Föst heima með börnin 2. hluti

Það er auðvitað fjölmargt sem hægt er að gera heima með börnunum til tilbreytingar og listinn gæti því verið endalaus en hvernig væri að skapa listaverk, læra að sauma, prjóna eða hekla, nú eða vefa. Það er kannski örlítið meira mál að smíða en alls ekki óyfirstíganlegt. Við hjónin höfum reyndar orð á okkur fyrir að vera léttgeggjuð og hér er eitt og annað brasað sem sumir jesúsa sig yfir. Sálarróin ætti ekki að hanga á óaðfinnanlegu hreinlæti og snyrtimennsku rétt meðan börnin leika.

Listaverk: Skoðið listaverk tiltekins listamanns og vinnið verk í sama anda. Ef þig vantar tillögu má benda á Gustaf Klimt, Picasso, Piet Mondriaan, Keith Haring, Andy Warhol, Miro, Jackson Pollock, Henri Matisse ofl. ofl. Listinn byggir á því sem ég hef sjálf unnið með og þvi eru nöfnin valin út frá mínu áhugasviði og því verulega takmarkandi. Auðvitað mætti eins velja handversmann, tónlistamann, skáld eða hvern annan þann sem gaman væri að vinna með.

Vefnaður: Það eru ýmsar einfaldar leiðir til að vefa, s.s. að nota pappaspjald og klippa/skera 1/2 cm. inn í efri og neðri brún með 1/2 -1 cm. bili (samstætt) og vefja garni hring eftir hring þar til vefstólinn er tilbúin. Þá má hefja vefnaðinn með garni eða efnislengjum. Þegar stykkið er til er klippt á spottana á miðri bakhlið og bundið fyrir.

Munið þið eftir að hafa skrifað leynibréf með hreinum sítrónusafa? Hreint undur þegar skriftin birtist ef bréfið hitnar (hárblásari eða straujárn dugar vel til þess að afhjúpa leyndardóminn).

Þá var ekki síður gaman að leika leikinn: Ekki koma við gólfið eins og Lína Langsokkur kenndi vinum sinum Önnu og Tomma þarna um árið. Húsgögn, teppi og púðar mynda þrautabraut, helst í hring en ef það er ekki hægt þá má fara fram og til baka… og æfðu þig í að segja alls ekki “passaðu þig” “farðu varlega” eða “ekki detta” … tilgangslaus óhljóð af þinni hálfu sem bara trufla. Börn fara varlega, flest passa sig og gera það sem þau ráða við og … og haltu þér nú fast …það er eðlilegt að börn skrapi hné eða lófa, reki sig á og merji tá. Þannig læra þau á veröldina, lífið og sig sjálf og þau þurfa nauðsynlega á því að halda að fá að reyna á sig, gera tilraunir og þá jafnvel detta eða meiða sig smá.

Tik-tack-toe er leikur sem ég veit ekki hvað heitir á ástkæra ylhýra en snýst um keppni tveggja við að ná þremur eins í röð, þvert, lágrétt eða milli horna. Annar merkir með krossi en hinn með hring á níu reita borð. Auðvelt að teikna og má vera margnota ef notaðir eru legokúbbar í sitt hvorum litnum, tölur, tappar eða annað sem til er. Leikinn má flækja með því að nota borðtenniskúlu og kassa/glös og boppa boltanum á rétta staðinn, segir sig sjálft að það fer ekki alltaf eins og áætlað er.

Kenndu barninu að baka eða elda. Gerið það saman. Brauðbollur, kjötbollur, pastaréttir og hakkréttir eru margir afar einfaldir og hakk og spagettí fellur oft vel í kramið hjá börnum. Brytjaðir ávextir með grískri jógúrt er í uppáhaldi hjá okkur öllum sem eftirréttur og er einfalt í undibuningi. Egg, steikt, soðin eða hrærð eru barnameðfæri. Vöfflur, íslenskar skonsur og lummur eru einnig einfaldar og ég er löngu hætt að nota sykur í þær uppskriftir. Svo má lifa hættulega og skera nokkrar paprikur í tvennt eftir endilöngu og hreinsa þær, helltu vel af olíu yfir og saltað og piprað, smyrðu vel með pítsasósu, og þá osti, pepperoní- eða skinkubitum. Bakaðu við 180 í 10-15 min. Önnur einföld aðferð er að smyrja brauðsneið með pítsasósu, bæta við pepperóni eða skinku og osti áður en brauðið er bakað í ofni. Brauð með tómatsósu, brytjuðum pilsum og osti er líka ágætis snakk og brauðsneið með bökuðum baunum og osti hitað í ofni er ágætt líka. Allt uppskriftir sem börn geta gert að mestu sjálf. Ef þér ofbauð þetta má alltaf bara poppa.

Einfaldar uppskriftir það sem hollustan flaug út um gluggann: Hálfur banani á pinna, dýft í bráðið súkkulaði með rjóma glubbi á toppinn …nammi namm.

Ískrap á fimm mínútum sléttum: 1 stór siplock poki og annar minni (u.þ.b. 1 l og 4 l). 2,4 ml mjólk, 1 tsk sykur (sumir vilja ögn meira), 1/2 tsk vanilludropar, 0.8+ml salt (tæplega 1 dl.). Ísmolar, iskurl. Helltu mjólk, sykri og vanilludropum í minni pokann. Fylltu þann stærri mep ísmolunum og saltinu. Settu minni pokann inn í þann stærri og lokaðu báðum vel. Hristu hraustlega í fimm mínútur. Fiskaðu litla pokann út og þerraðu … njótið. Ps. Trikkið með saltið og ísinn dugar líka ef þig vantar skyndikælingu á drykkinn… djúsinn vildi ég sagt hafa :).

Svo hefur auðvitað einhver snillingurinn gefið út þessar fínu leiðbeiningar um það hvernig best er að snúa sér við eldhúsverkin með leikskólabörnum:

https://kidshealth.org/en/parents/cooking-preschool.html

Hér eru fjölmargar hugmyndir að barnvænum uppskriftum:

https://www.sitters.co.uk/blog/15-fun-cooking-activities-for-kids.aspx

https://www.bbcgoodfood.com/recipes/collection/kids-cooking

https://tasty.co/article/melissaharrison/cooking-with-kids

https://www.tasteofhome.com/collection/easy-recipes-for-kids-to-make-by-themselves/

Þessar eru nú ekki ætar en kannski langar þig frekar að finna þinn innri föndrara og láta gamminn geysa með skæri og blað … og börnin, ekki gleyma börnunum:

https://www.happinessishomemade.net/quick-easy-kids-crafts-anyone-can-make/

https://www.goodhousekeeping.com/home/craft-ideas/how-to/g1389/diy-kids-activities/?slide=1

https://www.easypeasyandfun.com/crafts-for-kids/

Ef þér detta engir leikir í hug þá eru hér fyrirtakst hugmyndir að leikjum:

https://parenting.firstcry.com/articles/top-40-fun-indoor-games-for-kids/

https://www.familyfuntwincities.com/indoor-games-for-kids/

https://www.todaysparent.com/toddler/20-fun-indoor-games/

… og ef þið eigið lego eru hér nokkrar námstengdar hugmyndir, ekki að lego sé ekki yfirleitt fyrirtaks námsleið eitt og sér en maður getur alltaf á sig blómum bætt… https://childhood101.com/lego-learning-activities/

Blundar í þér þrá til að læra að teikna? Hér má finna leiðsögn og þú getur lært um leið og börnin: https://www.kennedy-center.org/education/mo-willems

Svo má komast í safaríferð með leiðsögn heima í stofu: https://m.facebook.com/cincinnatizoo/

Eða taka kúrs og láta reyna á listrænu hliðina: https://www.kitchentableclassroom.com/online-art-classes-for-kids/

… og ef fullorðna fólkinu leiðist þá er alltaf gott að glugga í bók, kannski rijfa upp svo sem eins og einn gamlan standard… Eða bara eitthvað nýrra:

http://www.openculture.com/free_ebooks

https://mashable.com/article/free-ebooks/

https://www.free-ebooks.net

En þegar upp er staðið má það helst af ástandinu læra hve starf leikskóla- og grunnskólakennara er mikilvægt og hve skiljanlegt er að börnin ykkar þurfa hvíld og ró þegar skóladeginum lýkur…Verum heiðarleg hérna … hve mörg ykkar myndu í raun kjósa að vera ábyrg fyrir námi, þroska og líðan 24-30 barna í litlu rými allan liðlangan daginn… (og á skítalaunum í þokkabót)? Um leið og ég sendi heilbrigðiststarfsfólkinu okkar baráttukveðjur og þakka fyrir mig og mína segi ég skál fyrir kennurum, þið eigið það skilið.

Ein hugrenning um “Föst heima með börnin 2. hluti

  1. Bakvísun: Erindi, námskeið, veggsjöld – Þróunarverkefni og rannsóknir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s