Ferða-langurinn: Áskoranirnar

Gaman hef ég af að vera útlendingur, sérstakleg ef ég stend sjálfa mig að heimóttarskap. Vona að þið hafið eins gaman af þessu og ég:

1. Leitaði dauðaleit að bílbelti í leigubílnum, varð að játa mig sigraða. Þjáðist af óútskýranlegu samviskubit alla ferðina auk þess að bíða með lífið í lúkunum eftir að bílstjórinn stefndi ferðinni í voða enda vildi hann benda okkur á allt sem merkilegt gat talist á leiðinni og vílaði ekki fyrir sér að stoppa til að gefa okkur tækifæri til myndatöku, á fjölförnum gatnamótum, í miðju hringtorgi! Ég hafði mig alla við að flýta mér við myndatökuna og afþakkaði kurteislega þegar hann baust til að ljósmynda fyrir mig, þráði helst það andartak er bílarnir í kring hættu að flauta á okkur. Ríghélt í svaninn sem ég hafði um hálsinn eins og hann gæti bjargað mér ef illa færi. Á ferðinni með mér eru nefnilega hvorki meira né minna en þrír fuglar överpisins  (https://www.facebook.com/emberskart/?fref=ts)

1114F651-A299-4D0D-B007-E77C83441B95

2. Fyrsta innkaupaferðin í nýlenduvöruverslun var langt í frá að vera markviss. Hvergi fann ég Bragakaffi og engar vörur frá MS heldur. Leitin að Trópí var líka árangurslaus. Ég ráfaði stefnulaust um búðina, reyndi að ráða í rúnaletur Rúmönskunnar og var hálf umkomulaus. Kom þó að lokum heim með unt, lapte, brânză, suc, uht og cafea. Ég er viss um að þið vitið hvað hið minnsta eitt af þessu þýðir og suc er ekki sykur, bara ef þið helduð það. Keypti mér almennilega kaffikönnu og bolla enda er lífið of stutt fyrir vont kaffi, svo ég vitni í lífsmottó frumburðarins

3C6E9C64-A39C-4DA8-A709-9AD7C72D903F
3. Hér er ENGIN endurvinnsla í boði, ENGIN. Ég geng um með þjakandi króniska samúð með móður jörð, sé í hugskoti mínu jöklana bráðna og Kyrrahafseyjar fara undir vatn og það er allt mér að kenna, ALLT. Að auki er lífshættulegt að henda rusli hérna. Arnar fórnar sér fyrir málstaðinn en eins og áhöfn kútter Haraldar sneri hann aftur og engin dó en við eigum líklega eftir að þurfa að henda rusli oft áður en heim er haldið svo það er of snemmt að fagna mikið. Ég gaf honum samt kaffi þegar hann kom aftur og spurning með að splæsa í víski fyrir næstu ferð. Til að setja myndina í samhengi er engin fyrirstaða, örmjó sylla, ég ýki ekkert ægilega mikið, og við upp á sjöundu hæð, eða Arnar sko og þar er ekkert pappahandrið á okkar hæð eins og sjá má á myndinni við eina ruslasylluna, né heldur hlið eins og er efst en þetta er nú ruslasyllur nágrananna vestan megin við okkur og engin svona lúxus okkar megin, hreint ekki. Jamm, þau eru hættuleg húsverkin í Rúmeníu

322D9C75-E9BB-4E63-A815-C03B51A1539E
4. Kaffið og kökurnar eru kapítuli út af fyrir sig. Það var ákveðin vísbending að flugfreyjurnar sem framreiddu kaffi í vélinni yfir Þýskalandi réttu fólki vatn í glasi og smá duft með. Annars höfum við fengið ágætt kaffi inn á milli, hræódýrt og ágætt. Ég er ekki viss um að ég ráði við íslenska kaffiogmeðþví verðlagið heima eftir að borga fjórfalt minna fyrir hið fyrrnefnda og marfalt minna fyrir hið seinna. Það skýrist við heimkomuna

07C8E140-1705-4B5F-823D-17A96D59336C
5. Íslendingurinn í mér vill hafa hátt til lofts og vítt til veggja. Það er svo sem álíka langt upp hér og heima en það munar víða miklu með yfirsýnina. Eitthvað djúpt í sálinni lítur þröng húsasund hornauga og tröllasögur fá nýjan skilning. Ég get alveg séð skessuna sem elti Búkollu þarna um árið festast að eilífu í þrengslunu í gamla bæjarhlutanum í Bucharest þar sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi

FC71D1C3-0B3F-435C-8199-474C29F85FA9
6. Fleira er hér i öðrum skala en ég er vön, að ég segi nú ekki bara öðruvísi en HEIMA. Á leið minni urðu þrep svo há að vel kæmi sér að vera 180 a hæð eða kloflangur mjög, til að ráða við þau án tilhlaups. Hér hefði Velbergklifrandi fundið sig heima þó spurning sé með bræður hans aðra. Dyragættir eru sumar svo þröngar að sæta verður lagi að gera að þeim atlögu en allt hefst þetta nú á endanum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að “þetta reddast” dugar bara vel við allar aðstæður, líka þegar regnið breytir götunum í fljót og regnhlífarnar þjóta mannlausar fyrir götuhorn

98C3787D-64AB-4173-8663-099DACFA7EC2

Í dag afrekaði ég að ganga framhjá HogM, gleyma að borga kaffibolla á kaffihúsi, láta næstum keyra á mig á götuhorni og kaupa mér skyssubók. Sumt var gaman. Fór líka inn í eina souvenir búð af forvitni og kom út með smáhluti sem eru þeim göldrum gæddir að þeir hætta að vera merkilegir um leið og þeir og þeir yfirgefa búðina. Svona er heimurinn skrítinn (ekkert kaffihús bar skaða @f gerð þessa innleggs)

Ein hugrenning um “Ferða-langurinn: Áskoranirnar

  1. Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s