Nú fækkar Rúmeníudögunum og ég kveð með söknuði en alsæl með mánaðalanga dvölina. Þessi svanasöngur minn er í formi myndaspjalda en eins og suma eflaust grunar á ég ótal myndir sem erfitt er að velja úr. Myndirnar eru svolítið eins og ég, þær koma í þemum og fyrsta þemað er spegilmyndirnar í húsunum
Frágangur á rafmagni vakti nokkra forvitni mína og fleira gæti ég nefnt sem er ábótavant í öryggismálum s.s. múrarinn á þriðju hæð (lauma honum hér með til gamans)
En íbúðin okkar er á sjöundu hæð í nokkuð tíbísku rúmönsku fjölbýlishúsi og hér er hvorki gas- né reykskynjari og enginn annar öryggisbúnaður, vona að næstu tvær nætur verði tíðindalitar, en hér er myndasyrpan sem ég lofaði
Undirgöng og önnur göng voru mér einnig hugleikin
Og ég tek alltaf mikið af myndum af gluggum
Vegglist og önnur list er á hverju strái
Mannlausu húsin og hreysin eru einkennandi í sumum bæjarhlutum en inn á milli eru allskyns hús í sátt og samlyndi. Gömul og ný, vel við haldið og að hruni komin, stundum allt í sama húsinu
Áður deildi ég spjaldi af höllum og hefðarhúsum og þarf ekki að endurtaka það, bæti hér við einu nýju til gamans
Og náttúran lætur ekki að sér hæða hér fremur en annarsstaðar í manngerðu umhverfi sem stundum er ægifagurt. Nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum, svona bland í poka
Að lokum eru hér nokkrar sjálfur og nú fer ég að pakka fyrir heimferð. Takk fyrir samfylgdina. Á undirvefnum skapandi leikskólastarf eru tvær færslur tengdar ferðinni ef áhugi er fyrir hendi
Dásamed
Líkar viðLíkar við
Bakvísun: Ferðabloggin – Rúmenía | Koffortið