Enid Blyton

Fyrsti hluti þessa bloggs varð til á fæðingardegi Enid Blyton (11.8 1897–28.11 1968) en síðar bætti ég við það og bjó að lokum til stutt myndband fyrir nemendur mína í HA, sjá slóð neðar.

Enid Blyton skrifaði hátt í 800 bækur, 762 útgáfur ef við erum nákvæm, ja eða þannig var það síðast þegar var talið. Einkar afkastamikill höfundur sem sum árin gaf út 40 bækur, geri aðrir betur. Bækur hennar hafa verið þýddar á 90 tungumál og eru sífellt endurútgefnar. Langlífur orðrómur um að Blyton hafi í raun notað „ghost writers“, hulduritara sem skrifuðu fyrir hana en hún tók alla tíð fyrir það.

Doddi (Noddy) markaði fyrstu kynni mín af Blyton en síðan las ég allar þær vækur sem ég komst yfir spjaldanna á milli. Ævintýrabækurnar (Adventure series) sem voru 8 talsinsfimmbækurnar (Famous five) en þær urðu 21 og voru mitt uppáhald, leynifélagsbækurnar (Secret Seven) og dularfullubækurnar (Five Find-Outers and Dog) en báðir flokkar innihalda 15 bækur. Bækurnar þrjár, nú eða voru þær fjórar? …um Baldintátu (The naughtiest girl) las ég en ekki oft að mig minnir, þær eru alla vega ekki minnistæðar og þó boða þær jafnrétti, jöfnuð og eru ótrúlega framsæknar á margan hátt. Ég sættist svo aldrei almennilega við ráðgátubækurnar (Barney Mysteries) 6 bækur sem komu út frá og með arinu 1987. Þá er ég fullorðin og gagnrýnni enda sló mig óréttlætið og mismununinn. Síðar las ég bækurnar um bangsa fyrir börnin i leikskólanum en það væru bækur sem Blyton skrifaði síðar á ferlinum. Ég held bara að þar með séu upptaldir þeir flokkar og bækur sem hafa verið þýdd á íslensku eftir þennan merka höfund.

Má bjóða þér að líta í bókaskápinn minn? Blyton trónir þarna efst:

72892A31-50AE-411F-8AF6-E96DC5CF81AF

Doddi er líklega þekktasta sögupersóna Blyton og hún samdi 150 Dodda bækur, sem íslenska Wikipedia segir 24. Doddi hefur verið í sýningum í sjónvarpi frá miðri síðustu öld. Doddi þótti af mörgum ekki merkilegur pappír og var m.a. bannaður hér og hvar í tímanum fyrir ýmislegt, fyrst fyrir að vera lélegur skáldskapur, þá fyrir að sýna pólítíska ranghugsun og enn síðar fyrir homophobiu og rasisma. Það er vandlifað, meira að segja i leikfangalandi. Almennt hafa bækur Blyton fengið á sig þá gagnrýni að hafa þunnt innihald, þær þótt rasískar, forréttindamiðaðar og gjarnan lítið femíniskar og að mínu viti kannski horft fram hjá mörgu sem skiptir máli. T.d. því að höfundur var fæddur á næst síðustu öld og lést fyrir jafnréttisbaráttuna uppúr og í fyrir 1970. Á lista yfir tíu verstu rasísku barnabækurnar má finna tvær bækur eftir Blyton; Dodda og The Three Golliwogs og þar eru þær í félagskap Kypling (Kim), Mark Twain (Stikkilsberja Finnur), Hergè (Tinni í Kongó), Lofting (Dagfinnur dýralæknir), Bannerman (Litli svarti Sambó) og sögunum um húsið á sléttunni (Laura Ingals), de Brunhoff (Babar) og auðvitað Winner (tíu litlir negrastrákar) sem upphaflega voru iníánar, svona getur lán minnihluta hópanna fallvalt. Ég gæti nefnt fjölmargt bókunum til varnar á öllum þessum sviðum og vel gæti verið a stundum eigi myndskreytingarnar sinn hlut í gagnrýninni, a.m.k. stumdum framan af. Í formála fyrstu bókar Blyton skrifar hún og svarar kannski gagnrýninni að hluta til sjálf og segir að börnin í gær eru ekki eins og börnin í dag:

CD10BB4E-CFD8-476F-A5B5-C15D194F7F86

Gleymum svo ekki að Blyton skrifaði um óþekku stelpuna Naldintátu, um hörku stelpuna sem gegndi engu nema strákanafninu Georg og Blyton viðurkenndi að þar væri hún að skrifa um sig sjálfa. En Enyd skrifaði sögur með stelpum í aðalhlutverki og þær kalla ekki allt ömmu sýna, s.s. Baldintáta en fleiri mætti nefna. Hin hliðin er svo dýravinurinn Finnur og Júlíus sem er einkar umhyggjusamur og vingjarnlegur. Munið þið t.d. hann Jonna sem birtist í tveimur seríum (Jack og Dick) og var gott ef það var ekki Anna í tveimur líka. Hvað er þetta með að láta börnin í ólíkum seríum heita sömu nöfnum? Það má alfarið skrifað á íslensku þýðendurna sem hefðu mátt gæta sín betur. 

Enid skrifar líka um einstæðu móðurina, mömmu Finns og Dísu sem tók að sér munaðarlausu systkinin Önnu Og Jonna í ævintýrabókunum og dæmin eru fleiri. Ég naut þess að lesa um ferðalög, hættuspil og klára krakka sem saman leystu ur hverri þraut. Munum líka að það var ekki oft á þessum tíma, og alltof fátítt enn í dag að geta lesið um stelpur sem tóku fullan þátt og voru á kafi í ævintýrum. Ég vildi að þýddar hefðu verið fleiri bókaflokka Blyton, sérstaklega þessir sem fjalla bara um stelpur.

Ég las bækurnar ekki gagnrýnislaust, þó ég væri písl. Framkoman við sígaunana stakk mig á stundum og það pirraði mig að börnin þurftu aldrei á salerni. Ég vorkenndi líka aumingja Önnu sem var eilíft að sjóða fimm mínútna egg eins og heimsfriðurinn ylti á nákvæmninni og ég var handviss um að Georg væri með þetta, a.m.k. sauð hún engin egg eða vaskaði upp, braut saman föt fyrir alla og lagaði til eftir hina

040BEED5-4ABE-455B-AB84-5823CA67EAC1

Gagnrýnin á bækur Blyton hefur verið hörð og framan af voru það karlar sem hæst heyrðist í, tökum það með í reikninginn. Þess vegna hafa bækur Blyton verið, og eru, ritskoðaðar, sumu breytt og annað fært í meira pólítískt rétthugsandi búning miðað við tíðarandann núna. 2010 tilkynnti (enska) útgáfufyrirtæki fimm bókanna áætlun um að gefa bækurnar út með breyttri orðanotkun, m.a. skipta orðum út fyrir samheiti sem væru þekktari. Hugmyndinn mætti andstöðu og hún var slegin af. Ég velti fyrir mér hvort einhverjum detti í alvöru í hug að gera það sama við Dickens svo dæmi sé tekið en hitt veit ég að BBC kvikmyndaði ævisögu Blyton árið 2009 með Helena Bonham Carter í aðalhlutverki og heitir sjónvarpsþátturinn einfaldlega Enid

Bækur Blyton hafa ratað á svið, orðið að söngleik, verið kvikmyndaðar ofl. ofl. Blyton er númer sjö á lista mest seldu höfunda í heiminum, ekki svo lítið afrek í sjálfu sér og þá sérstaklega fyrir barnabókahöfund og þar stendur nafn hennar í kjölfar Shakespeare, Agötu Cristy, Barböru Cartland og Daniel Steel. Konur standa sig vel í að skrifa bækur sem seljas, það verður að segjast. Það vakti því nokkra eftirvæntingu þegar handrit að óútgefinni bók fannst um 2011 með sögu um töfrum hlaðna lest ef ég man rétt en ekki veit ég hvort bókin var síðan gefin út svo kannski er hún þarna úti og bíður þess að vera lesin

Fyrsta bók Blyton var ljóðabók og heitir Child whispers (1922, sjá slóð neðar). Blyton sagði að tvennt heillaði börn helst þegar kæmi að skáldskap, annars vegar húmor og hins vegar ljóðræna sem höfðaði til ímyndunaraflsins. Sennilega hefur hún sitthvað til síns máls því hún náði vel,til ungra lesenda.

Fyrsta bók Blyton á íslensku kom út árið 1945 undir heitinu Sveitin heillar. Á Wikipediu er hún sögð úr bókaflokknum sjö saman en í lýsingu á bókinni í Menntamálum (1945) er sagan sögð vera um fjögur börn frá London svo það passar ekki alveg. Hitt er víst að hún var gefin út af bókaútgáfunni Björk, þýðandi var Sigurður Gunnarsson, þá skólastjóri á Húsavík og sagan var lesin í morgunútvarpi barnanna 1975. Þessa bók á ég ekki i safni mínu en vildi gjarnan eiga, þó ekki væri nema til að ganga úr skugga um hvaða flokki hún tilheyrir. Fyrsta ævintýrabókin kom út 1950 og þær síðan hver af annari. Fimm bækurnar voru endurútgefnar rétt fyrir aldamótin og sjálfsagt fleiri bókanna ef ég man rétt.

63D58769-79C0-4FD9-B9D2-A9B8B925B1D6

Vel gæti ég skrifað langan pistil um myndskreytingarnar í bókum Blyton og listamennina sem með henni unnu en læt duga að henda í ykkur einum mola: Kenningar eru uppi um að Dodda hafi ætlað að verða evrópska hliðstæðan við Mikka mús, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Fyrir forvitnissakir:

Meira um bókaflokkana og persónurnar

Fimm bækurnar (Famous five) Júlíus, Jonni, Anna, Georg og hundurinn Tommi (Julian, Dick and Anne and George, and her dog, Timmy) 25 bækur en auk þess skrifaði Blyton smásögur um þau sem komu út í safni á ensku 1995. Krakkarnir eru 10-12 ára

Famous Five

 1. Five on a Treasure Island (1942)
 2. Five Go Adventuring Again (1943)
 3. Five Run Away Together (1944)
 4. Five Go to Smuggler’s Top (1945)
 5. Five Go Off in a Caravan (1946)
 6. Five on Kirrin Island Again (1947)
 7. Five Go Off to Camp (1948)
 8. Five Get into Trouble (1949)
 9. Five Fall into Adventure (1950)
 10. Five on a Hike Together (1951)
 11. Five Have a Wonderful Time (1952)
 12. Five Go Down to the Sea (1953)
 13. Five Go to Mystery Moor (1954)
 14. Five Have Plenty of Fun (1955)
 15. Five on a Secret Trail (1956)
 16. Five Go to Billycock Hill (1957)
 17. Five Get into a Fix (1958)
 18. Five on Finniston Farm (1960)
 19. Five Go to Demon’s Rocks (1961)
 20. Five Have a Mystery to Solve (1962)
 21. Five Are Together Again (1963)

Ævintýrabækurnar (The adventure series) Finnur, Dísa, Anna, Jonni og páfagaukurinn Kíkí (Philip, Jack, Dinah, and Lucy-Ann and Kiki). Bækurnar í flokknum áttu að verða sex en vegna þrýstings bætti Blyton tveimur við. Stelpurnar eru 11 og 12 ára en drengirnir ögn eldri

 • The Circus of Adventure (1952)
 • The River of Adventure (1955)

Leynifélagsbækurnar (The secret seven) Beta og Palli, Lárus, Dísa og Finnur og hundurinn Snati, hér verður eiginlega líka að nefna lögreglumanninn Gunnar (Peter, Janet, Jack, Barbara, George, Pam og Colin). Þessar skera sig úr hinum flokkunum því þær gerast á skólatíma meðan hinar eiga sér stað í skólafríum eins og fimm bækurnar og ráðgátubækurnar eða á ferðalögum erlendis eins og ævintýrabækurnar.

The secret seven:

 1. At Seaside Cottage (1947)
 2. Secret of the Old Mill (1948)
 3. The Humbug Adventure (1954)
 4. Adventure on the Way Home (1955)
 5. An Afternoon with the Secret Seven (1956)
 6. Where Are the Secret Seven? (1956)
 7. Hurry, Secret Seven, Hurry! (1957)

Dularfullubækurnar (five find-outers and a dog) (Larry (Laurence Daykin), Fatty (Frederick Trotteville), Pip (Philip Hilton), Daisy (Margaret Daykin), Bets (Elizabeth Hilton) and Buster, Fatty’s dog). Krakkarnir eru 8-13 ára og bækurnar gerast í skólafríum og eru 15 talsins

Five find-outers and a dog

The Mystery of the Burnt Cottage (1943)
The Mystery of the Disappearing Cat (1944)
The Mystery of the Secret Room (1945)
The Mystery of the Spiteful Letters (1946)
The Mystery of the Missing Necklace (1947)
The Mystery of the Hidden House (1948)
The Mystery of the Pantomime Cat (1949)
The Mystery of the Invisible Thief (1950)
The Mystery of the Vanished Prince (1951)
The Mystery of the Strange Bundle (1952)
The Mystery of Holly Lane (1953)
The Mystery of Tally-Ho Cottage (1954)
The Mystery of the Missing Man (1956)
The Mystery of the Strange Messages (1957)
The Mystery of Banshee Towers (1961)

Ráðgátubækurnar (Barney misteries) Reynir, Dóra, Bjarni (Roger, Diana and Barney) krakkarnir eru 13 til 15 ára, 11 ef óþolandi frændinn (Snubby) er talin með

Barney Misteries

 • The Rockingdown Mystery (1949)
 • The Rilloby Fair Mystery (1950)
 • The Ring O’ Bells Mystery (1951)
 • The Rubadub Mystery (1951)
 • The Rat-a-Tat Mystery (1952)
 • The Ragamuffin Mystery (1959)

Baldintáta Elísabet (Elisabeth Allen)

Anne Digby hélt síðan áfram að skrifa sögurnar um Baldintátu

Ef þú vilt lesa ljóðin í fyrstu bók Blyton þá finnur þú þau hér:

https://archive.org/details/ChildWhispers/page/n47

Ef þú vilt lesa það sem aðrir eru að velta fyrir sér um Blyton:

Grein Ármanns Jakobssonar á Knúz 5. mars 2015

https://knuz.wordpress.com/2015/03/05/eg-vil-vera-strakur-af-draumum-enid-blyton-um-ad-vera-manneskja/

Grein á mbl. í tilefni 100 ára fæðingarafmæli Blyton

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/349466/

Blogg Guðrúnar Láru um Baldintátu 7.11 2011

http://bokvit.blogspot.com/2011/11/utopiskt-barnasamfelag-gulnuum-blasium.html

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s