Pallborðsinnlegg um raun- og tæknigreinar… #visindi19

Ég sat í pallborði ráðstefnu MSHA og málþings um náttúrufræðimenntun þann 30. mars 2019, Vísindi í námi og leik. Þar var tekist á um tvær spurningar og eru svör mín hér neðar

Hverjar eru helstu áskoranir í skólakerfinu þegar nám og kennsla í raungreinum og tækni eru annarsvegar? 

Ég sit hér sem leikskólakennari og sem slíkur veit að í leikskólanum er löng hefð fyrir samþættu skólastarfi, viðfangsefni eru fléttuð saman og unnið með þroska og nám á mörgum sviðum með einu og sama viðfangsefninu. Það er því áskorun í því að fá hinn almenna kennarar til að flétta raun- og tæknigreinar inn í starf sitt eða nota þær sem útgangspunkt

Í leikskólanum og yngri bekkjum grunnskóla er unnið með grunnþætti, og þeir eru almenns eðlis og á valdi þess kennara sem vill. Nú vona ég að engin misskilji mig og telji að ekki þurfi sérþekkingu til að kenna sérhæfð viðfangsefni, það er ekki það sem ég á við og sérfræðiþekkinguna má bæta t.d. í kennaranámi og við þurfum einnig að vinna með kennurum að því að efla bæði stelpur og stráka í þessum greinum. Þar liggur ein áskorunin

Það virðast vera til svið sem fólk hefur það viðhorf til að allir geti kennt það. Man eftir því í tengslum við dönsku á sínum tíma og reyndar einnig um leikskólakennslu. Og önnur sem sett hafa verið á stall, svo sem tölvurnar og snjalltæknin En það eru einnig svið sem í gegnum tíðina hafa verið vafin ákveðinni dulúð eins og ég held eigi við um raun- og tæknigreinar. Grunn þekking í rafleiðni, kóðun, eðlis- eða efnafræði eða stærðfræði getur verið á valdi hins almenna leik eða grunnskólakennara ef hann setur sig inn í efnið og lærir um það. Ekkert síður en leikskólakennarinn getur sungið með börnum, unnið með hljóðfæri, hljóð, takt, hljómfall og grunnþætti tónlistar án þess að vera langskólagenginn í tónlist. M.a.o. tel ég áskorun felast í að vekja athygli hins almenna kennara á því sem hann getur gert á þessu sviði, dags daglega, í þemaverkefnum eða í einstökum verkefnum

Yngri börn læra á með því að leika sér með viðfangsefnið, leikur er námsleið leikskólabarna og við ættum að læra af börnunum og tenga raungreinar og sköpun saman. Margir leikskólakennarar vinna heilmikið með náttúruvísindi, tilraunir og athuganir tengdar náttúrinni ofl. Einnig líffræði og jarðfræði, náttúruöflin  s.s. veður og fleira. Rannsóknir, uppgötvanir, lausnaleit og ígrundun eru einnig hluti af leikskólastarfi

Sem sagt að samþætta viðfangsefni, að kennarar veigri sér ekki við að gera það sem þeir geta, gleyma ekki sköpuninni og að hafa gaman af

Til hvaða aðgerða þarf að grípa til að mæta þeim áskorunum sem hér hafa verið nefndar? 

Það er margt sem má gera til að efla raun- og tæknigreinar og út frá mínu kennaramiðaða sjónarhorni þá vil ég byrja á að nefna þá sem valdið og peningana hafa. Menntamálaráðuneytið leggur mikla áhersla á læsi og það hefur varla farið fram hjá neinum. Fjölmörg sveitarfélög hafa lagst á árina með þeim í læsisverkefnum og átaksvinnu á þessu sviði. Þetta tel ég hafa komið niður á öðrum þáttum í skólastarfi, ekki síst í leikskólaumhverfinu … en þetta er ekki tvennt ólíkt og aðskiljanlegt

Sveitarfélögin þurfa að fjármagna skólana þannig að mögulegt sé að kaupa þau tæki og efni sem þarf til að kenna börnunum í gegnum „hands on“ aðferðir, með því að gera og hafa í höndunum. Þannig læra ung börn best en þetta kostar peninga

Háskólarnir geta boðið upp á símenntunarnámskeið og opnað þau námskeið sem þegar eru í boði á þessu sviði fyrir starfandi kennara og við í HA höfum stigið fyrstu skrefin í þessa átt

Kennarar þurfa að bera sig eftir björginni. Sækja nám og námskeið ef þeir telja sig skorta þekkingu eða vilja læra meira

Kennarasambandið sinnir kannski fyrst og fremst kjaramálum en ég tel það geta, í samvinnu við samband íslenskra sveitarfélaga, haft í huga þegar samið er að símenntun kennara að hún sé markvissari en nú … amk geta báðir þessir hagsmunaaðilar lagt sitt af mörkum 

Margt er vel gert og víða í skólum eru fyrsta flokks kennarar á þessu sviði að gera góða hluti og kannski ættum við að draga fram bestu dæmin, því oft held ég að kennarar læri best af jafningjum um hagnýtar útfærslur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s