ári var afhjúpuð stytta af Emmeline í tilefni af því að hundrað ár voru liðin síðan fyrsta konan kaus. Athöfnin var merkileg fyrir fleiri hluta sakir því ekki hafði verið reist stytta af konu í borginni í á annað hundrað ár. Síðasta styttan af konu var af Victoríu drottningu í reist í Piccadilly Garden um þar síðustu aldamót. Við heimsóttum Emmeline í dag

9F1F8F7F-86DC-426F-BFA8-E6FEE61365A6

Bókin, My own story, eftir Emmeline Pankhurst (1914) var kvikmynduð undir heitinu Suffragette, með Merril Streep í hlutverki Emmeline og það verður að segjast að Emmeline á mörg gullkornin ómetanleg eins og Trust in God. She will provide. Hún sagði líka We have to free half of the human race, the women, so that they can help to free the other half

Daginn enduðum við á rölti um kínahverfið og nutum þess að borða kínverskan mat áður en við fórum upp á hótel og feistæm-uðum á barnabörnin

 

Hér má lesa ræðu Emmeline Freedom or death (2013) https://www.theguardian.com/theguardian/2007/apr/27/greatspeeches1

Annie Kenney er önnur dóttir Manchester, suffragette og baráttukona sem einnig er vert að kynna sér

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s