Leikurinn og leikskólinn

Í lok skólaársins er gott að líta um öxl og velta fyrir sér því sem hefur verið mér ofarlega í huga …

Ég hugsa oft og mikið um leikinn og leikskólann og er alltaf jafn glöð þegar ég sé og heyri um kennara og skóla sem muna hvað þeir eiga að standa fyrir; nám í gegnum leik, leik fyrir lífið, leikinn og glugga tækifæranna og allt hitt sem fræðin og rannsóknirnar segja. Þær eru nefnilega sterkar, faglegur ástæðurnar fyrir leiknum. Ástæður sem snúast um þroska, líðan og framtíð barnanna, leikurinn er eiginlega háalvarlegt mál og því má ekki gleyma, hið minnsta alls ekki innan veggja leikskólans. Að sama skapi finnst mér mikilvægt að muna að leikur og það að hafa gaman af verkefni er ekki hið sama, leikur er ekki vinna né viðfangsefni með eina mögulega útkomu þó börn séu mörg hver nógu dásamleg til að láta slíkt ekki stoppa sig frá að leika sér og finna fleiri möguleika ef þeim er gefið færi á því. Mér finnst mikilvægt að leikskólakennarar rugli ekki saman þessu tvennu leik og verkefnum/vinnu, börnin þurfa lífsnauðsynlega leik og hafa á honum löglegan rétt. Heyrt hef ég kennara tala fjálglega um leik og lýsa síðan kennarastýrðum aðstæðum. Ég geri mér fulla grein fyrir að í leikskóla eru viðfangsefni, umhverfi og dagskipulag kennarastýrð, þannig sér kennarinn til þess að nám eigi sér stað, það er ekki það sem ég á við. Fagþekking kennara dugar þeim til að þekkja muninn, vita hvað er rétt og hvað er rangt og geta gefið börnunum það sem kemur þeim best. Leik þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín, hlutverkaleik og fjölbreyttar aðstæður til að gleyma sér, skapa, búa til og bulla, reyna hlutverk og takast á við tilfinningar, samskipti og líðan, læra á heiminn, læsið, vísindin og allt hitt. Verkefni sem passa ekki aldri og þroska eru vel til þess fallin að draga úr sjálfstrausti og námsáhuga en þau eru líka ægileg tímasóun frá alvöru námi; leik. Fagþekking kennara segir þeim hvað börn almennt geta á hverju aldursbili og út frá því á að vinna. Það er tímasóun að ýta að þeim því sem kemur auðveldlega örlítið seinna og börn eiga ekki að eyða miklum tíma í að bíða. Þau eru svo afar stutt lítil og tímann þarf að nýta vel í það sem skiptir máli. Leikur er nefnilega ekki leikur ef hann er vinna, það er bara þannig…  (mynd: Amelia Anna, 8 ára)IMG_1887

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s