Á rölti á föstudaginn langa

9B0ED105-189B-48B9-B95B-A795B2CBC494

Sólin skín í gegnum mistrið og við höldum af stað á listasafnið sem samanstendur í raun af þremur söfnum, Graves Gallery, Weston park Museum og Millenium Gallery. Á því síðast nefnda eru teikningar Leonardo daVinci til sýnis en víða um Bretland eru sambærilegar sýningar í gangi i tilefni þess að fimm hundruð ár eru liðin frá láti meistarans. Ég sit frammi á gangi á þessu dásamlega safni, pára þessi orð og bið eftir karlinum sem þarf örugglega fimm sinnum meiri tíma með Vinci en ég sem nú byggi upp eftirvæntingu eftir að finna náttúrumyndir og annað úr safni John Ruskin sem sannarlega tónar vel við rannsakandi nálgun daVinci en eru meira svona ég…

 

 

Á meðan ég doka get ég rifjað upp fyrir ykkur að síðustu fimmtán ár hefur partur miðborgarinnar verið endurskipulagður og verkefnið ber heitið The Heart of the City enda er um stórt svæði í miðbænum að ræða. Verkefnið felur í sér byggingar og háhýsi en einnig mikið af opnum svæðum og grænum með endurteknum tilvísunum í vatn. Víða er hægt að setjast niður og fólk gerir það óspart, það er sem sé pláss fyrir fólkið sem er meira en má segja um borgina sem ég heimsótti síðast. Á eftir ætla ég að rölta um Peace Garden og umhverfi í kring en fyrst er það Ruskin því Arnar skilaði sér á endanum, handviss um að daVinci hafi verið aspargus (með einhverfu)

4194EA40-F740-49EC-BE9D-469F3BE0162F

Peace Garden eru á svæði sem áður var kirkja heilags Pál og er fyrir framan gotneska ráðhús borgarinnar, skipulagður rétt fyrir seinna stríð sem tafði framkvæmdina fram til ársins 1997 þegar grafreiturinn var var loks færður var svæðið endurgert og meðal annars byggðir gosbrunnar og útisvæði sem vísar sterklega til ánna sem lögðu grunninn að borginni. Það vakti forvitni mína að vita söguna að baki kirkjunni sem hvarf. Átjándu aldar bygging kostuð af auðugum gullsmið. Einhver snurða hljóp á samastarfsþráðinn og kirkjunnar menn og gullsmiðurinn voru ekki á eitt sáttir. Um tíma tilbáðu mótmælendur sinn guð í kirkjunni þar til hún hlaut loks blessun árið 1740. En lukkan er fallvölt og árið 1938 taldi The Church of England sig ekki hafa frekari not fyrir bygginguna og hún var rifin

C31C7AFC-F6D1-4347-876E-3B7A3BCFC7E7Rétt fyrir framan ráðhúsið er The Goodwin Fountain, 89 vatnsbunur sem dansa í dag í sólinni rétt eins og börn á öllum aldri. Goodwin þessi tengdist stáliðnaðinum, nema hvað, en gosbrunnurinn átti að heiðra Alderman James Sterling en var í daglegu tali kallaður Goodwin brunnurinn þar til nafnið varð á endanum opinbert. Átta stórir vatnsbrunnar úr bronsi standa við inngangana í garðinn og eru vatnsbunurnar tákn fyrir brætt fljótandi stálið sem einkenndi borgina en um leið árnar fimm sem gerðu iðnaðinn mögulegann. Brunnarnir eru tileinkaðir Holberry Cascades og bera nafnið hans. Sá var leiðtogi the Sheffield Chartist Movement en hreyfingin var verkamanna og barðist fyrir pólitískum réttindum s.s. kostningarétti

CE7BACA1-732A-43D4-B7D3-E33A857A4576

Við garðinn má einnig finna The Bochum Bell, litla skipsbjöllu sem aldrei kom nálægt söltum sjó heldur stendur sem tákn um vinabæjartengsl við þýsku stálborgina Bochum. Bjallan lætur lítið yfir sér og er hálf falin í blómabeði út við jaðar svæðisins

85CA7B22-AEA5-49B7-B5F1-8E030CFEF97BSvo allrar sanngirni sé gætt þá á ég ísinn á þessari mynd. Arnar var svo vænn að gæta hans fyrir mig á meðan á myndatökunni stóð…

Áður en þú yfirgefur garðinn ættir þú að kíkja á opinberu mælieininguna á milli garðsins og hússins. Á sínum tíma var til siðs að gera opinberar mælieiningar aðgengilegar til að leysa deilur og þarna má berja augum menjar um slíka einingu sem reyndar er nýtilkomin á þessum stað en var er gott dæmi um fyrri tíma neytndavernd. En nóg um Friðargarðinn í bili

16B4A215-D3CD-4728-8B8D-1E0CB169EF16

Hinum meginn við ráðhúsið kúrir litill skúr undir vegg, síðasti sinnar tegundar og varðveittur sögu sinnar vegna. Hér er um að ræða Police box sem sögur herma að geymi hlið inn í annan raunveruleika og þar megi ferðast í tíma og rúmi. Sannleikurinn er hins vegar sá að slíkir skúrar voru víða um borg á þeim tíma sem farartæki og fjarskipti vorumaf skornum skammti og í skúrunum höfðu lögreglumenn afdep, gátu hringt inn eftir aðstoð eða borðað skrínukostinn sinn. Þar mátti jafnvel hýsa fanga tímabundið ef svo vildi til

92F007BC-F51E-4EDC-9748-41CF53B8D27F

Við hvíldum síðan lúin bein á bekk í Winter Garden áður en lagt var upp í síðasta labb dagsins en allt er þetta í raun og veru á sama blettinum og endalaust hægt að skoða og njóta

5BED7B59-9891-4D67-82A4-0A11E6BBAA66

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s