Leikskólabörnin og snjalltæknin

Tæknin er frábær, um það þarf ekkert að deila en hún getur líka flækt lífið ótrúlega, þvælst fyrir og sett mann í óþægilegar aðstæður. Flestir sem ferðast um netið hafa lent í að opna óþægilegar síður, fengið popup glugga með guð veit hverju, séð hræðilegar fréttir, fengið á baukinn fyrir klaufaskap á samskiptamiðli eða bara tínt tímanum klukkustundum saman í ávanabindandi leik eða vafri. Við fullorðna fólkið getum sem sé átt í mesta basli með snjalltæknina.

Ég sá ungan krakkaorm úti að leika sér um daginn með símann í annarri hendinni, reglulega hrökk barnið við og kíkti á símann, skilaboðin dingluðu inn og barnið svaraði, nú eða ekki. Skyldu foreldrarnir vita hvað síminn truflar barnið mikið? ætli þeir fari ekki örugglega yfir skilaboðasöguna í lok dags? Hvar á að geyma bölvað tólið? Má geyma það heima eða ætli afinn geti ekki prjónað hulstur til að hafa um hálsinn? Bíddu, bíddu, nú er ég farin eitthvað út af sporinu en skildi einhver hafa kennt barninu nóg til að halda því sæmilega öruggu? Er athyglisspan foreldrana nægilegt til að fylgja tækninotkun barnsins vel eftir eða eru þeir sjálfir villuráfandi í greipum tækninnar? Jamm, það er margt sem fer um hugann.

Á kaffihúsum eru hvítvoðungar að horfa á myndbönd í stað þess að kjá framan í foreldra sína, kornabörn æfa stafróf þegar þroskinn kallar á samskipti og verkefni sem örva heilann (já, ég er að segja að utanbókarlærdómur er ekkert sérstaklega gagnlegt nám), smákrakkar horfa á youtube og skipta um hraðar en auga á festir og athyglin er út um víðan völl þegar virkilega þarf að hjálpa þeim við að ná ró, skipulagi á hugann og halda athygli.

Hvað ætlaði ég annars að segja? Jamm, tæknin gerir börn ekki sjálfkrafa örugg, fær, klár, tilbúin undir framtíðina, rík, hamingjusöm eða hvaða rök svo sem færð eru með tækninotun ungra barna. Þau geta hins vegar orðið allt þetta ef fullorðinn er með þeim í tækniheimi, útskýrir, hvetur, hjálpar og fylgist með. Stundum þarf að setja orð á lærdóminn og stundum finna ný forrit og leiðir. Ung börn ættu ekki að vera ein með tæki og alls ekki nettengd tæki.  Af hverju ekki? Nú t.d. vegna þess að netið er jafn fullt af vondu efni og góðu og þegar upp er staðið kemur ekkert í staðinn fyrir samskipti, spjall, notaleg heit og húmor sem bara fæst með samskiptum við þá sem manni þykir vænt um. Þroski, andleg líðan, nám og færni ungra barna getur aldrei byggt bara á vélum, fólk þarf umhyggju og börn þrífast á henni. Ertu nokkuð búin að gleyma Harry Frederick Harlow?

http://www.bbc.com/news/blogs-trending-39381889

2 hugrenningar um “Leikskólabörnin og snjalltæknin

  1. Bakvísun: Computer – Tölvur – Skapandi leikskólastarf

  2. Bakvísun: Computers – Tölvur – Skapandi leikskólastarf

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s