Um Anna Elísa

Anna Elísa er leikskólakennari og lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri

…meint svik við #metoo

Ég hef farið allan hringinn undanfarið, verið reið, fúl, pirruð, leið, sorgmædd, undrandi og eignlega á endanum rasandi yfir skilningsleysi fólks og virðingaleysi gagnvart þolendum ofbeldis. Meint*heimskuleg skrif og athugasemdir tröllríða samfélags- og fréttamiðlum, skrif um að sök sé ekki sök nema fórnarlambið gangi alla leið og gefi opinbert veiðileyfi á sig með því að stíga fram undir nafni. Skrif sem rengja sögur og atvik af því kallinn/kellingin er svo helvíti merkilegur pappír eða skrif um að þolandi skuldi samfélaginu eitthvað og verði sjálfviljugur að ganga til eigin aftöku án dóms og laga, sem er það sem hendir þá sem opinbera sig sem þolendur. *Fyrra ég mig ekki allri ábyrgð ef ég nota orði meint með þessum hætti hér framar? Mér sýnist það vera þannig sem orðið er notað nú orðið leynt og ljóst…

Við sem samfélag skuldum þolendum það að standa með þeim, verja þá en ekki kalla eftir enn meiri árásum… og það veit það hver sem vill að í slíkum málum er nær ómögulegt að ná fram réttlæti, hvað þá koma þeim fyrir dóm og þá nær útilokað að dómur skili neinu. Þetta er samfélagið sem við búum í og kjarni #metoo var að draga stöðuna fram, gefa þolendum rödd ekki neyða þá til að fara í bardaga sem yrði alltaf ljótur, langvinnur og nánast fyrirfram tapaður fyrir þolendur

Svo þú, lesandi góður, hefur auðvitað rétt á þínum skoðunum, rétt á að skrifa þær og tjá, rétt til að koma því áframfæri sem þér finnst mikilvægt en hitt hef ég efasemdir um hve siðferðislega rétt það er að þú getir sett þig í dómarasæti um sekt eða sakleysi og leyft þér að traðka á þeim sem þegar hefur þolað nóg. Við þá sem segja að sögur af þessu tagi séu uppspuni þá vil ég spyrja til baka, hversvegna eru það fyrstu viðbrögð þín að efast? Það er miklu líklegra að sagan sé sönn en login, miklu líklegra… og þegar fleiri en einn hafa sömu sögu að segja hlýtur sannleiksgildið að vera meira ekki minna. Þolendur eru sjaldnast að skrökva enda ekki arða að heilbrigða skynsemi í því að stíga fram með ásökun um ofbeldi, hvað þá kynferðislegt og í því liggur stærsta þversögnin í allri umræðunni. Krafa er sett á þolendur um að stíga fram… en svo eru fyrstu viðbrögð að segja þá ljúga… hugsaðu um það…

26. september birtist grein góðrar konu í Fréttablaðinu þar sem vitna er til facebook færslu hennar. Hún segir að #met­oo byltingin hafa verið til lítils ef að konurnar stígi ekki fram og að þolendur ættu „án kvíða og ótta“ að geta komið fram undir nafni og þannig staðið með sjálfum sér og öðrum kyn­systrum sínum. Tilgangurinn virðist sá að vernda mann­orð tiltekins manns og er það gott og gilt en hún heldur áfram og segir það “svo­kallaðri Met­oo byltingu til háðungar,“ ef þolendur stíga ekki fram undir nafni. Þar kristallast svo mikill grundvallarmisskilningur á #metoo að það er næstum fyndið ef það væri ekki um leið svona grafalvarlegt og sorglegt. Segjum sem svo að þolendur stígi fram, sagan hefur kennt og sýnt skýrt hvað gerist næst. Það yrði svo sannarlega ekki án kvíða og ótta svo vitnað sé í orð konunnar sem greinina skrifar og það er svo sannarlega hvorki hennar né annara að ákveða með hvaða hætti þolendur standa með sjálfum sér. Það þarf ekki að grafa djúpt eða víða til að sjá hvaða málsmeðferð þolendur mega eiga von á og ahugasemdakerfið sýnir líka vel hvað bíður þeirra sem stíga fram og benda á ofbeldi eða yfirgang. Hvort sem við viljum horfast í augu við það eða ekki þá er veröldin full af ómerkilegu fólki sem hagar sér vel inn á milli, fólk sem gerir vonda hluti eða jafnvel hræðilega þegar þú sérð ekki til. Og veistu, það að þú sást það ekki þýðir ekki að það hafi aldrei gerst. Svolítið skrítið að þurfi að benda fullorðnu fólki á þá staðreynd. Við erum nefnilega samfélag sem ver og jafnvel umbunar skíthælum en traðka þá í skítinn sem benda á að keisarinn er ekki sú silkihúfa sem hann skreytir sig með heldur raun berrassaður og til skammar. Nafnbirtingar eru viðkvæmt og alvarlegt mál en vandinn liggur í því, hvort heldur er í stóra samhenginu eða því litla, að við lifum í gerendavænu samfélagi þar sem þolendur eiga sér ekki viðreisnar von og afbrotin eru mörg og víða.

#metoo byltingin var ekki hugsuð til að henda þolendum fyrir úlfana heldur þvert á móti til að við hin tökum slaginn fyrir þá. Þolendur skulda engum neitt og sértaklega ekki yfirgangsseggjum og ofbeldismönnunum og alls ekki þeim sem kemur málið hreint ekkert við. En í hvert sinn sem þolandi vogar sér að stinga upp höfði hópast lýðurinn á torg og hrópar hástöfum til varnar mannorði, fjölskyldu og framtíð sakbornings rétt eins og hin hliðin sé mannorðs, fjölskyldu og framtíðarlaus eða skipti hið minnsta engu máli. Af því við vitum jú öll að að það má alls ekki rugga bátnum með óhreina tauji þess sem níðst er á og í sameiningu ýtum við þeim í kaf aftur eða fáum þá til að þegja með öllum tiltækum ráðum. Það er svo miklu auðveldara þannig… ja að minnsta kosti þangað til þú ert þolandinn, þá verður það ekki svo auðvelt lengur…

Enid Blyton

Fyrsti hluti þessa bloggs varð til á fæðingardegi Enid Blyton (11.8 1897–28.11 1968) en síðar bætti ég við það og bjó að lokum til stutt myndband fyrir nemendur mína í HA, sjá slóð neðar.

Enid Blyton skrifaði hátt í 800 bækur, 762 útgáfur ef við erum nákvæm, ja eða þannig var það síðast þegar var talið. Einkar afkastamikill höfundur sem sum árin gaf út 40 bækur, geri aðrir betur. Bækur hennar hafa verið þýddar á 90 tungumál og eru sífellt endurútgefnar. Langlífur orðrómur um að Blyton hafi í raun notað „ghost writers“, hulduritara sem skrifuðu fyrir hana en hún tók alla tíð fyrir það.

Doddi (Noddy) markaði fyrstu kynni mín af Blyton en síðan las ég allar þær vækur sem ég komst yfir spjaldanna á milli. Ævintýrabækurnar (Adventure series) sem voru 8 talsinsfimmbækurnar (Famous five) en þær urðu 21 og voru mitt uppáhald, leynifélagsbækurnar (Secret Seven) og dularfullubækurnar (Five Find-Outers and Dog) en báðir flokkar innihalda 15 bækur. Bækurnar þrjár, nú eða voru þær fjórar? …um Baldintátu (The naughtiest girl) las ég en ekki oft að mig minnir, þær eru alla vega ekki minnistæðar og þó boða þær jafnrétti, jöfnuð og eru ótrúlega framsæknar á margan hátt. Ég sættist svo aldrei almennilega við ráðgátubækurnar (Barney Mysteries) 6 bækur sem komu út frá og með arinu 1987. Þá er ég fullorðin og gagnrýnni enda sló mig óréttlætið og mismununinn. Síðar las ég bækurnar um bangsa fyrir börnin i leikskólanum en það væru bækur sem Blyton skrifaði síðar á ferlinum. Ég held bara að þar með séu upptaldir þeir flokkar og bækur sem hafa verið þýdd á íslensku eftir þennan merka höfund.

Má bjóða þér að líta í bókaskápinn minn? Blyton trónir þarna efst:

72892A31-50AE-411F-8AF6-E96DC5CF81AF

Doddi er líklega þekktasta sögupersóna Blyton og hún samdi 150 Dodda bækur, sem íslenska Wikipedia segir 24. Doddi hefur verið í sýningum í sjónvarpi frá miðri síðustu öld. Doddi þótti af mörgum ekki merkilegur pappír og var m.a. bannaður hér og hvar í tímanum fyrir ýmislegt, fyrst fyrir að vera lélegur skáldskapur, þá fyrir að sýna pólítíska ranghugsun og enn síðar fyrir homophobiu og rasisma. Það er vandlifað, meira að segja i leikfangalandi. Almennt hafa bækur Blyton fengið á sig þá gagnrýni að hafa þunnt innihald, þær þótt rasískar, forréttindamiðaðar og gjarnan lítið femíniskar og að mínu viti kannski horft fram hjá mörgu sem skiptir máli. T.d. því að höfundur var fæddur á næst síðustu öld og lést fyrir jafnréttisbaráttuna uppúr og í fyrir 1970. Á lista yfir tíu verstu rasísku barnabækurnar má finna tvær bækur eftir Blyton; Dodda og The Three Golliwogs og þar eru þær í félagskap Kypling (Kim), Mark Twain (Stikkilsberja Finnur), Hergè (Tinni í Kongó), Lofting (Dagfinnur dýralæknir), Bannerman (Litli svarti Sambó) og sögunum um húsið á sléttunni (Laura Ingals), de Brunhoff (Babar) og auðvitað Winner (tíu litlir negrastrákar) sem upphaflega voru iníánar, svona getur lán minnihluta hópanna fallvalt. Ég gæti nefnt fjölmargt bókunum til varnar á öllum þessum sviðum og vel gæti verið a stundum eigi myndskreytingarnar sinn hlut í gagnrýninni, a.m.k. stumdum framan af. Í formála fyrstu bókar Blyton skrifar hún og svarar kannski gagnrýninni að hluta til sjálf og segir að börnin í gær eru ekki eins og börnin í dag:

CD10BB4E-CFD8-476F-A5B5-C15D194F7F86

Gleymum svo ekki að Blyton skrifaði um óþekku stelpuna Naldintátu, um hörku stelpuna sem gegndi engu nema strákanafninu Georg og Blyton viðurkenndi að þar væri hún að skrifa um sig sjálfa. En Enyd skrifaði sögur með stelpum í aðalhlutverki og þær kalla ekki allt ömmu sýna, s.s. Baldintáta en fleiri mætti nefna. Hin hliðin er svo dýravinurinn Finnur og Júlíus sem er einkar umhyggjusamur og vingjarnlegur. Munið þið t.d. hann Jonna sem birtist í tveimur seríum (Jack og Dick) og var gott ef það var ekki Anna í tveimur líka. Hvað er þetta með að láta börnin í ólíkum seríum heita sömu nöfnum? Það má alfarið skrifað á íslensku þýðendurna sem hefðu mátt gæta sín betur. 

Enid skrifar líka um einstæðu móðurina, mömmu Finns og Dísu sem tók að sér munaðarlausu systkinin Önnu Og Jonna í ævintýrabókunum og dæmin eru fleiri. Ég naut þess að lesa um ferðalög, hættuspil og klára krakka sem saman leystu ur hverri þraut. Munum líka að það var ekki oft á þessum tíma, og alltof fátítt enn í dag að geta lesið um stelpur sem tóku fullan þátt og voru á kafi í ævintýrum. Ég vildi að þýddar hefðu verið fleiri bókaflokka Blyton, sérstaklega þessir sem fjalla bara um stelpur.

Ég las bækurnar ekki gagnrýnislaust, þó ég væri písl. Framkoman við sígaunana stakk mig á stundum og það pirraði mig að börnin þurftu aldrei á salerni. Ég vorkenndi líka aumingja Önnu sem var eilíft að sjóða fimm mínútna egg eins og heimsfriðurinn ylti á nákvæmninni og ég var handviss um að Georg væri með þetta, a.m.k. sauð hún engin egg eða vaskaði upp, braut saman föt fyrir alla og lagaði til eftir hina

040BEED5-4ABE-455B-AB84-5823CA67EAC1

Gagnrýnin á bækur Blyton hefur verið hörð og framan af voru það karlar sem hæst heyrðist í, tökum það með í reikninginn. Þess vegna hafa bækur Blyton verið, og eru, ritskoðaðar, sumu breytt og annað fært í meira pólítískt rétthugsandi búning miðað við tíðarandann núna. 2010 tilkynnti (enska) útgáfufyrirtæki fimm bókanna áætlun um að gefa bækurnar út með breyttri orðanotkun, m.a. skipta orðum út fyrir samheiti sem væru þekktari. Hugmyndinn mætti andstöðu og hún var slegin af. Ég velti fyrir mér hvort einhverjum detti í alvöru í hug að gera það sama við Dickens svo dæmi sé tekið en hitt veit ég að BBC kvikmyndaði ævisögu Blyton árið 2009 með Helena Bonham Carter í aðalhlutverki og heitir sjónvarpsþátturinn einfaldlega Enid

Bækur Blyton hafa ratað á svið, orðið að söngleik, verið kvikmyndaðar ofl. ofl. Blyton er númer sjö á lista mest seldu höfunda í heiminum, ekki svo lítið afrek í sjálfu sér og þá sérstaklega fyrir barnabókahöfund og þar stendur nafn hennar í kjölfar Shakespeare, Agötu Cristy, Barböru Cartland og Daniel Steel. Konur standa sig vel í að skrifa bækur sem seljas, það verður að segjast. Það vakti því nokkra eftirvæntingu þegar handrit að óútgefinni bók fannst um 2011 með sögu um töfrum hlaðna lest ef ég man rétt en ekki veit ég hvort bókin var síðan gefin út svo kannski er hún þarna úti og bíður þess að vera lesin

Fyrsta bók Blyton var ljóðabók og heitir Child whispers (1922, sjá slóð neðar). Blyton sagði að tvennt heillaði börn helst þegar kæmi að skáldskap, annars vegar húmor og hins vegar ljóðræna sem höfðaði til ímyndunaraflsins. Sennilega hefur hún sitthvað til síns máls því hún náði vel,til ungra lesenda.

Fyrsta bók Blyton á íslensku kom út árið 1945 undir heitinu Sveitin heillar. Á Wikipediu er hún sögð úr bókaflokknum sjö saman en í lýsingu á bókinni í Menntamálum (1945) er sagan sögð vera um fjögur börn frá London svo það passar ekki alveg. Hitt er víst að hún var gefin út af bókaútgáfunni Björk, þýðandi var Sigurður Gunnarsson, þá skólastjóri á Húsavík og sagan var lesin í morgunútvarpi barnanna 1975. Þessa bók á ég ekki i safni mínu en vildi gjarnan eiga, þó ekki væri nema til að ganga úr skugga um hvaða flokki hún tilheyrir. Fyrsta ævintýrabókin kom út 1950 og þær síðan hver af annari. Fimm bækurnar voru endurútgefnar rétt fyrir aldamótin og sjálfsagt fleiri bókanna ef ég man rétt.

63D58769-79C0-4FD9-B9D2-A9B8B925B1D6

Vel gæti ég skrifað langan pistil um myndskreytingarnar í bókum Blyton og listamennina sem með henni unnu en læt duga að henda í ykkur einum mola: Kenningar eru uppi um að Dodda hafi ætlað að verða evrópska hliðstæðan við Mikka mús, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Fyrir forvitnissakir:

Meira um bókaflokkana og persónurnar

Fimm bækurnar (Famous five) Júlíus, Jonni, Anna, Georg og hundurinn Tommi (Julian, Dick and Anne and George, and her dog, Timmy) 25 bækur en auk þess skrifaði Blyton smásögur um þau sem komu út í safni á ensku 1995. Krakkarnir eru 10-12 ára

Famous Five

 1. Five on a Treasure Island (1942)
 2. Five Go Adventuring Again (1943)
 3. Five Run Away Together (1944)
 4. Five Go to Smuggler’s Top (1945)
 5. Five Go Off in a Caravan (1946)
 6. Five on Kirrin Island Again (1947)
 7. Five Go Off to Camp (1948)
 8. Five Get into Trouble (1949)
 9. Five Fall into Adventure (1950)
 10. Five on a Hike Together (1951)
 11. Five Have a Wonderful Time (1952)
 12. Five Go Down to the Sea (1953)
 13. Five Go to Mystery Moor (1954)
 14. Five Have Plenty of Fun (1955)
 15. Five on a Secret Trail (1956)
 16. Five Go to Billycock Hill (1957)
 17. Five Get into a Fix (1958)
 18. Five on Finniston Farm (1960)
 19. Five Go to Demon’s Rocks (1961)
 20. Five Have a Mystery to Solve (1962)
 21. Five Are Together Again (1963)

Ævintýrabækurnar (The adventure series) Finnur, Dísa, Anna, Jonni og páfagaukurinn Kíkí (Philip, Jack, Dinah, and Lucy-Ann and Kiki). Bækurnar í flokknum áttu að verða sex en vegna þrýstings bætti Blyton tveimur við. Stelpurnar eru 11 og 12 ára en drengirnir ögn eldri

 • The Circus of Adventure (1952)
 • The River of Adventure (1955)

Leynifélagsbækurnar (The secret seven) Beta og Palli, Lárus, Dísa og Finnur og hundurinn Snati, hér verður eiginlega líka að nefna lögreglumanninn Gunnar (Peter, Janet, Jack, Barbara, George, Pam og Colin). Þessar skera sig úr hinum flokkunum því þær gerast á skólatíma meðan hinar eiga sér stað í skólafríum eins og fimm bækurnar og ráðgátubækurnar eða á ferðalögum erlendis eins og ævintýrabækurnar.

The secret seven:

 1. At Seaside Cottage (1947)
 2. Secret of the Old Mill (1948)
 3. The Humbug Adventure (1954)
 4. Adventure on the Way Home (1955)
 5. An Afternoon with the Secret Seven (1956)
 6. Where Are the Secret Seven? (1956)
 7. Hurry, Secret Seven, Hurry! (1957)

Dularfullubækurnar (five find-outers and a dog) (Larry (Laurence Daykin), Fatty (Frederick Trotteville), Pip (Philip Hilton), Daisy (Margaret Daykin), Bets (Elizabeth Hilton) and Buster, Fatty’s dog). Krakkarnir eru 8-13 ára og bækurnar gerast í skólafríum og eru 15 talsins

Five find-outers and a dog

The Mystery of the Burnt Cottage (1943)
The Mystery of the Disappearing Cat (1944)
The Mystery of the Secret Room (1945)
The Mystery of the Spiteful Letters (1946)
The Mystery of the Missing Necklace (1947)
The Mystery of the Hidden House (1948)
The Mystery of the Pantomime Cat (1949)
The Mystery of the Invisible Thief (1950)
The Mystery of the Vanished Prince (1951)
The Mystery of the Strange Bundle (1952)
The Mystery of Holly Lane (1953)
The Mystery of Tally-Ho Cottage (1954)
The Mystery of the Missing Man (1956)
The Mystery of the Strange Messages (1957)
The Mystery of Banshee Towers (1961)

Ráðgátubækurnar (Barney misteries) Reynir, Dóra, Bjarni (Roger, Diana and Barney) krakkarnir eru 13 til 15 ára, 11 ef óþolandi frændinn (Snubby) er talin með

Barney Misteries

 • The Rockingdown Mystery (1949)
 • The Rilloby Fair Mystery (1950)
 • The Ring O’ Bells Mystery (1951)
 • The Rubadub Mystery (1951)
 • The Rat-a-Tat Mystery (1952)
 • The Ragamuffin Mystery (1959)

Baldintáta Elísabet (Elisabeth Allen)

Anne Digby hélt síðan áfram að skrifa sögurnar um Baldintátu

Ef þú vilt lesa ljóðin í fyrstu bók Blyton þá finnur þú þau hér:

https://archive.org/details/ChildWhispers/page/n47

Ef þú vilt lesa það sem aðrir eru að velta fyrir sér um Blyton:

Grein Ármanns Jakobssonar á Knúz 5. mars 2015

https://knuz.wordpress.com/2015/03/05/eg-vil-vera-strakur-af-draumum-enid-blyton-um-ad-vera-manneskja/

Grein á mbl. í tilefni 100 ára fæðingarafmæli Blyton

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/349466/

Blogg Guðrúnar Láru um Baldintátu 7.11 2011

http://bokvit.blogspot.com/2011/11/utopiskt-barnasamfelag-gulnuum-blasium.html

VolksWagen Caravelle 1987 ferðabíll

Seldur Fornbíll og þvi eru tryggingar ódýrar og engin bifreiðagjöld. Skoðaður (gildir til 2021). 1,9 lítra bensínvél, vatnskæld boxervél, aftur í bílnum. Annar umgangur af dekkjum á felgum fylgir og bílinn er með dráttarkúlu. Vaskur (25 l vatnsgeymir), gashella (tvær), sólarsella og neyslugeymir. Markísa og kælibox fyrir 12 og 220v, hjólagrind fyrir tvo hjól, lítill rafmagnsofn (220v). Rúmstæðið er geysigott (160X190) borðplatan fixuð svo hún hentar yfir framsætin sem rúm fyrir barn. Farþegasætinu má snúa og í bílnum eru myrkvunartjöld allan hringinn og auðvelt að draga fyrir framgluggana. 

32D5CA5D-A803-4FBB-B03D-416F016C09EC

2008-2019 Gráninn okkar – stutt yfirlit yfir tímann okkar saman

 

2008: Bílinn er keyptur frá Egilsstöðum, stirður og lítið hreyfður. Smurt og liðkað, smálagfæringar og það nauðsynlega, keyptum yfirdýnu og ákváðum að rúlla henni upp með sængunum og þá þarf bara eitt handtak eða svo til að hafa rúmið til. Fengum okkur ferðaborð og tvo stóla sem passa á bak við bílstjórasætið. Þangað rataði svo fleira smávegis, s.s. sjúkrakassi, lítill sópur og smá viðgerðataska. Settum snaga aftan við bílstjórasætið sem kemur sér vel þegar lagt er. Með hverri ferð liðkaðist Gráni gamli og styrktist.

2009: Fengum markíksu á bílinn og settum upp myrkvunartjöld allan hringinn. Nýr vatnskassi og fleira smálegt.

2010: Neyslugeymir og kælir, dekking á gluggana aftur í og belti fyrir þriðja farþegann. Braut undir kælinn og hlerinn einangraður og hliðarnar. Hert á handbremsu og sá gamli flaug í gegnum skoðun. Tjöld fyrir framgluggann, hallamál við bílstjórasætið til að auðvelda að leggja.

2011-2012: Góð skoðun, hert á bremsum, tékkað á olíu og öllu þessu venjulega. Fest upp net við höfðagaflinn fyrir smádót. Annars bar bara að njóta.

2013-2014: Orðin opinber fornbíll og þarf því skoðun annað hvert ár. Sólarsella sett á þakið. Skipt um bremsumborða og soðið í gat, skipt um headpakkningu og smíðaðar skúffur í skápinn, annað gott framan af þar til laga þurfti yfirþrýsting á olíu. Bílinn afbragð eftir það. Hlerinn aftur í þéttur. Borðið fixað svo það henti líka yfir framsætin sem auka rúm fyrir stuttlung, smíðuð hilla þvers aftur í með hátölurum og ljósum. Nýjar gardínur á braut fram í.

2015-2016: Blöndungurinn stilltur, smurning og þetta venjulega, skipt um kertaþræði. Ári seinna var settur nýr startgeymir auk þessa árlega.

2017-2018: Nýjar hjólalegur, hjólagrind aftan á. Venjuleg árleg yfirhalning.

2019: Nýr neyslugeymir og fastir liðir.

Gráni er gamall og fer ekki hratt upp brattar brekkur, hann er líka rólegur í hægaganginum en fínn á keyrslu. Hann hefur reynst einkar vel og verður saknað.

37121EB1-0E8E-4E30-B2E6-0247D58FE1B6

 

Hafa má samband:    annaelisahreidars@gmail.com       eða       arnaryng@gmail.com

Titlatog og fallegir kjólar

7C1B3F27-54C7-409E-A12E-4C271929780C

Dagurinn í dag er eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir. Hann hófst snemma þegar Marion Overson kom við og keyrði okkur á fund í Pakistan Muslim Centre i Darnall. Þar hittum við Lee Crookers og einn stjórnenda miðstöðvarinnar, Shahid Ali til að ræða um makerspace. Brennandi áhugi Lee á samfélagslegi ábyrgð háskóla (University of Sheffield) er einkar hvetjandi og Marion segir hann einkar örlátann á tíma sinn þegar að slíkum verkefnum kemur. Lee þessi er annar aðal leiðbeinanda Marion í doktorsverkefninu hennar sem einmitt snýr að samfélagslegri ábyrgð háskóla, ekki bara þegar það kemur þeim vel og fjárhagslegur ávinningur fylgir heldur ekki síður þegar það gerir það ekki. Við hittum hinn leiðbeinandann í síðustu viku, mann að nafni Tim, einkar geðþekkan prófessor sem var nánast einn við vinnu í húsi kennslufræðanna daginn fyrir páska

9452CC4F-7611-4C76-BEA2-2E9ABB9A5784

Fyrsti hluti heimsóknar okkar í Pakistan Muslim Centre fólst í leiðsögn um húsakostinn. Geðþekkur maður sem kynnti sig sem Hafies sýndi okkur byggingarnar sem áður voru skólar, grunn- og framhaldsskóli, í sitt hvorri byggingunni. Megin verkefnið framundan er að fjármagna viðgerðir og endurbyggingu á húsnæðinu sem er bísna lúið. Hann fræddi okkur um aðkomu háskólans og stúdentanna sem m.a. fólst í að nemar í arkitektúr settu fram tillögur að hönnun fyrir svæðið, bæði úti og inni. Annað samvinnuverkefni fólst í að nemar og kennarar þeirra í læknisfræðum unnu með útvarpstöð stöðvarinnar að þáttum um heilsu og heilbrigði

837965E9-43B8-48DD-AF7D-C3F95B1A6F88

Við funduðum um möguleika skapandi rýmis (makerspace), fjármögnunarleiðir og eftirsóknarverð verkefni. Og ég verð að segja að ég held við höfum öll grætt töluvert á því að skiptast á skoðunum, taka hugmyndir áfram og móta mögulegar leiðir. Ég veit að ég fer heim með góðar minningar um fólkið sem býr röngu megin við lestarteinana í orðsins fyllstu merkinu og leggur sitt af mörkum til að bæta líf samborgara sinna og þá ekki síst barnanna og eldra fólksins með starfi sínu i pakistönsku miðstöð múslima hérna hinum megin við hæðina

89CC42AD-39D2-41E4-9E1E-F6FC51B51F1B

Síðdeginu eyddum við síðan í bíltúr um The Peek District. Sheffield stendur nefnilega að hluta til í þjóðgarði og Marion keyrði okkur um svæðið sunnan við borgina. Hér er óneitanlega fallegt, dalir og hæðir sem liðast um og lítil þorp við veginn sem láta lítið yfir sér. Við stoppuðum í Bakewell en þar er fæðingastaður puddings, sel það ekki dýrara en ég keypti það en auðvitað urðum við að borða á staðnum þar sem undrið gerðist, fyrsti búðingurinn varð til. Ég pantaði mér roast with pudding og svo fékk ég allt annarskonar pudding í eftirrétt. Skemmtileg upplifun og bragðgóð í æfafornu húsi og notalegu eftir því

Eftir matinn gengum við um þröngar og einkar krúttlegar göturnar, kíktum inn í búðir og eyddum peningum, þ.e. Marion og ég, Arnar tók bara myndir. Nú er ég tveimur gullfallegum kjólum ríkari

209F9274-E1CF-4964-AC3D-98B51129E75B

Á heimleiðinni keyrðum við fram hjá kunnuglegri byggingu, ég er ekki frá því að þarna hafi hroki og hleypidómar verið tekinn upp og líklega ýmsar fleiri myndir og þáttaraðir. Gerið þið svo vel, svipmyndir frá Chatsworth þar sem hesthúsin hæfa kóngi

D3D35E45-E893-4870-A2D3-C4B136E10886

892850B0-4172-4668-BAA1-6C738E16507A

89755606-37D4-4CA4-A1E5-D09C4E0E1F89

Það vakti athygli mína að í tveimur þorpum sem við keyrðum um voru gluggapóstar, hurðir og öll skilti í blágrænn dimmum lit sem ég kann ekki að lýsa betur. Aðspurð sagði Marion mér að að þetta væri einkennislitur hertogans á svæðinu sem á, gerið þið svo vel, allt þarna með manni og mús. Hvernig hægt er að eiga tvö þorp og allt þar í kring er ofar mínum skilningi en svona er þetta nú sums staðar

63002E79-37C9-44D6-91EC-DD060639C320

Veðrið lék við okkur í dag, sól og blíða og hellidembur í bland. Þrumur og eldingar og allt gerði þetta veröldina enn fallegri en ella

07382546-B962-4E4C-AD98-7CAF44C5FF15

Góður dagur að kveldi kominn og annar spennandi rétt handan við hornið

 

Páskadagur 2019

90364DE7-C09E-42E0-8899-64E79FA476B0

Horft yfir útlenda borg
með nafn eins og áin í fjarska
Mengunin frá í gær
horfin líkt og fyrir kraftaverk
Heimurinn skýr
í morgunkyrrðinni

Lötrað niður fornan stíg
sem man fífil sinn fegurri
Tiplað yfir lestarteina
Í átt að miðbænum
sagan barin augum
kirkjurnar, listin, fólkið

Læstar dyr guðshússins
vernda tilbiðjendurna
og ferðalangurinn horfir inn
utangátta í sólinni
meðan kirkjuklukkur
minna á upprisuna

Turnspíra kinkar kolli
og teygir sig til himins
yfir götum sem hlykkjast
um hæðir og byggingar
hjartanlega sama
um mannanna amstur

1967CF3F-914A-4DE8-AFC1-E7A9D7DC4CD8

DA3827D9-1C6A-45FB-A527-DEF68E6718AC

Við gengum fram hjá The Old Queens Head í dag. Lítið hús sem kúrir í skugga háhýsanna stutt frá lestarstöðinni og rétt að baki rútustöðvarinnar. Byggt árið 1475 og því elsta húsið sem enn stendur uppi í borginni

Kaffi og meðþví inn á milli göngutúra í sólinni og við nánast þau einu sem völdu að sitja inni. Feistæmum á ormana heima og fengum þær fréttir að páskaeggin hefðu komið í leitirnar, léttir að vita það

Sátum dágóða stund í Peace Garden og horfðum á mannlífið. Börnin sulla í gosbrunnunum, foreldrar narta í nesti eða sleikja sólina og engin lætur sér bregða þó börnin, rennvot og skríkjandi, svetti vatni yfir gesti og gangandi í galsaskap. Merkilega afslappaður páskadagur í mannhafi þar þjóðerni og trúarbrögð skipta engu máli og fólk sleikir sólina í sátt og samlyndi. Ég nenni varla að draga upp myndavél, hvað þá pára neitt gáfulegt á blað, kannski seinna bara en páskakveðju semdi ég heim á klakann og verð að viðurkenna að mig langar ögn í væna lambasteik með brúnni sósu eða hangikjöt og jafning. Svona týpískan íslenskan hátíðarmat,

FE2CF630-5B4E-4F98-83A5-6260993486E2

Í sumar og sól

Í dag var meiningin að taka lífinu með ró og rölta um og koma snemma heim en ferðin varð lengri en áætlað var. Við gistum í airbnb stúdíóíbúð rétt ofan við lestarstöðina og hófum ferðina með því að ganga yfir Park Hill í átt að ánni Don

88FF5A02-A90A-4B62-BA84-1880076883D0

Park Hill hefur ekki gott orð á sér, það fann ég fljótt þegar ég sagði fólkinu hérna hvar ég dvel en það fer vel um mig og umhverfið ekkert til að hafa áhyggjur af. Það á kannski hið sama við og um Eyrina heima, það getur verið erfitt að reka af sér slyðruorðið en um 1930 var Park Hill hverfið þekkt fyrir lélegan aðbúnað og háa tíðni ofbeldisglæpa og að þeim sökum kallað litla Chicago

FCFB6E43-4124-412B-A153-296C14CA4FA6

Veröld borgarbúa virðist hafa verið frekar aum á þeim tíma, fátækt og eymd fyrir bísna marga. Glæpagengi réðu ríkjum og tókust á, ofbeldi var daglegt brauð og lögreglan stofnaði sérstaka sveit óeinkennisklæddra rummunga til að berja á þeim sem ráfuðu út af beinu brautinni. Hrikalega áhugaverð saga sem ég er alveg dottin á kaf í. En aftur að hverfinu, upp úr 1930 hófst endurbygging sem tafðist í kringum stríðið. Götunni þar sem ég bý núna og öðrum hér í kring var lýst á þennan veg: „…the dwelling houses in that area are by reason of disrepair or sanitary defects unfit for human habitation, or are by reason of their bad arrangement, or the narrowness or bad arrangement of the streets, dangerous or injurious to the health of the inhabitants of the area … and that the most satisfactory method of dealing with the conditions in the area is the demolition of all the buildings in the area.“

1FF7DA58-4024-4584-9859-31D8F147DC17

Árið 1957 hófst endurbyggingin og teiknaðar voru blokkir í brutaliskum stíl sem liðast hver um aðra eftir hæðinni norðanverðri. Sagan virðist einhverjum þyrnum stráð og nú er stór hluti blokkanna í endurbyggingu, standa auðar og tómar í arfabeði á bak við víragirðingar byggingafyrirtækis.

9B671CC1-C90F-4E6E-8625-1CB34F9373A9

Við lögðum blokkirnar á hæðinni að baki og gengum norður yfir ána Don, ráfuðum um þar til við enduðum loks á Kelham Island. Iðnaðarsafni borgarinnar, sem á laugardeginum á páskahelginni var harðlokað. Röbbuðum við íbúa hjólhýsa og húsbíla sem hreiðrað höfðu um sig í krika á bak við safnið og þeir buðu okkur á tónleika síðar, einhverkonar þjóðlagahátíð í vændum og hver veit nema við skellum okkur

BA65FD99-13A1-4998-BC4D-D02E8DE977B2

3653FA08-7FF8-4199-9A92-E149D16CB07C

Mér finnst alltaf gaman að skoða vel unnið grafittí og Sheffield geymir einmitt nokkur verk eftir innfæddan listamann sem kallar sig Phlegm. Verk hans má finna víða um borgina, nokkur í nágrenni lestarstöðvarinnar, svo sem við The Leadmill, The Moor og Charter Row. Eitt er á vegg The Rutland Arms pub en verkið sem ég ljósmyndaði er á vegg húss á norðurbakka Don, rétt áður en komið er að Kelham Island úr austur átt. Phlegm vinnur verk sín í borgarlandslagið, gjarnan á yfirgefnar eða illa hirtar byggingar og eru verk hans súrealísk og virðast segja sögur eða ævintýri í óraunveruleika sínum. Sérstæðar myndfléttur sem minna á comic, eða teiknimyndasögu

FFEA1CE4-BB98-486F-B3D9-BD6C113D75C7

Hér eru svo önnur verk, bara til gamans

 

 

Eftir sumar ólympíuleikana 2010 heiðuðu bretar vinningshafa sína með því að mála póstkassa í borgunum þeirra gullna. Í Sheffield er slíkur póstkassi til heiðurs Jessica Ennis-Hill sem hlaut verðlaun í sjöþraut. Framtakið átti að standa tímabundið en vegna vinsælda póstkassanna fengu þeir að halda gullna litnum. Mér láðist að segja ykkur frá því í blogginu gær að Sheffield á sitt eigið Walk of Fame en það má finna utan við Town Hall og á fyrrnefnd Jessica skjöld þar ásamt Sean Bean sem ég verð að viðurkenna að er eina nafnið sem ég kannaðist við þarna á frægðargöngunni

2DE43044-0DD7-4562-9272-AE8CF63799E1

Hér heilsar fólk þegar það mætir fólki á götu, ekki kannski í miðbænum en í öðrum hverfum sem við höfum gengið um. Sumir nota orðið love í staðinn fyrir halló og það var pínu skrítið fyrst en venst bara nokkuð vel

D9D3740A-DA46-4D13-AE8A-D602D7B818EC

Við gengum í gegnum iðnaðarhverfi í dag, síðan þvert yfir miðborgina að Moor markaðnum og þar eru síðustu myndir dagsins teknar og við hvílum lúin bein og kælum sólbrunann

C16C8B2B-D0D1-4105-AB46-511F89508477

34519206-7674-4CC0-9324-B2B2E1C91933

67CFEAA9-EC8A-44BB-BA18-93AA326D05B5

A21D06B9-DA12-4C35-BD54-6A5FEFDBB1AA

 

Á rölti á föstudaginn langa

9B0ED105-189B-48B9-B95B-A795B2CBC494

Sólin skín í gegnum mistrið og við höldum af stað á listasafnið sem samanstendur í raun af þremur söfnum, Graves Gallery, Weston park Museum og Millenium Gallery. Á því síðast nefnda eru teikningar Leonardo daVinci til sýnis en víða um Bretland eru sambærilegar sýningar í gangi i tilefni þess að fimm hundruð ár eru liðin frá láti meistarans. Ég sit frammi á gangi á þessu dásamlega safni, pára þessi orð og bið eftir karlinum sem þarf örugglega fimm sinnum meiri tíma með Vinci en ég sem nú byggi upp eftirvæntingu eftir að finna náttúrumyndir og annað úr safni John Ruskin sem sannarlega tónar vel við rannsakandi nálgun daVinci en eru meira svona ég…

 

 

Á meðan ég doka get ég rifjað upp fyrir ykkur að síðustu fimmtán ár hefur partur miðborgarinnar verið endurskipulagður og verkefnið ber heitið The Heart of the City enda er um stórt svæði í miðbænum að ræða. Verkefnið felur í sér byggingar og háhýsi en einnig mikið af opnum svæðum og grænum með endurteknum tilvísunum í vatn. Víða er hægt að setjast niður og fólk gerir það óspart, það er sem sé pláss fyrir fólkið sem er meira en má segja um borgina sem ég heimsótti síðast. Á eftir ætla ég að rölta um Peace Garden og umhverfi í kring en fyrst er það Ruskin því Arnar skilaði sér á endanum, handviss um að daVinci hafi verið aspargus (með einhverfu)

4194EA40-F740-49EC-BE9D-469F3BE0162F

Peace Garden eru á svæði sem áður var kirkja heilags Pál og er fyrir framan gotneska ráðhús borgarinnar, skipulagður rétt fyrir seinna stríð sem tafði framkvæmdina fram til ársins 1997 þegar grafreiturinn var var loks færður var svæðið endurgert og meðal annars byggðir gosbrunnar og útisvæði sem vísar sterklega til ánna sem lögðu grunninn að borginni. Það vakti forvitni mína að vita söguna að baki kirkjunni sem hvarf. Átjándu aldar bygging kostuð af auðugum gullsmið. Einhver snurða hljóp á samastarfsþráðinn og kirkjunnar menn og gullsmiðurinn voru ekki á eitt sáttir. Um tíma tilbáðu mótmælendur sinn guð í kirkjunni þar til hún hlaut loks blessun árið 1740. En lukkan er fallvölt og árið 1938 taldi The Church of England sig ekki hafa frekari not fyrir bygginguna og hún var rifin

C31C7AFC-F6D1-4347-876E-3B7A3BCFC7E7Rétt fyrir framan ráðhúsið er The Goodwin Fountain, 89 vatnsbunur sem dansa í dag í sólinni rétt eins og börn á öllum aldri. Goodwin þessi tengdist stáliðnaðinum, nema hvað, en gosbrunnurinn átti að heiðra Alderman James Sterling en var í daglegu tali kallaður Goodwin brunnurinn þar til nafnið varð á endanum opinbert. Átta stórir vatnsbrunnar úr bronsi standa við inngangana í garðinn og eru vatnsbunurnar tákn fyrir brætt fljótandi stálið sem einkenndi borgina en um leið árnar fimm sem gerðu iðnaðinn mögulegann. Brunnarnir eru tileinkaðir Holberry Cascades og bera nafnið hans. Sá var leiðtogi the Sheffield Chartist Movement en hreyfingin var verkamanna og barðist fyrir pólitískum réttindum s.s. kostningarétti

CE7BACA1-732A-43D4-B7D3-E33A857A4576

Við garðinn má einnig finna The Bochum Bell, litla skipsbjöllu sem aldrei kom nálægt söltum sjó heldur stendur sem tákn um vinabæjartengsl við þýsku stálborgina Bochum. Bjallan lætur lítið yfir sér og er hálf falin í blómabeði út við jaðar svæðisins

85CA7B22-AEA5-49B7-B5F1-8E030CFEF97BSvo allrar sanngirni sé gætt þá á ég ísinn á þessari mynd. Arnar var svo vænn að gæta hans fyrir mig á meðan á myndatökunni stóð…

Áður en þú yfirgefur garðinn ættir þú að kíkja á opinberu mælieininguna á milli garðsins og hússins. Á sínum tíma var til siðs að gera opinberar mælieiningar aðgengilegar til að leysa deilur og þarna má berja augum menjar um slíka einingu sem reyndar er nýtilkomin á þessum stað en var er gott dæmi um fyrri tíma neytndavernd. En nóg um Friðargarðinn í bili

16B4A215-D3CD-4728-8B8D-1E0CB169EF16

Hinum meginn við ráðhúsið kúrir litill skúr undir vegg, síðasti sinnar tegundar og varðveittur sögu sinnar vegna. Hér er um að ræða Police box sem sögur herma að geymi hlið inn í annan raunveruleika og þar megi ferðast í tíma og rúmi. Sannleikurinn er hins vegar sá að slíkir skúrar voru víða um borg á þeim tíma sem farartæki og fjarskipti vorumaf skornum skammti og í skúrunum höfðu lögreglumenn afdep, gátu hringt inn eftir aðstoð eða borðað skrínukostinn sinn. Þar mátti jafnvel hýsa fanga tímabundið ef svo vildi til

92F007BC-F51E-4EDC-9748-41CF53B8D27F

Við hvíldum síðan lúin bein á bekk í Winter Garden áður en lagt var upp í síðasta labb dagsins en allt er þetta í raun og veru á sama blettinum og endalaust hægt að skoða og njóta

5BED7B59-9891-4D67-82A4-0A11E6BBAA66