Um mig og vefina mína

Ég heiti Anna Elísa og er satta að segja margt og mikið. Ég er auðvitað fyrst og fremst ég sjálf, með eiginleika, áhugamál og getu af ýmsu tagi. Svo er ég fjölskyldumanneskja, eiginkona, móðir, amma, tengdamamma, systir, frænka og ofl.ofl. Ég er líka leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyri (unak.is) og nota ég þennan vettvang  til að skrifa um hugarefni mín og áhugamál sem og til að koma á framfæri verkefnum nema. Hér neðar má finna upplýsingar um námskeiðin sem ég kenni

Ég er lestrarhestur, með sérstaka ástríðu fyrir barnabókum, helst en þó ekki bara, gömlum og æfafornum. Í gegnum tíðina hef ég föndrað heil ósköp, smærri smíðaverkefni, prjón ofl en geri litið af því í seinni tíð. Mér finnst gaman að baka, sérstaklega gerbrauð og oft hlusta ég á tónlist og þá fer það eftir því hvort ég er ein (óskiljanlegt mix af gömlu poppi, country, rapp, ballöðum og allskonar) eða ef fleiri eru heima (jass, blues, soul eða klassík)

Svo finnst mér gaman að ferðast og undirbý þá skoðunarferðir og göngutúra dyrirfram með áherslu á allskonar nördaskap eins og sjá má á ferðabloggunum mínum

Áralöng starfsreynsla í leikskóla hefur kennt mér margt og mikið, bæði viðfangsefnin með börnunum, skipulagið, námsskráin og allt smávægilega amstrið sem engin leið er að henda reiður á fyrirfram en ég hef líka lært mikið um samstkiptin við börnin, samstarfsfólkið og foreldrana. Sumu þessa geri ég skil hér

Þróunarverkefnin sem ég hef komið að, samið og stýrt eru fjölmörg og fyrir þeim er gerð grein annars staðar. Sama á við um rannsóknirnar, greinarnar og stærri verkefnin sem ég hef haft aðkomu að í starfinu við HA

https://orcid.org/0000-0002-1094-1010

Leikur, kenningar og leikþroski, LKL: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86383620180&namskra=1

Leikur sem kennsluaðferð, LEK: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86384420186&namskra=1

Barnið í samfélaginu, BÍS: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86384820200&namskra=1

Málörvun og læsi, MÁL: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86385920166&namskra=1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s