Ferðalangurinn í Manchester – líður að heimferð

Ráðstefnur og fundir, margt fólk og spjall um fög og fræði, ég þreyti ykkur ekki á því öllu og geri því skil á öðrum vettvangi en í dagslok gekk ég um borgina og rakst þá stundum á eitthvað óvænt, eins og gamla byggingu á fjórum hæðum með allskonar sérkennilegum smáverslunum hverri innan um aðra í Kolaportsstíl (í norðurhluta miðborgarinnar). Alltaf gaman að ganga um og skoða gamla tölvuleiki og allskonar dót og drasl. Við gengum líka fram á Out house alveg óvart þó það hafi reyndar verið á dagskránni fyrstu dagana en urðu útundan í öllu brasinu. Norðarlega í miðbænum má finna kamra nokkra sem eitt sinn voru yfirgefnir steinkumbaldar og mikið lýti þar til árið 2010 að listamennirnir Tasha Whittle og Ben Harrison, tóku sig saman og umbreyttu salernunum í gallerí. Á þriggja mánaða fresti eru settar upp nýjar sýningar. Á sömu slóðum er eina verk Banksy í borginni frá árinu 2001 sem smám saman hefur horfið á bak við auglýsingar, skemmdir ofl. 

Athugull gæti tekið eftir litlum glugga undir gluggum Manchester Craft and Designe Centre (Copperas street megin). Byggingin er frá Victoríutímanum og þjónaði fyrst sem markaður fyrir fasteignaviðskipti ef ég skil þetta rétt en þarna er nú m.a. kaffihús. Verkið lítiláta ber nafnið Mr Smith’s Dream. Smith þessi var gæludýrabúðareigandi og um tíma mátti á þessum slóðum finna fjölmargar slíkar verslanir í hverfinu. Verkið hannaði Liz Scrine til minningar um Smith sem sagt er að hafi gjarnan haft draumfarir um dýrin sín en það er vel þess virði að guða á gluggann og virða draum herra Smith fyrir sér

Ef þú stendur á einni af þeim þremur brúum sem þvera ána Irwell hver ofan í annarri í miðborginni getur þú komið auga á Cathedral steps, menjar um iðnaðinn sem einkenndi borgina lengst af. Þarna er falið þónokkuð mikið rými neðanjarðar sem notað var sem sprengjubyrgi í seinni heimstyrjöldinni og opnaðist upp í fyrirtæki í kring til að auðvelda aðgang. Svæðinu var lokað þar sem áin flæddi reglulega og olli skemmdum á því og þó umræða hafi verið um að opna svæðið fyrir almenningi hefur ekki orðið af því. Fornir inngangar eru greinanlegir frá Greengate Square. Núna voru hins vegar miklar vega- og byggingaframkvæmdir í gangi og ekki hægt að komast að svæðinu

Piccadilly station – lestarstöðin í miðborg Manchester er nýtýskuleg bygging en rétt undir teinunum má sjá gömlu stöðina, Mayfield Railway Station. Byggð árið 1910, henni var lokað 1960 og núna er hún í endurbyggingu og fær vonandi nýtt hlutverk. Gamla stöðin hefur verið sögusvið nokkurra kvikmynda í heimsendastíl ef einhver hefur áhuga á að fletta því upp

Það er margt fleira að gera í Manchester en ég komst til að skoða, sögusafn, asískt listasafn, gallerí og ég hef ekki nefnt að ég heimsótti listasafnið Manchester art gallery, sem er alveg heimsóknarinnar virði. Hins vegar sakna ég grænna svæða í borginni og er ekki viss um að ég sækist sérstaklega eftir að koma hingað aftur, upplifunin einhvernveginn been there done that en að því sögðu verð ég hérna aftur innan skamms

D22C54E4-0AAA-42D3-B8EA-0C06CAC09417

Daginn endaði ég svo á að sofa i gamla þvottahúsinu mínu frá því ég bjó í Reykjavík á námsárunum. Núna er það ein sú minnsta stúdíóíbúð sem ég hef séð, eða öllu heldur herbergisnefna með baði. Það er svona þegar landsbyggðarfólk lendir í Keflavík klukkan 16.30 og engar samgöngur norður fyrr en á morgun. Í borginni okkar fengum við okkur mat á notalegum stað við Laugaveginn, Arnar lallaði síðan með mig á kaffihús og við endum kvöldið í Pennanum. Enn höfum við ekki fengið neinn til að tala við okkur á íslensku og þannig lýkur þessu ferðalag í þetta sinnið. Þakkir fyrir samveruna

2 hugrenningar um “Ferðalangurinn í Manchester – líður að heimferð

    • Takk Svanborg, mér finnst gaman að gera svolítið meira úr ferðum en bara koma og fara. Því undirbý ég mig gjarnan, heimsæki staði og skrifa um upplifunina. Þannig get ég munað ferðirnar miklu betur. Er t.d. þakklát eftir á fyrir að eiga minningarnar frá Rúmeníu.

      Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s