Páskadagur 2019

90364DE7-C09E-42E0-8899-64E79FA476B0

Horft yfir útlenda borg
með nafn eins og áin í fjarska
Mengunin frá í gær
horfin líkt og fyrir kraftaverk
Heimurinn skýr
í morgunkyrrðinni

Lötrað niður fornan stíg
sem man fífil sinn fegurri
Tiplað yfir lestarteina
Í átt að miðbænum
sagan barin augum
kirkjurnar, listin, fólkið

Læstar dyr guðshússins
vernda tilbiðjendurna
og ferðalangurinn horfir inn
utangátta í sólinni
meðan kirkjuklukkur
minna á upprisuna

Turnspíra kinkar kolli
og teygir sig til himins
yfir götum sem hlykkjast
um hæðir og byggingar
hjartanlega sama
um mannanna amstur

1967CF3F-914A-4DE8-AFC1-E7A9D7DC4CD8

DA3827D9-1C6A-45FB-A527-DEF68E6718AC

Við gengum fram hjá The Old Queens Head í dag. Lítið hús sem kúrir í skugga háhýsanna stutt frá lestarstöðinni og rétt að baki rútustöðvarinnar. Byggt árið 1475 og því elsta húsið sem enn stendur uppi í borginni

Kaffi og meðþví inn á milli göngutúra í sólinni og við nánast þau einu sem völdu að sitja inni. Feistæmum á ormana heima og fengum þær fréttir að páskaeggin hefðu komið í leitirnar, léttir að vita það

Sátum dágóða stund í Peace Garden og horfðum á mannlífið. Börnin sulla í gosbrunnunum, foreldrar narta í nesti eða sleikja sólina og engin lætur sér bregða þó börnin, rennvot og skríkjandi, svetti vatni yfir gesti og gangandi í galsaskap. Merkilega afslappaður páskadagur í mannhafi þar þjóðerni og trúarbrögð skipta engu máli og fólk sleikir sólina í sátt og samlyndi. Ég nenni varla að draga upp myndavél, hvað þá pára neitt gáfulegt á blað, kannski seinna bara en páskakveðju semdi ég heim á klakann og verð að viðurkenna að mig langar ögn í væna lambasteik með brúnni sósu eða hangikjöt og jafning. Svona týpískan íslenskan hátíðarmat,

FE2CF630-5B4E-4F98-83A5-6260993486E2

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s