Leikskólinn og valið

Ég var skólastjóri upp úr 1990 og þá voru valkerfi vinsæl. Börnin völdu sér viðfangsefni í lengri eða skemmri tíma og valið var mis umfangsmikið, allt frá vali á einni deild til þess að vera val í skólanum öllum. Auðvitað kvaddi valið aldrei en ég kvaddi valið á sínum tíma, aftur af því síðar. Valið vakti mér margar spurningar og ýmsar vangaveltur, hvað ætti að velja um, hvernig umgjörðin ætti að vera, hvað um þá sem veldu síðast, hvaða áhrif valið hefði á vináttu og samsetningu barnahópa á valsvæðum, áhrif kennara á valið eða hvernig kennarar veldust á valsvæðin… Mér fannst mikilvægt að valið væri sem mest sjónrænt með ljósmyndum sem auðvelt væri að skilja, mikilvægt að kennarar veldu líka þannig að þeir væru mest á þeim svæðum þar sem þeim fannst gaman að vera eða sérhæfing þeirra eða sérhæfni nyti sín best. Valið vakti margar spurningar og sífellt nýjar eftir því sem leið á.

Val í mínum skóla var val um langan samfelldan leiktíma þar sem svigrúm var til að skipta um viðfangsefni, val um rúmgott svæði með ýmsum möguleikum fremur en val um afmarkað viðfangsefni, val um tiltekið herbergi í skólanum þar sem ótal margt var í boði en hvert herbergi með sína sérhæfingu, kubbar, skapandi starf, hreyfing og svæði yngstu barna þar sem einhver gátu valið að vera með og aðstoða eða leika sér. Biðin á meðan valið fór fram var annað sem þvældist fyrir mér, börn eiga ekki að bíða lengi og sem minnst eyða tíma í ekkert. Þannig er bara alltof illa farið með námstíma barnanna og biðtímar eru efni sem ég á örugglega eftir að skrifa um síðar, bið í forstofu, bið eftir að fara inn, bið í kringum salerni eða matartíma, geymum það umræðuefni ögn og aftur að valinu. Valið varð staðreynd og eftir stóð ákveðnar efasemdir og varfærni sem fólu í sér vilja til að taka ekki ákvörðunarréttinn af börnunum, gera þau ekki óvirk og passív því það er hættan sem fylgir því að ákveða fyrir börnin hvað þau gera eða geta gert, börn sem bíða eftir að fá möguleikana gefna og fara svo eftir því. Þetta er línudans.

Það er ekki þannig að mér finnist val rangt eða að það sé slæm leið, langt í frá. Þessi pistill snýr meira að því að sýna fram á að allt sem gert er í leikskólanum þarf að vera úthugsað, meðvitað og framkvæmt af fagmennsku.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s