Þankar inn í skólamálaumræðuna

Í Fréttablaðinu í dag (14.3. 2019) segir Margrét Pála margt og sumt fékk mig til að staldra við, sumu er ég hjartanlega sammála og margt má til sannsvegar færa. Sannarlega skortir fé í menntakerfið og búa má mun betur að börnum og kennurum. Það er einnig nauðsynlegt að huga að jafnrétti innan skólastofa og utan og ekki ætla ég að ræða aðferðir Hjallastefnunnar í þeim málum, hitt er mikilvægt að muna í þessu samhengi og það er að höfundur er stofnandi Hjallastefnunnar, fyrirtækis sem rekur fjölmarga skóla, í hagnaðaskyni, i einkarekstri, og samkeppni við aðra skóla

Fyrsta atriðið sem ég rak mig á eru tölur um góðan árangur Hjalla drengja í lestri, athugið að hér er bara rætt um lestur ekki læsi. Umhugsunarefni mitt í þessu samhengi er hvort það geti verið að nemendahópur einkarekins skóla endurspegli ekki þverskurð af samfélaginu. Félagsleg staða barna, bakgrunnur og aðstæður að öðru leyti skipta máli fyrir námsárangur og mikilvægt að vita hve stór hluti nemendahópsins er af erlendum uppruna, með fötlun eða greiningar, hver menntun foreldra og fjárhagsstaða heimilanna er. Allt eru þetta atriði sem taka þarf með í reikninginn þegar árangur skóla er metinn, hver sem skólinn er

Annað atriðið sem ég staldra við er að mér finnst drengir talaðir niður eða stúlkur upp sitt á hvað og hvoru tveggja leggst illa í mig, kennarann og jafnréttissinnann. Fleira ræður námsárangri en kyn og tær eðlishyggja er af mörgum talin gamaldags eða hið minnsta bara hálfur sannleikurinn. Stúlkur eru ekki allar eins og drengir ekki heldur og jafnvel þó höfundur nefni það er eðlishyggjan þó ríkjandi í gegnum textann

Tilvitnun  í greinina “Það myndast talsvert þroskabil milli stúlkna og drengja á fyrstu æviárunum sem verður mjög afdrifaríkt í kringum 5, 6 ára aldurinn. Þar byrjar vandinn því að þroskabilið veldur umtalsverðum frammistöðumun milli kynjanna.” Sem leikskólakennari með langa starfsreynslu hef ég að efasemdir en leiðréttið mig ef ég fer rangt með en sýna mælingar mikinn kynjamun í námsárangri við grunnskólabyrjun og mikinn þroskamun? (Sem ekki er tengdur þeim þáttum sem ég hef þegar talið upp, greiningum, fötlunum, bakgrunni osfrv.) Á árunum mínum sem leikskólakennari fimm ára barna sá ég ekki svona skýran kynjamun í öllum þeim árgöngum sem skólinn skilaði af sér á næsta skólastig. Ég á við mun í þvi sem skiptir máli fyrir nám og þroska, og ég gáði, því ég líka var alin upp í menntakerfinu með ótal mýtum um drengi og stúlkur. Ég get vitnað í erlendar rannsóknir sem sýna að við grunnskólabyrjun er ekki munur á getu barna eftir kyni í stærðfræði. Niðurstöður úr Hljóm2, stafrænni stafaþekkingu og öðrum þeim prófum sem lögð voru fyrir bentu ekki til áberandi kynjamunar en allt gat tónað vel við greiningar, frávik eða útskýrða þroskaseinkunn barna og önnur atriði svo sem ef íslenska var þeirra annað mál. Ef einhver veit um rannsóknir hér á landi sem sýna sláandi kynjamun í þroska og námsgetu við grunnskólabyrjun vil ég gjarnan fá upplýsingarnar ef þið viljið vera svo væn

Í greininni eru margar fullyrðingar, mikið um sterkar lýsingar og efnið sett fram eins um sannleika sé að ræða en ég er engan vegin sannfærð og þykir sérlega miður þegar fullyrt er um að stúlkur fái minni athygli eða strákar séu skammaðir. Rannsóknir hafa sýnt að slíkan halla má finna tengdan kyni, kynþætti og fleiru en okkur skortir íslenskar rannsóknir á þessu og ég veit að margir kennarar eru meðvitaðir um áhættuna og gæta sín á henni

Höfundi er einnig tíðrætt um kynjamenningu og ég verð einfaldlega að láta þá umræðu bíða betri tíma svo einhver nenni nú að lesa þessa þanka til enda. Að lokum ítreka ég það sem ég skrifaði ofar, menntakerfið er sárlega fjársvelt en góðu fréttirnar eru að við eigum ótal færa kennara sem sinna starfi sínu af dugnaði og fagmennsku. Það er sannarlegs kominn tími til að samfélagið standi betur við bakið á þeim en einkarekstur í grunnþjónustu er að mínu viti aldrei rétta leiðin og í besta falli til að ýta undir samfélagslega mismunun. Ástæða þess að ég setti hugleiðingar mínar niður á blað eru ekki síst hagsmunatengsl höfundar greinarinnar og ég tel hollt að lesa greinina út frá því sjónarhorni.

Greinin sem vitnað er til: https://www.frettabladid.is/frettir/nu-urfa-drengir-og-karlar-a-risa-upp

Heimildir

Gibbs, B. (2010). Reversing fortunes or content change? Gender gaps in math-related skill throughout childhood. Social Science, 39(4), 540–569.

Goetz T., Bieg , M., Lüdtke, O., Pekrun, R. og  Hall, N. C. (2013). Do Girls Really Experience More Anxiety in Mathematics? Psychological Science, 24(10) 2079–2087l

Worell og Goodheart (2006). Handbook of Girls’ and Women’s Psychological Health: gender and wellbeing across the lifespan. New York, NY, US: Oxford University Press.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s